Morgunblaðið - 03.12.2005, Side 20

Morgunblaðið - 03.12.2005, Side 20
20 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NÚ ER unnið að sérstakri rannsókn sem ætlað er að leggja til grundvallar við fram- tíðarstefnumótun varðandi nýtingu loðnu- stofnsins. Eins eru að hefjast athuganir á sandsílisstofninum til þess að unnt verði að glöggva sig betur á breytingum á stofnstærð sandsílis sem undanfarið hefur orðið vart. Þetta kom fram á fundi Hafrannsókna- stofnunar á Hornafirði nú í vikunni. Var það síðasti fundurinn í fundaferð stofnunar um- hverfis landið í tilefni 40 ára afmælis stofn- unarinnar. Eins og fyrr í hringferðinni voru líflegar umræður í seinni hluta fundar. Langmest var rætt um það hvort rétt væri staðið að nýtingu uppsjávarfiskistofna, einkum loðnu- stofnsins, en í ljósi minna ætis fyrir þorsk og aðra nytjastofna var spurt hvort ekki bæri að draga úr loðnuveiðum. Þá var mörgum fundargestum tíðrætt um hugsanlega skað- semi flotvörpuveiða, en upplýst var að ít- arlegar rannsóknir á áhrifum þeirra veiða stæðu yfir þennan veturinn, en Hafrann- sóknastofnunin teldi mikilvægt að fara með gát í flotvörpuveiðum, m.a. með svæðatak- mörkunum. Þá kom fram að Hafrannsókna- stofnunin hefði um árabil lagt til svæðis- bundna stjórnun humarveiða, enda um aðskildar einingar að ræða, ástand svæðanna breytilegt frá ári til árs og þekkingarfor- sendur fyrir svæðaskiptingu til staðar. Á fundinum fluttu erindi þau Jóhann Sig- urjónsson, forstjóri, Guðrún Helgadóttir, jarðfræðingur og Þorsteinn Sigurðsson, fiskifræðingur. Fundarstjóri var Albert Ey- mundsson. Góð staða síldarstofna Þorsteinn fjallaði um ástand uppsjávar- fiskistofna, þ.e. síld, loðnu og kolmunna. Kom fram í erindi hans að ástand síld- arstofna sem við stundum veiðar úr er nú álitið mjög gott. Stofn íslenskrar sumargots- síldar hefur í meginatriðum verið vaxandi allt frá því að veiðar hófust á ný eftir hrun stofnsins á sjöunda áratugnum og má það m.a. þakka hversu skynsamlegri nýtingar- stefnu hefur verið fylgt. Ástand norsk-ís- lenska síldarstofnsins er einnig gott nú, en í máli Þorsteins kom fram að göngumynstur stofnsins og vetursetusvæði hafi breyst mik- ið á undanförnum áratugum, og er enn að breytast. Fram kom einnig að í sumar hafi síldin gengið lengra inn í íslenska lögsögu en verið hefur á síðustu árum, en þó hafi hún stoppað stutt við fyrir Austurlandi. Ástand kolmunnastofnsins er jafnframt talið gott um þessar mundir, þrátt fyrir mikla veiði und- anfarinna ára. Óvenju góð nýliðun í stofninn frá árinu 1998 hefur haldið þessari veiði uppi. Hafsbotninn kortlagður Guðrún sagði frá kortlagningu hafsbotns- ins með fjölgeisladýptarmælingum og hvern- ig þær mælingar nýtast við aðrar rannsóknir Hafrannsóknastofnunarinnar. Þannig sýndi hún meðal annars að nákvæm dýptarkort eru nauðsynlegur grunnur fyrir kortlagningu búsvæða kóralla. Hún sýndi myndir af kór- allasvæðum á utanverðu landgrunninu úti fyrir Suðausturlandi og hvar fundist hafa mismundandi vel varðveitt kórallasvæði. Guðrún taldi brýnt að fá meiri skipatíma til fjögleisladýptarmælinga þar sem þetta verk væri í raun rétt að hefjast. Ef vel ætti að vera þyrfti árlegur mælingatími að vera að minnsta kosti einn mánuður og helst meira. „Þessi síðasti fundur okkar á Höfn fannst mér sýna afar vel hversu vel er að takast að styrkja gagnrýna en málefnalega umræðu um fiskifræðileg málefni miðað við það sem áður var. Það er auðvitað til þess fallið að efla rannsóknirnar og atvinnugreinina á komandi árum,“ sagði Jóhann Sigurjónsson eftir fundinn. Athuganir á sandsíli að hefjast ÚR VERINU Aðspurður hvort hann telji sig geta skýrt hvers vegna Jón hefur sett fram mismunandi útskýringar á brotthvarfi hans úr stóli forstjóra segir Hreggviður að það geti hann ekki. „Ég hef enga skýringu á því, ég get ekki skýrt hvers vegna fólk segir eitt í dag og annað á morgun. Þessu verður hann að svara sjálfur. Ég held að Jón verði að svara því hverri af þessum fjórum eða fimm útgáfum af sögunni hann vilji halda fram og að almenningur trúi.“ Aðaleigandi, stjórnarformaður og ráðgjafi án ábyrgðar Í bók Einars gagnrýnir Jón eitt og annað í rekstri Norðurljósa. Þar kemur meðal annars fram að Hreggviði hafi verið falið að ganga frá kaupum á Skjá einum fyrir 40 milljónir áður en „Verslunarskóla- strákarnir“ keyptu stöðina. Hafi Hreggviður ekki viljað kaupa og þetta hafi reynst „dýr mistök“. Þá hafi Hreggviður verið með ótíma- bærar fjárfestingar upp á mörg hundruð milljónir í tækjum og bún- aði sem vel hefðu mátt bíða. Hreggviður leggur áherslu á að gagnrýni Jóns á rekstur Norður- ljósa verði að skoða út frá þeirri stöðu sem Jón gegndi innan fyr- irtækisins. Nauðsynlegt sé að setja hlutina í rétt samhengi en Jón hafi verið aðaleigandi fyrirtækisins og átt 63% í Norðurljósum þegar til umræðu var að kaupa Skjá einn. „Mikilvægt er að hafa í huga að Jón var ekki það sem kallað er „sofandi hluthafi“ (e. silent partner) því hann var líka stjórnarformaður félagsins og vel launaður ráðgjafi þess, sennilega sá hæst launaði á landinu á þeim tíma. Því þarf að spyrja, ef Jón sér þetta sem stór mistök, hvaða ábyrgð hann bar á málunum,“ segir Hreggviður. „Ef Jón Ólafsson hefði viljað kaupa Skjá einn á 40 milljónir þá hefði það einfaldlega verið gert.“ Hreggviður bendir á að á sínum tíma hafi Jón ákveðið að kaupa Stöð 3 fyrir Íslenska útvarpsfélagið fyrir mörg hundruð milljónir. Það hafi ekki þótt tiltökumál og ekki virðist hafa hvarflað að Jóni að það hefðu verið mistök. Hreggviður segir það hafa tekið sig töluverðan tíma að átta sig á hvað Jón hafi átti við með fullyrð- ingum um ótímabærar fjárfest- ingar. „Fjárfestingum í tækjum og búnaði á Stöð 2 var haldið í algjöru lágmarki til að halda útsendingu í loftinu eins og starfsmenn Stöðv- arinnar geta vitnað um,“ segir hann. „Ég tel ljóst að eina fjárfest- ingin sem kostaði mörg hundruð milljónir á þessum tíma var Smára- bíó en sú fjárfesting var á vegum Skífunnar og það var enginn annar en Jón Ólafsson sjálfur sem tók þá ákvörðun,“ segir hann. Fær að botna ummæli eftir aðra í bókinni Hreggviður segir greinilegt þeg- ar Jónsbók er lesin að við vinnslu hennar hafi Jóni Ólafssyni gefist kostur á að hafa síðasta orðið þegar hann óskaði og engu líkara en Jón hafi í raun ritstýrt bókinni. „Ég fæ ekki betur séð en Jón hafi fengið að svara ummælum annarra um sig og botna þau. Aðrir hafi hins vegar ekki fengið að botna ummæli hans,“ segir Hreggviður. Í bókinni komist Jón upp með að fara með dylgjur og vera með ávirðingar á fólk, án þess að höfundur virðist hafa fyrir því rannsaka málið nánar. Það sé blekking við kaupendur og móðgun við lesendur að halda því fram að bókin sé um Jón líkt og Einar Kárason og Jón Ólafsson hafi báðir gert. „Að mínu mati ber bókin þess mjög glögglega merki að uppistaða hennar eru frásagnir Jóns af at- burðum eins og hann kýs að muna eða túlka þá,“ segir Hreggviður. Merkilegt að skoða það sem ekki er sagt frá í Jónsbók „Það er líka merkilegt að velta því fyrir sér sem ekki stendur í bókinni,“ segir hann. „Þar er til dæmis ekki minnst á Gunnar Þór Ólafsson sem var inni í hlut- hafahópi félagsins þegar ég kom að félaginu. Hann seldi ekki hlut sinn þegar fjórmenningarnir svonefndu seldu á sínum tíma, árið 1998. Þessi maður sýndi Jóni mikinn stuðning en það er ekki minnst á hann í bók- inni og engu líkara en hann hafi aldrei verið til. Vel kann að vera að hann hafi ekki viljað tjá sig eða tala við höfundinn. En mér finnst það ekki réttlæta það að honum sé eytt úr sögunni. Það er athyglisverð spurning hvers vegna hans er ekki getið,“ segir Hreggviður. „Annað dæmi sem maður kemst ekki hjá því að taka eftir að vantar í bókina eru samskipti Jóns Ólafs- sonar við eftirmann minn í starfi, Sigurð G. Guðjónsson, eftir að hann tók við félaginu. Það liggur fyrir að þau samskipti voru stormasöm og kemur m.a.s fram í ársskýrslu fé- lagsins 2004,“ segir Hreggviður einnig. „Það eru gloppur í sögunni sem þeir sem þekkja til taka eftir. Þær vekja margar spurningar og jafnframt furðu,“ segir hann enn- fremur. Misheppnuð tilraun til hvítþvottar Aðspurður segir Hreggviður full- yrðingar Jóns í bókinni um starfs- lok sín og kyrrstöðusamninginn við bankana hafa komið sér á óvart. „Það kom mér á óvart að Jón skyldi gefa þetta færi á sér, svo klókur sem hann er oft á tíðum. Jón veit það manna best sjálfur að hann var búinn að mölbrjóta þenn- an samning sem var gerður við bankana,“ segir Hreggviður. Kveðst hann hafa átt von á því að tilgangur Jóns með Jónsbók væri að gera hreint fyrir sínum dyrum. Sú hafi hins vegar ekki orðið raun- in. „Ég harma það hans vegna að hann nýtti sér ekki þetta gullna tækifæri til að horfast í augu við fortíðina og viðurkenna það sem af- vega fór. Útkoman virðist því miður ekki annað en dapurleg tilraun til hvítþvottar,“ segir Hreggviður Jónsson. elva@mbl.is ÍSLANDSBANKI vinnur nú með fimm fyr- irtækjum í Chile, auk þess að eiga góð við- skiptatengsl við fjölda annarra fyrirtækja. Aðaláherslan hefur verið lögð á fiskeldisfyr- irtæki, en Chile, ásamt Noregi, er fremst í flokki landa heims í eldi á laxfiskum. Á næsta ári er gert ráð fyrir að framleiðsluaukning verði 6 til 10% í þessari grein. Chile er 17. stærsti matvælaframleiðandi heims og sá framleiðandi sem vex hraðast. Þar má helst geta útflutnings á ferskum ávöxtum og eld- islaxi, eins fer vínframleiðsla mjög vaxandi. Íslandsbanki hóf nýlega samvinnu við Fjord Seafood Chile (FSC) og er bankinn þar með orðinn einn af mikilvægustu lánveit- endum FSC, en fyrirtækið er í eigu Norð- manna og er fimmta stærsta laxeldisfyrirtæki heims. FSC rekur einnig reykhús í Bandaríkj- unum. Íslandsbanki starfar í dag með þremur af fimm stærstu laxeldisfyrirtækjum heims. Þá eru nokkrir af íslenskum viðskiptavinum bankans með vaxandi starfsemi á þessum slóðum og má þar nefna Atlantis, Fram Foods, Marel, Maritech og Vaka, en þessi fyr- irtæki eru með starfsstöðvar í Chile. Þá er HB Grandi hluthafi í chilensku sjávarútvegsfyr- irtæki, Friosur, sem sérhæfir sig í bolfisk- veiðum og vinnslu, auk vaxandi starfsemi í fiskeldi. Forsvarsmenn Íslandsbanka, Bjarni Ár- mannsson, Jón Diðrik Jónsson, Rósant Torfa- son og Jón Garðar Guðmundsson, voru í viku- ferðalagi í Perú og Chile í nóvember til að skoða og kynna sér starfsemi nokkurra fyr- irtækja sem bankinn starfar með á svæðinu. Íslandsbanki hefur á síðustu árum unnið náið með fyrirtækjum sem starfa á sviði sjávar- útvegs og fiskeldis á þessum mörkuðum. Ein- ar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Vilhjálmur Egilsson ráðuneytisstjóri voru með í för og heimsótti hópurinn m.a. sjáv- arútvegsráðuneytin í Perú og Chile. Nokkrar umræður sköpuðust um reynslu Íslendinga af kvótakerfinu en svipað kerfi hefur þegar verið innleitt í Chile og í Perú er nú verið að ræða hugsanlega upptöku kvótakerfis fyrir ansjósu, sem er mikilvægasta undirstaða fiskmjöls- framleiðslu í heiminum í dag. Í Chile Vilhjálmur Egilsson, Bjarni Ármannsson, Einar K. Guðfinnsson og Jón Diðrik Jónsson. Íslandsbanki eykur umsvifin í S-Ameríku á morgun Jólin hjá sundruðum fjölskyldum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.