Morgunblaðið - 03.12.2005, Side 2
2 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FELLDUR ÚR GILDI
Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úr-
skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um
að Sigurður Tómas Magnússon,
settur ríkissaksóknari í Baugsmál-
inu, væri ekki bær til að fara með
ákæruvald í þeim átta ákæruliðum
sem enn eru fyrir dómi. Í dómi
Hæstaréttar segir m.a. að dómstólar
verði ekki krafðir álits um lög-
fræðileg efni nema að því leyti sem
nauðsynlegt sé til úrlausnar um
ákveðna kröfu í dómsmáli.
Pyntingar notaðar í Kína
Enn er algengt að beitt sé pynt-
ingum gegn föngum í Kína þótt víða
hafi verið dregið úr þeim, að sögn er-
indreka Sameinuðu þjóðanna, Man-
fred Nowak. Hann fékk að heim-
sækja fangelsi víða um landið og
ræða við fanga. Er það í fyrsta sinn
sem Kínastjórn leyfir rannsókn af
þessu tagi.
24 milljónir í bætur
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt íslenska ríkið til að greiða 12
ára gömlum dreng 18,2 milljónir
króna í bætur vegna mistaka sem
gerð voru þegar drengurinn fæddist
á Landspítalanum árið 1993. Móður
drengsins voru dæmdar fimm millj-
ónir króna og foreldrum hans saman
ein milljón króna.
Réttarhneyksli í Frakklandi
Réttarkerfið í Frakklandi þykir
hafa orðið fyrir miklu áfalli vegna
máls sex manna sem setið hafa inni
vegna ákæru um kynferðisafbrot
gegn börnum. Áfrýjunardómstóll í
París sýknaði í gær mennina sex að
beiðni ákæruvaldsins. Sýnt þótti að
ungur rannsóknardómari hefði
hunsað gögn sem bentu til sakleysis
þeirra.
Öllu starfsfólki sagt upp
Líftæknifyrirtækið Urður, Verð-
andi, Skuld hefur sagt öllu starfs-
fólki sínu, um tuttugu talsins, upp
frá og með síðustu mánaðamótum og
er það liður í mögulegri sölu fyrir-
tækisins til nýrra eigenda.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Umræðan 46/52
Úr verinu 20 Bréf 51
Viðskipti 24 Minningar 54/60
Erlent 26/27 Skák 59
Minn staður 30 Kirkjustarf 61/63
Akureyri 31 Myndasögur 68
Suðurnes 31 Dagbók 68/72
Landið 32/33 Víkverji 68
Árborg 32/33 Staður og stund 72
Daglegt líf 34/37 Bíó 78/81
Ferðalög 38/41 Ljósvakamiðlar 82
Forystugrein 42 Staksteinar 83
Menning44/45, 73/81 Veður 83
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is
Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga
Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson
Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Yfirgripsmesta
verk sem út
hefur komið
um íslenska
málnotkun.
SVO MIKLU MEIRA EN HEFÐBUNDIN ORÐABÓK
Rafræn útgáfa á geisladiski fylgir bókinni
ORÐABÓK FRAMTÍÐARINNAR
Bókin er yfir 1600 bls. í stóru broti.
www.jpv.is
METSÖLULISTI
EYMUNDSSON
aðallisti 30. nóv.
DRENGURINN sem var hætt kom-
inn í sundlauginni í Bolungarvík á
fimmtudag var útskrifaður af
Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði í
gærmorgun. Að sögn læknis hafði
drengurinn, sem er 11 ára gamall,
náð sér að fullu og var útskrifaður
alheilbrigður.
Ungur sundkennari drengsins,
Sigríður Guðjónsdóttir, bjargaði
honum eftir að bekkjarfélagar hans
tóku eftir því að hann hafði verið
óeðlilega lengi í kafi. Hún dreif
hann upp úr lauginni og tókst að
blása í hann lífi.
Náði sér að
fullu eftir
sundlaugarslys
LÖGREGLAN í Kópavogi fann um
200 grömm af ýmsum fíkniefnum
þegar hún leitaði í þremur húsum
í bæjarfélaginu í fyrrinótt. Tveir
voru handteknir en sleppt að lokn-
um yfirheyrslum.
Lögreglunni í Kópavogi til að-
stoðar var sérsveit ríkislögreglu-
stjóra, tollvörður með fíkniefna-
leitarhund og fíkniefnalögreglu-
maður frá lögreglunni í
Hafnarfirði. Við leitina fannst
einkum hass og amfetamín, lítil-
ræði af kókaíni, e-töflur og
LSD-sýra.
Fundu 200
grömm af
fíkniefnum
EKIÐ var á níu ára stúlku við Mela-
skóla í Reykjavík í morgun, nánar
tiltekið á mótum Furumels og
Hagamels. Stúlkan meiddist lít-
illega og var flutt á sjúkrahús til að-
hlynningar.
Ragna Ólafsdóttir, skólastjóri
Melaskóla, sagði við Fréttavef
Morgunblaðsins að mjög mikil um-
ferð væri við skólann á morgnana
og að ítrekað hefði verið bent á að
gatnamót Furu- og Hagamels væru
hættuleg.
Slys á
hættulegum
gatnamótum
LAGT er til að reykingar verði bann-
aðar með öllu á veitinga- og
skemmtistöðum frá og með 1. júní
2007 samkvæmt stjórnarfrumvarpi
heilbrigðis- og tryggingaráðherra,
sem lagt hefur verið fram á Alþingi.
Í frumvarpinu segir að megin-
markmið þess sé vinnuvernd starfs-
manna með vísan til gildandi vinnu-
verndarlaga og tóbaksvarnarlaga og
í ljósi „hratt vaxandi fjölda vísinda-
legra sannana fyrir því að óbeinar
reykingar valdi heilsuskaða og
dauðsföllum. Þegar þetta megin-
markmið er uppfyllt má búast við
ýmiss konar öðrum ávinningi af
reykbanninu, bæði fyrir samfélag og
einstaklinga,“ segir þar ennfremur.
Fram kemur að frá 1985 þegar lög
um tóbaksvarnir tóku fyrst gildi hafi
þrívegis verið hert á ákvæðum
þeirra í þeim tilgangi að koma í veg
fyrir að fólki þurfi að anda að sér
tóbaksreyk frá öðrum. Nú megi
leyfa reykingar á afmörkuðum svæð-
um með ákveðnum skilyrðum á veit-
inga- og skemmtistöðum, en í ljósi
nýrrar þekkingar um skaðsemi
óbeinna reykinga sé afnám þeirrar
heimildar eðlileg framvinda.
Vísað er einnig til heilbrigðisáætl-
unar, aðildar Íslands að ramma-
samningi Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar um tóbaksvarnir og
aðalfundar Samtaka ferðaþjónust-
unnar frá því í vor um að ganga til
viðræðna við stjórnvöld um að veit-
ingastaðir verði reyklausir frá og
með 1. júní 2007.
Reykingar bannaðar með
öllu á veitingastöðum
INGUNNARSKÓLI í Grafarholti var opnaður formlega
og vígður í gær, en hann hefur reyndar verið starfandi
frá því í haust. Af því tilefni var efnt til mikillar hátíðar
nemenda, auk þess sem bandaríski arkitektinn og
menntunarfræðingurinn Bruce A. Jilk kom í heimsókn,
en hann lagði grunn að hönnun skólans.
Hönnun skólans er um margt frábrugðin því sem
tíðkast hefur í grunnskólum hér á landi, og segir Gerð-
ur G. Óskarsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs Reykjavík-
urborgar, að þetta sé fyrsti gangalausi grunnskólinn á
landinu. Í honum eru um 400 nemendur, en þar er gert
ráð fyrir allt að 450 nemendum.
Áður en húsið var hannað var settur á laggirnar 30
manna undirbúningshópur, sem í voru foreldrar, íbúar
og fulltrúar fyrirtækja í skólahverfinu, auk skólafólks,
verkfræðinga og arkitekta. Lögð var mikil áhersla á að
þessi fyrsti skóli sem byggður yrði í Reykjavík á nýrri
öld skyldi vera í takt við þróun skólastarfs á 21. öldinni,
eins og fram kemur í tilkynningu frá menntasviði.
Menntunarfræði og arkitektúr
Því var leitað til Bruce A. Jilk, sem hefur víðtæka
reynslu af því að hanna skólabyggingar í takt við
breytta kennsluhætti, og blandar þar saman þekkingu
sinni á menntunarfræðum og arkitektúr. Meðal þess
sem er sérstakt við skólann er stórt miðrými sem rúm-
ar aðkomusal skólans, svið, bókasafn og mötuneyti, en
út frá honum eru svo vinnusvæði nemenda.
Morgunblaðið/RAX
Nemendur fjölmenntu í miðrými skólans til að taka þátt í hátíðardagskrá og taka á móti góðum gestum í gær.
Mikið fjör þegar fyrsti ganga-
lausi grunnskólinn var vígður
MAGN svifryks mældist yfir við-
miðunarmörkum í gær. Umhverf-
issvið Reykjavíkur ráðleggur fólki
með viðkvæmni í öndunarfærum
að vera síður nærri götum þar sem
umferð er þung. Spáð er áfram-
haldandi stilltu veðri á höfuðborg-
arsvæðinu næstu daga og því er
útlit fyrir að magn svifryks í and-
rúmslofti verði áfram yfir um-
hverfismörkum.
Óþægindi fyrir fólk með asma
Lúðvík Gústafsson, hjá meng-
unarvörnum umhverfissviðs, segir
að eins og rykið sé nú geti það
verið óþægilegt fyrir fólk með t.d.
berkjubólgu eða astma, þótt ekki
sé beinlínis hægt að segja að
hætta sé á ferðum.
„Ef þetta væri hættulegt mynd-
um við senda út viðvörun. Við vilj-
um ekki vekja neinn óþarfa ótta,
en viljum heldur ekki þegja yfir
því sem við sjáum á mælum okk-
ar,“ segir Lúðvík.
Svifryk er að mestu óbein meng-
un frá bílum. Fyrst og fremst er
um að ræða ryk af götum sem
þyrlast upp vegna bílaumferðar,
m.a. malbiksagnir, en einnig sót-
agnir úr útblæstri bíla. Lúðvík
segir að eftir því sem umferðar-
hraðinn sé meiri, því meira af ryki
þyrlist upp.
Hann segir að fyrir viku hafi
ástandið verið svipað, en þó heldur
hærri mæligildi en í gær. Ástæðan
fyrir muninum sé fyrst og fremst
að þá hafi verið minni raki í loftinu
og götur flestar alveg skraufþurr-
ar.
Áfram mikið svif-
ryk í Reykjavík
LÖGREGLAN á Akureyri greip
mann með stóra tösku niðri á Eyri í
fyrrinótt og athugaði innihald tösk-
unnar, sem maðurinn þóttist ekki
eiga, og fundust þar þrjú lamba-
læri, tveir lambahryggir og fjögur
kíló af humri. Málið er í rannsókn
hjá lögreglu.
Handtekinn með
lambakjöt