Morgunblaðið - 03.12.2005, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 03.12.2005, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 11 FRÉTTIR H Æ Ð A S M Á R A 4 • S Í M I 5 4 4 5 9 5 9 • Í I NÝJA R VÖ RUR GLÆS ILEGU R HÁ TÍÐAR FATN AÐUR I Í NÝTT KORTATÍMABIL Síðumúla 13 108 Reykjavík sími 568 2870 Opið 10:00 – 19:00 ÚTSALA – ÚTSALA Dæmi um verð: Áður: Nú: 40-60% afsláttur Opið í dag 10-16 Loðin jakkapeysa 6.900.- 4.200.- Marglit peysa 7.200.- 3.600.- Peysa m/tölum 6.200.- 3.800.- Bolur m/pallíettum 4.300.- 2.600.- Bolur m/nælu 4.000.- 2.400.- Blúndutoppur m/rós 4.000.- 2.400.- Röndótt skyrta 4.900.- 3.000.- Mokkajakki 10.800.- 6.500.- Pelsjakki 7.900.- 4.800.- Kápa m/pels 7.800.- 4.700.- Kjóll m/perlum 7.300.- 4.400.- Stutt flauelspils 5.100.- 3.100.- Sítt pils m/reim 4.500.- 2.700.- Svartar buxur 4.400.- 2.700.- Kvartbuxur 5.400.- 2.900.- Gallabuxur 6.400.- 3.900.- Leðurstígvél 15.200.- 5.900.- Svartir dömuskór 4.500.- 2.700.- Silfur skór 5.400.- 2.900.- Opið laugardag frá 10:00 - 16:00 Óvenjulegar jólagjafir frá Persíu og Afríku frá kr 450 Stofuborð í öllum stærðum frá kr 28.000 Waring blandarinn er hin upprunalega mulningsvél frá Ameríku. Tveggja hraða mótorinn er kannski öflugri en eldhúsið þarf, en fer líka létt með erfiðustu verk. Bara massíft stál og gler! Verð frá kr. 16.900,- Auk þessa seljum við hágæða capuccinovélar. UM 76.000 rjúpur voru veiddar á rjúpnaveiðitímabilinu í haust sam- kvæmt niðurstöðum könnunar sem Skotvís, Skotveiðifélag Íslands, hef- ur nýlega gert. Ef marka má þessar niðurstöður virðist því sem skot- veiðimenn hafi farið að tilmælum umhverfisráðherra og stjórnar Skotvís um að stilla veiðunum í hóf. Sigmar B. Hauksson, formaður fé- lagsins, kynnti niðurstöðurnar í gær í höfuðstöðvum Olís að viðstaddri Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverf- isráðherra. Við þetta tækifæri opn- aði Sigríður Anna nýja heimasíðu Skotvíss. Sagði Sigmar að á heima- síðunni yrði að finna gífurlega mikl- ar upplýsingar um veiðidýr, veiðar á Íslandi og vopn. Hyggur hann að hvergi á Íslandi sé eins mikinn fróð- leik tengdan veiðum að finna. Sjálfbærar veiðar Sagði Sigmar að niðurstöður könnunarinnar hefðu komið ánægju- lega á óvart en 10% félagsmanna Skotvís fengu könnunina senda og var svörun mjög góð. 67% fé- lagsmanna fóru til rjúpnaveiða í ár og meðalfjöldi daga voru tæpir 4 dagar. Meðalfjöldi veiddra rjúpna, ef aðeins er litið til þeirra sem fengu fugl, var rétt rúmlega 15 rjúpur á mann. Því sé ekki annað að sjá en að félagsmenn hafi farið að tilmælum því lagt var út frá því að hver veiði- maður veiddi 15 fugla en veiðimenn eru um 5.000. Mesta veiði á einn veiðimann var þó 62 fuglar og sagði Sigmar að þarna væri um undan- tekningu að ræða. Sagði hann að þessar niðurstöður væru mikill léttir og þær komi heim og saman við raf- ræna skráningu veiðistjórnunar- sviðs Umhverfisstofu en upplýsingar þar gefa vísbendingu um svipaða veiði. Sagði Sigmar að svartsýnustu menn hefðu gert ráð fyrir því að veiðin yrði ekki undir 120.000 rjúp- um. Einnig var kannað hversu margir greiddu fyrir veiðileyfi og kom í ljós að aðeins 3% aðspurðra gerðu það, 2% þeirra greiddu fyrir bæði gist- ingu og veiðileyfi. Því virðist sem að- eins 1% félagsmanna hafi greitt fyrir veiðileyfi án þjónustu. Ánægð og fegin Sigríður Anna sagði að umhverf- isráðuneytið hefði átt gott samstarf við Skotvís. Sagðist hún vera bæði ánægð og fegin að heyra þessar nið- urstöður því þegar verið væri að skora á veiðimenn að gæta hófs væri ekki fyrirfram vitað hvort sú aðferð skilaði þeim árangri sem vænst væri eftir. Mikilvægasta aðgerðin hafi þó verið sölubann vegna þess að áður en það var sett á voru það um 10% veiði- manna sem veiddu um helming þeirrar rjúpu sem veidd var. Þannig hafi þeirra hluti í veiðunum verið gríðarlega mikill. Síðan hafi líka skipt máli að veiðitíminn hafi verið styttur um þrjár vikur. „Það sem er samt gildur þáttur í því að þetta takist, að veiðarnar verði sjálfbærar og að við getum áfram veitt rjúpu á Íslandi, er að menn gæti hófs,“ sagði ráðherra. Morgunblaðið/Golli Sigríður Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra opnar nýja heima- síðu Skotvíss. Hjá henni stendur Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands. Veiðimenn sagðir hafa farið að til- mælum ráðherra TENGLAR .............................................. www.skotvis.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.