Morgunblaðið - 03.12.2005, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 328. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Nýtt kortatímabil!
TUGIR manna særðust í átökum í
Katmandú, höfuðborg Nepals, í
gær þegar konungssinnum og and-
stæðingum þeirra, þ.á m. maó-
istum, lenti saman. „Niður með
konunginn, niður með einræðið, lifi
lýðræðið!“ hrópaði fólkið.
Maóistar hafa árum saman háð
blóðuga styrjöld gegn stjórnarher
hins einráða Gyanendra konungs
en þeir sögðust í gær ætla að fram-
lengja einhliða vopnahlé sitt.
Reuters
„Niður með konunginn!“
HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráð-
herra og Geir Haarde utanríkisráð-
herra segja að ákvörðun Seðlabank-
ans um að hækka stýrivexti um 0,25
prósentustig marki stefnubreytingu
af hálfu bankans. Greiningardeildir
bankanna eru á öðru máli og segja
bæði Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu-
maður greiningardeildar Landsbank-
ans, og Ásgeir Jónsson hjá greining-
ardeild KB banka að engin stefnu-
breyting hafi átt sér stað.
Davíð Oddsson, formaður banka-
stjórnar Seðlabankans, sagði þegar
tilkynnt var um hækkun stýrivaxta í
gær að fyrri vaxtahækkanir Seðla-
banka hefðu skilað árangri, en engu
að síður væri ótímabært að fagna
sigri í baráttu við verðbólguna.
Þetta er minni hækkun en grein-
ingardeildir bankanna höfðu spáð.
„Ég hef áður sagt að ég telji ekki
forsendur fyrir frekari vaxtahækkun-
um og stend við það. Seðlabankinn
hefur hins vegar hækkað vextina
minna en bankarnir gerðu ráð fyrir
og talar ekki um frekari vaxtahækk-
anir á næstunni, eins og hann hefur
áður gert. Ég tel því að um stefnu-
breytingu sé að ræða sem ég fagna,“
segir Halldór Ásgrímsson um stýri-
vaxtahækkun Seðlabanka Íslands.
Davíð sagði að það væri mat bank-
ans að verðbólguhorfur væru enn
dökkar þótt þær hefðu batnað frá því í
september þegar stýrivextir voru
hækkaðir um 0,75 prósentustig.
Viðskiptahallinn á þessu ári sam-
kvæmt endurskoðaðri þjóðhagsspá er
meiri en spáð var í september og mun
nema 15,5% af landsframleiðslu.
Ráðherrar fagna stefnu-
breytingu Seðlabanka
Morgunblaðið/Golli
Davíð Oddsson seðlabankastjóri til-
kynnir hækkun stýrivaxta í gær.
Verðbólguhorfur | 24 og 10
Greiningardeildir bankanna sjá enga stefnubreytingu
í hækkun stýrivaxta um 0,25 prósentustig
Heillaðist af
umhverfinu
Jóna Sparey rekur og leigir út setur
í Riberac í Frakklandi Daglegt líf
Lesbók | Gegn heiminum og lífinu Varla verður betur
gert Börn | Eldvarnir og slökkviliðið Leikir Íþróttir |
Síðasta skotið færði Fylki sigur Henry fullkominn
ÖLLUM starfsmönnum UVS, Urð-
ar, Verðandi, Skuldar, um tuttugu
talsins, var sagt upp störfum frá og
með síðustu mánaðamótum og er
það liður í mögulegri sölu fyrirtæk-
isins til nýrra eigenda, en viðræður
þar að lútandi eru langt komnar.
Urður, Verðandi, Skuld er líf-
tæknifyrirtæki sem sérhæft hefur
sig í krabbameinsrannsóknum.
Róbert Wessman, forstjóri Actav-
is, er stjórnarformaður UVS, en
Actavis er stór hluthafi í fyrirtæk-
inu. Hann sagði að uppsagnirnar
tengdust ákveðnum skipulagsbreyt-
ingum sem unnið væri að og væru
þannig formsatriði að svo komnu. Í
skoðun væri að selja fyrirtækið og
viðræður um það væru langt komn-
ar. „Kaupandinn hefur þá frjálsar
hendur með hvaða fólk hann ræður
áfram og hvernig hann samþættir
reksturinn,“ sagði Róbert.
Aðspurður hvort það væri fyrir-
tæki á sama sviði og UVS sem væri
að hugsa um að kaupa reksturinn
sagðist hann ekki geta tjáð sig um
það að svo stöddu.
Róbert sagði að um það bil 20
manns störfuðu hjá fyrirtækinu, allir
hér á landi. Það myndi væntanlega
skýrast fljótlega hvort salan gengi
eftir og um jákvætt skref væri að
ræða fyrir þá starfsemi sem þarna
væri. Hann sagði að UVS væri ekki
hluti af kjarnastarfsemi Actavis.
Sala UVS langt komin
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
Lesbók, Börn og Íþróttir
PYNTINGAR eru enn algengar og
útbreiddar í fangelsum í Kína að því
er sérlegur erindreki Sameinuðu
þjóðanna um pyntingar í heiminum,
Manfred Nowak, greindi frá í gær.
Sakaði Nowak kínversk yfirvöld um
að hafa torveldað eftirgrennslanir
hans í sögulegri eftirlitsferð hans
um Kína, þeirri fyrstu sinnar teg-
undar sem kommúnistastjórnin hef-
ur leyft.
„Það hefur dregið úr því að menn
séu beittir pyntingum en það tíðk-
ast þó enn mjög víða,“ sagði Nowak
á fréttamannafundi í Peking að af-
lokinni tólf daga heimsókn sinni til
Kína. Kom fram í yfirlýsingu
Nowaks að hann hefði heyrt vitn-
isburð sem benti til að menn væru
m.a. barðir með sérstökum kylfum
er veittu raflost, þeir sviptir svefni í
marga daga meðan yfirheyrslur
færu fram yfir þeim, eða látnir þola
ofsahita eða ofsakulda. Þá væri al-
gengt að sígarettur væru notaðar til
að brenna húð fanga.
Nowak sagði að kínverskir emb-
ættismenn hefðu fylgst grannt með
ferðum hans og að þeir hefðu lagt
steina í götu hans. Nowak heimsótti
m.a. fangelsi í höfuðborginni Pek-
ing, í Tíbet og einnig Xinjiang-
héraði.
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
Pynting-
ar enn
algengar
Reuters
Manfred Nowak, erindreki SÞ.
Könnun SÞ á fangelsum í Kína
Bagdad, Washington. AP, AFP. | Hópur
mannræningja, sem heldur fjórum
vestrænum gíslum í Írak, hefur hótað
að myrða mennina. Kom þetta fram á
myndbandi sem arabíska fréttastöðin
al-Jazeera birti í gær. Í yfirlýsingu
mannræningjanna segir að þeir muni
myrða alla gíslana nema íröskum
föngum í bandarískum fangelsum
verði sleppt fyrir 8. desember.
Ræningjarnir fullyrða að gíslarnir,
sem eru úr röðum samtaka friðar-
sinna, séu njósnarar. Tveir þeirra eru
frá Kanada, einn frá Bandaríkjunum
og einn frá Bretlandi.
George W. Bush Bandaríkjaforseti
harmaði í gær dauða 10 bandarískra
landgönguliða sem létu lífið í Írak
þegar sprengja sprakk í vegkanti.
Hafa ekki jafnmargir Bandaríkja-
menn látið þar lífið í einni árás síðan í
ágúst. Mennirnir tíu féllu á fimmtu-
dag en ekki var skýrt frá atburðinum,
sem varð skammt frá Fallujah í
Anbar-héraði, fyrr en í gær. Alls hafa
2.125 bandarískir hermenn fallið í
Írak síðan innrásin var gerð 2003.
Hóta að
myrða
gísla