Morgunblaðið - 03.12.2005, Side 30

Morgunblaðið - 03.12.2005, Side 30
Aðaldalur | Mikið var að gera hjá nemendum Hafralækj- arskóla í Aðaldal á árlegum föndurdegi skólans, 1. desem- ber. Hefð hefur skapast fyrir því að foreldrar, kennarar og nemendur hittist einn morgun á aðventunni til þess að búa til skraut til jólanna, baka pip- arkökur, þiggja veitingar og hlusta á góða tónlist. Þetta kunnu allir vel eins og alltaf. Krakkarnir voru nýbúnir að baka piparkökur og lögðu sig öll mjög fram við að skreyta þær sem best með glassúr þeg- ar fréttaritari var á ferð í skól- anum. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Vandasamt Helgi Maríus Sigurðsson var upptekinn við að skreyta kökurnar með bleikum glassúr. Piparkökurnar skreyttar Jóla- bakstur Akureyri | Suðurnes | Áborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Landbúnaðarráðherra skipaði starfshóp fyrir nokkru til að gera tillögur um hugs- anlegt fyrirkomulag landgræðslu- og skóg- ræktarmála í framtíðinni. Um nokkurt skeið hefur verið í umræðunni að sameina Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins og einnig hefur borið á góma hvort sameina beri með formlegum hætti ákveðin verkefni þessara aðila með sparnað og aukna skil- virkni að leiðarljósi. Jafnframt hefur í tengslum við breytt umhverfi menntastofn- ana landbúnaðarins verið rætt um hvernig efla megi rannsóknir á þeirra vegum og bæta samstarf þeirra sem að þeim rann- sóknum vinna. Starfshópurinn sem er skip- aður 10 manns, þ.á m. landgræðslustjóra, skógræktarstjóra og rektor Landbúnaðar- háskólans, á að skila af sér í árslok. Starfsemi Landgræðslunnar er að sönnu mikilvæg fyrir allt landið, en það má full- yrða að aðalstöðvarnar í Gunnarsholti á Rangárvöllum eru gríðarlega mikilvægar fyrir heimamenn og héraðið í heild hvað at- vinnu varðar. Þar hafa atvinnu um þessar mundir um 40 manns, þó ekki sé um að ræða heil stöðugildi í öllum tilfellum. Höf- uðstöðvar Skógræktarinnar eru á Egils- stöðum þar sem um 10 manns hafa aðsetur en báðar þessar stofnanir hafa að auki starfsmenn víða um landið, mismarga eftir árstímum. Rangæingar og aðrir Sunnlend- ingar munu fylgjast af athygli með þróun þessara mála sem snerta svo mjög hags- muni þeirra í atvinnu- og byggðamálum.    Ekkert lát er á byggingarframkvæmdum í Rangárþingi ytra, sérstaklega á frístunda- húsnæði og íbúðum. Samkvæmt upplýs- ingum frá skipulags- og byggingarfulltrúa voru veitt tæp 200 byggingarleyfi fyrir ýmsum framkvæmdum á þessu og síðasta ári, þar af fyrir um 55 frístundahúsum í dreifbýlinu og 50 fyrir nýjum íbúðum, að- allega á Hellu. Fyrir atvinnuhúsnæði af ýmsu tagi, nýbyggingar og viðbyggingar voru leyfin 36 að tölu, þar af 13 veiðihús og 7 hús til iðnaðarnota. Restin er bíla- geymslur, gestahús og viðbyggingar og breytingar á frístunda- og íbúðarhúsnæði. Þetta er ótrúleg framkvæmdagleði sem byrjaði fyrir nokkrum árum með við- gerðum og uppbyggingu eftir Suðurlands- skjálftana og virðist ekkert lát á nema síður sé. Uppbygging frístundahúsa er líka á miklu skriði, aukning hátt í 20% á 2 árum en þau verða líklega um 340 talsins nú í árs- lok í sveitarfélaginu. Úr bæjarlífinu HELLA EFTIR ÓLA MÁ ARONSSON FRÉTTARITARA Gunnarsstofnun stendur fyrir árlegri Grýlugleði á Skriðuklaustri sunnudaginn4. desember nk. Blönduð dagskrá um Grýlu og hyski hennar hefst kl. 14 ogmun trúbadorinn Svavar Knútur, spila og syngja Grýlulög auk þess sem sagt verður frá Grýlu, Leppalúða og allri þeirra fjölskyldu. Ekki er ólíklegt að þau hjóna- kornin komi við enda skammt til Skriðuklausturs frá heimili þeirra í Brandsöxlinni og lítið orðið af óþekktarormum í Fljótsdalnum til að taka í poka. Brátt upphefst Grýlugleði Þórarinn Eldjárn lasævisögu EinarsKárasonar um Jón Ólafsson og orti: Höfundur á eftir hetjunni að skrá og herma það sannleikans vinum. En í Jónsbók þá má vart á milli sjá hvor meira lýgur að hinum. Nóg var að skrifa nafn- ið sitt til að fá 50 af 100 í samræmdu stúdentsprófi. Davíð Hjálmar Haralds- son yrkir: Menntun tekur mikið á. Marga gleður því sú frétt að stúdentsefni fimm nú fá fyrir að skrifa nafn sitt rétt. Stefán Vilhjálmsson út- skrifaðist árið 1968 og yrkir: Verðbólguna ver ei neinn, vill hún löngum hafa sitt: fyrrum bara fékk ég einn fyrir að skrifa nafnið mitt. Af verðbólgu pebl@mbl.is Sólheimar | Íbúar á Sólheimum í Gríms- nesi fögnuðu fyrsta sunnudegi í aðventu með því að ganga í aðventugarð og leggja ljós sitt í þann garð. Þetta er sú hefð sem er elst í þeirra samfélagi, 75 ára samfelld hefð. Þessi hefð er einnig haldin með svip- uðum hætti í mörgum systrasamfélögum þeirra, víða um heim. Aðventuhátíðin hefur verið haldin í íþróttaleikhúsi Sólheima sl. tuttugu ár en í ár var hátíðin í fyrsta sinn haldin í Sól- heimakirkju. Ester Ólafsdóttir organisti sá um undir- leik á orgel og flygil ásamt Elísu Elías- ardóttur á fiðlu og Esra Elíasarsyni á selló. Þóra Marteinsdóttir, Guðmundur Karl Friðjónsson og Lárus Sigurðsson leiddu sönginn við athöfnina. 75 ára sam- felld hefð á Sólheimum Jólin koma Helga Dómhildur íbúi á Só- heimum tendrar ljós í aðventugarðinum. Árbær | Jólasýning verður í Árbæjarsafni sunnudaginn 4. og 11. desember kl. 13–17. Í Árbænum sitja fullorðnir og börn og skera út laufabrauð en uppi á baðstofulofti verður spunnið, prjónað, saumaðir roðskór og jólatré vafið lyngi. Í Kornhúsinu fá börn og fullorðnir að föndra, búa til músastiga, jólapoka og sýnt hvernig fólk bjó til tólgarkerti og kónga- kerti. Í Hábæ verður gestum boðið að bragða á nýsoðnu hangikjöti og í stofunni er sýndur útskurður. Í Efstabæ er skatan komin í pottinn og jólahald heldra fólks við upphaf síðustu aldar er sýnt í Suðurgötu 7 og þar er einnig gullsmiður að störfum. Í Lækjargötu 4 verður sögustund fyrir börn og hefst lesturinn kl. 14 og í Listmuna- horninu verður sýnt þjóðlegt handverk og Krambúðin verður með ýmsan jólavarning til sölu. Dillonshús býður upp á veitingar og kl. 14 verður messa í safnkirkjunni, séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson messar. Jóla- trésskemmtun verður kl. 15. Skorið laufa- brauð og útbú- in tólgarkerti ♦♦♦ Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Aukasýning lau. 10/12 Uppselt í kvöld!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.