Morgunblaðið - 03.11.2005, Síða 57

Morgunblaðið - 03.11.2005, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 57 D.V. S.V. MBL kvikmyndir.is KEFLAVÍKAKUREYRIÁLFABAKKI KRINGLAN Spenntu beltin og undirbúðu þig undir háspennumynd ársins með Óskarsverðlaunahafanum Jodie Foster. Frá leikstjórum There´s Something About Mary, eftir bók frá höfundi About a Boy ´ DREW BARRYMORE JIMMY FALLON Hún fílar vinnuna, Hann íþróttir . Munu þau fíla hvort annað? M.M.J. / Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  Roger Ebert S.V. / MBL  "Fyrirtaks skemmtun sem hægt er að mæla með" MMJ - kvikmyndir.com  S.V. / MBL  H.J. Mbl. Óskarsverðlaunhafi nn Al Pacino er í essinu sínu og hefur aldrei verið betri. KISS KISS BANG BANG kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 ára KISS KISS BANG... VIP kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 FLIGHT PLAN kl. 3.50 - 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 12 ára. WALLACE AND... m/Ísl tali kl. 4 - 6 WALLACE AND... m/enskutali kl. 6 - 8.15 - 10.30 CINDERELLA MAN kl. 10.30 B.i. 14 ára. THE 40 YEAR ... kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára. GOAL kl. 8.15 VALIANT m/- Ísl tal. kl. 3.40 SKY HIGH kl. 3.50 CHARLIE AND THE ... kl. 3.50 KISS KISS BANG BANG kl. 6 - 8 - 10.30 B.i. 16 ára TWO FOR THE MONEY Forsýnd kl. 8 PERFECT CATCH kl. 6 - 8.15 - 10.30 FLIGT PLAN kl. 10.15 B.i. 12 ára WALLACE & GROMIT m/Ísl tali kl. 6 FLIGHT PLAN kl. 8 - 10 MUST LOVE DOGS kl. 8 - 10 CINDERELLA MAN kl. 8 MUST LOVE DOGS kl. 8 FORSÝND Í KVÖLD! FRUMSÝNING Kvikmyndir.com  V.J.V. TOPP5.IS En auk hans fara þau Matthew McConaughey („Sahara“) og Jane Russo („The Thomas Crown Affair“) á kostum í kraftmikilli mynd                        ! " # $ ! % ! #!&  "              ! " # $ ! #!&  "                    Laugavegi 54, sími 552 5201 Póstsendum Jakkasprengja Leðurjakkar Áður 14.990 Nú 9.990 Margir litir - mörg snið Í ÞESSUM mánuði verður nærri tíu ára ryki dustað af laginu „Hjálpum þeim“ sem var gefið út og selt til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar árið 1986. Það eru þeir Einar Bárðarson tónleikahaldari og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarmaður sem sjá um und- irbúning á nýju útgáfunni en hin gamla var eins og allir muna, sungið af fríðum flokki söngvara sem margar hverjar höfðu aldrei komið saman áður. Reiknað er með að nýja útgáfan verði komin í spilun um miðjan mánuðinn en platan er væntanleg í verslanir og á Tónlist.is um næstu mánaðamót. Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til Hjálparstarfs kirkj- unnar rétt eins og árið 1986 en hörmungarnar sem geisað hafa í Pakistan eru kveikjan að útgáf- unni, segir í fréttatilkynningu. Nýja útgáfan er unnin í samvinnu við Jóhann G. Jóhanns- son og Axel Einarsson, höfunda lagsins, og Björgvin Halldórsson, sem stjórnaði upptökum á laginu fyrir tíu árum, hefur einnig verið með í ráðum við endurgerðina. Í fréttatilkynningu frá Concert segir að auðvitað sé stefnt að því að nýja útgáfan verði enginn eft- irbátur hinnar upprunalegu en nú sé verið að vinna lista yfir þá söngvara sem taka muni þátt í verkefninu og má fastlega gera ráð fyrir að flestar af okkar vinsælustu söngstjörnum muni leggja hönd á plóg – „enda málstaðurinn göfugur og þarfur“. Tónlist | Ný útgáfa af Hjálpum þeim í bígerð Reuters Hamfarirnar í Pakistan voru kveikjan að endurútgáfu lagsins Hjálpum þeim. Öll sem eitt Leikarinn og leikstjórinnWoody Allen kveðst vera feg- inn því að fyrrverandi eiginkona hans, Mia Farrow, hafi fundið nektarmyndir, í eigu hans, af ætt- leiddri dóttur þeirra Soon-Yi. Allen, sem síðar giftist Soon-Yi sem er 35 árum yngri en hann, segir að hann sé afar sáttur við það að Farrow hafi flett ofan af ástarsambandi þeirra. „Þetta var vendipunktur til hins betra í mínu lífi,“ sagði Allen sem er 69 ára gamall. Hann við- urkennir að hann sé viss föð- urímynd fyrir Soon-Yi, sem kemur kannski ekki á óvart. Í viðtali við bandaríska tímaritið Vanity Fair sagði Allen: „Allar þær konur sem ég var með voru á mínum aldri meira eða minna. Í dag gengur þetta eins og töfrar. Það ójafnræði sem fylgir því að ég er eldri og reyndari, gerir alger- lega út um einhvern þýðingarmik- inn ágreining okkar á milli.“ Woody á þrjú börn með Farrow en hann hittir þau ekki lengur og viðurkennir Allen að honum þyki það hræðilegt. „Ég eyddi millj- ónum dollara og barðist í rétt- arsölum til þess að hitta þau en það bara tókst ekki.“ Í viðtalinu kemur jafnframt fram að Allen hati það að eldast. „Elli er hræðilegur hlutur. Þetta eru bara slæmar fréttir. Líkaminn rýrnar og deyr. Ég hef ekki orðið gáfaðri, orðið skilningsríkari eða þroskast. Ég myndi gera öll sömu mistökin á nýjan leik.“    Leikkonan Jennifer Aniston ogleikarinn Clive Owen munu hafa tekið allhressilega á því við upptökur á kynlífsatriði kvikmynd- arinnar Derailed. Sagði Aniston frá því í bandarískum sjónvarps- þætti að hún væri öll blá og marin á fótleggjunum. „Þetta var ekkert grín. En adr- enalínið var í fullu flæði þannig að ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði leikkonan. Tökurnar hefðu verið nokkuð óþægilegar þar sem hún hefði aðeins hitt Clive Owen fyrsta sinni tveimur vikum áður. Líkir Aniston þessu við skyndi- kynni í viðtali við bandaríska dag- blaðið USA Today. „Jæja, nú eru liðnar tvær vikur. Hvað segir þú gott, gaman að hitta þig og snúum okkur nú að kynmökunum,“ segir Aniston þar og lýsir ferlinu með leikrænni tjáningu. Aniston segist hafa tekið að sér hlutverkið eftir að vinkona hennar Julia Roberts mælti með því við hana, þar sem það væri „draumur“ að starfa með hjartaknúsaranum Owen. Staðfesti Aniston í viðtalinu að Owen væri algjör draumur og „miklu meira en það“. Ráði nú hver sem vill í þau ummæli. Fólk folk@mbl.is Reuters

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.