Morgunblaðið - 03.12.2005, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Selfoss | Sunnlenskir sveitarstjórn-
armenn vilja að ný vinnubrögð verði
tekin upp í samgöngumálum. Telja
þeir eðlilegt að horft verði til lands-
ins í heild og fjármunum beint í þær
framkvæmdir sem eru brýnastar
hverju sinni. Forgangsraða þurfi
framkvæmdum með tilliti til umferð-
ar og öryggissjónarmiða. Þetta kom
meðal annars fram á aðalfundi Sam-
taka sunnlenskra sveitarfélaga sem
haldinn var á Kirkjubæjarklaustri
25. og 26. nóvember.
Í ályktun fundarins um samgöngu-
mál er bent á nauðsyn þess að endur-
skoða eða afnema flokkun vega í
stofnvegi, tengivegi, safnvegi og
landsvegi því umferðarálag hafi auk-
ist mikið og sé oft meira á öðrum
vegum en stofnvegum en framlög til
þeirra séu takmörkuð vegna skil-
greiningarinnar. Bent er á að tengi-
vegir séu um 1000 km að lengd á
Suðurlandi en aðeins 300 km séu með
bundnu slitlagi og nauðsynlegt sé að
gera átak í uppbyggingu þeirra.
Heildarvegakerfi á Suðurlandi er um
3000 km og nærri lætur að 25% allra
vega á landinu séu á Suðurlandi.
Áhersla Sunnlendinga á vegamál
skýrist mjög í ljósi þessa.
Breikkun og lýsing
á Suðurlandsvegi
Aðalafundurinn lagði áherslu á úr-
bætur á leiðinni milli Reykjavíkur og
Selfoss á næstu 3–4 árum með gerð
þriggja akreina vegar með miðju-
vegriði og lýsingu. Framkvæmdir
miðist við að hægt verði að bæta
fjórðu akreininni við. Fundurinn tel-
ur að vegna mikils álags sé þörf á
fjórum akreinum af öryggisástæðum
á hluta vegarins. Þá telur fundurinn
mjög brýnt að byggð verði ný brú á
Ölfusá ofan við Selfoss á næstu 12 ár-
um. Fundurinn tók fyrir samgöngur
til Vestmannaeyja og lögð er áhersla
á að gera úrbætur í þeim nú þegar,
sérstaklega þurfi að styrkja flug-
samgöngur. Þá var bent á nauðsyn
þess að rannsaka möguleika og hag-
kvæmni jarðganga til Eyja og á
ferjuhöfn í Bakkafjöru. Önnur helstu
verkefni í samgöngumálum sem
fundurinn benti á voru brú yfir Hvítá
og Bræðratunguvegur, Gjábakka-
vegur, Suðurstrandarvegur, jarð-
göng í gegnum Reynisfjall, Hálend-
isvegir og ferðamannaleiðir,
Kjalvegur, stórskipahöfn í Þorláks-
höfn og fjarskiptamál og nauðsyn
þess að byggja upp öruggt far-
símakerfi.
Áhugi fyrir stóriðju
Vaxandi áhugi er fyrir stóriðj-
umöguleikum á Suðurlandi og vildi
aðalfundurinn útvíkka starfssvið
stóriðjunefndar á vegum SASS og
hún hafi það hlutverk að vekja at-
hygli fjárfesta á Suðurlandi sem
vænlegum kosti fyrir hvers konar at-
vinnustarfsemi. Er og hvatt til þess
að haldin verði ráðstefna um orku-
frekan iðnað og möguleika Suður-
lands á þeim vettvangi.
Fundurinn fagnaði vaxtarsamn-
ingi fyrir Suðurland en saknar þess
sérstaklega að ekki sé kveðið á um
styrkingu landshlutakjarna á Suður-
landi og telur fundurinn mikilvægt
að jaðasvæði Suðurlands verði
styrkt. Þá er bent á mikilvægi há-
skólanáms og rannsókna fyrir at-
vinnulífið á Suðurlandi.
Treysta þarf háskólanám
Aðalfundurinn vill treysta há-
skólanám enn frekar í sessi á Suður-
landi og vill veita fé frá Atvinnuþró-
unarsjóði Suðurlands í því efni til að
treysta undirstöður háskólanáms og
er skorað á ríkið að koma mynd-
arlega á móti sveitarfélögunum í
þessu efni enda málaflokkurinn á
hendi ríkisins. Aðalfundurinn krefst
þess að fjárframlög til símennt-
unarmiðstöðva verði sambærileg
hvar sem er á landinu. Ljóst þykir að
sú aukning sem er á háskólanámi í sí-
menntunarmiðstöðvum án þess að
tekjur komi á móti muni hindra þær í
að sinna því hlutverki sem þeim var
ætlað á sviði símenntunar.
Á fundinum var fest í sessi kostn-
aðarskipting varðandi rekstur sér-
deildar Gaulverjabæjarskóla. Ríkið
greiðir 40%, sveitarfélög sem njóta
þjónustunnar greiða 55% og jöfn
hlutdeild allra sveitarfélaganna verði
5%. Tillaga um þetta var samþykkt
með 22 atkvæðum gegn 17.
Sveitarstjórnarmenn vara við því
að kostnaður sveitarfélaga muni
aukast vegna fyrirhugaðrar stytt-
ingar náms til stúdentsprófs. Lýst er
vonbrigðum með að þetta sé ákveðið
án nægjanlegs samráðs við sveit-
arfélögin í landinu.
Á sviði menningarmála eru fyr-
irliggjandi drög að samstarfssamn-
ingi ríkis og sveitarfélaga fyrir Suð-
urland og samþykkti fundurinn að
skora á menntamálaráðherra að
beita sér fyriri því að gengið verði til
samninga á grundvelli þessara
draga.
Starfshópur um heilbrigðismál
Á fundinum var skipaður velferð-
armálahópur 3–5 sveitarstjórn-
armanna af Suðurlandi. Verkefni
hans á að vera að styðja við heil-
brigðisstofnanir á starfssvæði SASS
og fylgja eftir þeirra stefnumörkun.
Hópurinn á einnig að kanna mögu-
leika þess að sveitarfélögin taki við
rekstri heilbrigðis- og öldrunarstofn-
ana í fjórðungnum og horfi jafnframt
til málefna fatlaðra. Starfshópnum er
ætlað að taka upp viðræður við yf-
irvöld heilbrigðis- og félagsmála í
þessu skyni. Einnig verði skoðaðir
möguleikar á aukinni samvinnu Heil-
brigðisstofnunarinnar í Vest-
mannaeyjum og Heilbrigðisstofn-
Áhersla er lögð á samgöngu-, mennta- og heilbrigðismál í ályktunum aðalfundar Sambands sunnlenskra
Vilja ný vinnu-
brögð í sam-
göngumálum
Fundað Sveitarstjórnarmenn af Suðurlandi fjölmenntu á aðalfund SASS sem haldinn var á Kirkjubæjarklaustri.
Eftir Sigurð Jónsson
Grímsnes | Nýr skóli, Ljósaborg,
ásamt sambyggðu stjórnsýsluhúsi
var formlega tekinn í notkun í gær.
Framkvæmdir eru hafnar við bygg-
ingu íþróttahúss og sundlaugar á
staðnum og verið er að úthluta lóðum
fyrir tæplega 30 íbúðir.
Grímsnes- og Grafningshreppur
hætti skólahaldi í Ljósafossskóla síð-
astliðið vor og hefur skólahúsið nú
verið selt. Jafnframt var ákveðið að
breyta fyrirkomulagi skólahalds og
tekin upp nánari samvinna við ná-
grannasveitarfélagið Bláskógabyggð
um það. Nemendur úr þremur efstu
árgöngum grunnskóla sækja nú nám
í Reykholtsskóla í Biskupstungum
enda segir Gunnar Þorgeirsson, odd-
viti Grímsnes- og Grafningshrepps,
að þau eigi þar meira val en ef þeim
væri kennt heima fyrir.
Fasteign hf. á húsnæðið
Byggt var nýtt skólahúsnæði á
Borg fyrir fyrsta til sjöunda bekk en
35 börn eru á þeim aldri í sveitarfé-
laginu. Samið var við Eignarhalds-
félagið Fasteign um að byggja og
reka húsnæðið, ásamt stjórnsýslu-
húsi, og leigja til sveitarfélagsins.
Framkvæmdir hófust fyrir nákvæm-
lega ári. Skólastarf hófst á tilsettum
tíma í haust og nú hefur skrifstofu-
húsnæðið einnig verið afhent sveitar-
félaginu. Félagsheimilið Borg er
einnig nýtt, þar er rekið mötuneyti
skólans.
Skólinn hefur hlotið nafni Ljósa-
borg. Við athöfnina í gær var sagt frá
byggingarframkvæmdum og fulltrú-
ar Fasteignar afhentu fulltrúum
sveitarfélagsins og skólans bygging-
arnar. Þegar börnin úr skólanum
kveiktu á ljósum jólatrésins við Borg
og sungu jólalög var það til marks
um að skóli og stjórnsýsluhús væru
formlega tekin í notkun.
„Þetta er mjög fín aðstaða,“ sagði
Gunnar. Hann segir að foreldrar
barnanna hafi komið að undirbúningi
hönnunar húsnæðisins. Nefnir hann
að hugsað sé fyrir því að félög í sveit-
arfélaginu geti notað handa-
vinnustofur án þess að fara um ann-
að skólahúsnæði.
Gunnar segir að mjög þröngt hafi
verið um starfsfólk hreppsins sem
hafði vinnuaðstöðu í félagsheimilinu
Borg. Nú hafi verið útbúin góð að-
staða fyrir rekstur sveitarfélagsins
miðað við núverandi umsvif þess.
Kostnaður við byggingu mann-
virkjanna er áætlaður rúmar 150
milljónir kr. og hreppurinn greiðir
Fasteign hf. um eina milljón á mán-
uði í leigu fyrir húsnæðið. Leigu-
samningurinn er til langs tíma en
Gunnar segir að sveitarfélagið hafi
kauprétt á fimm ára fresti og sé horft
til þess að nýta hann. Segir hann að
hreppurinn hafi ekki tæknideild og
með því að semja við sérhæft fyr-
irtæki á þessu sviði hafi sveitar-
stjórnin getað haldið sveitarstjór-
anum í sínum hefðbundnu verkum en
ekki þurft að fórna honum í að
stjórna þessari miklu framkvæmd.
Styður hvað annað
Samið hefur verið við Fasteign um
að byggja sundlaug og íþróttahús á
Borg. Framkvæmdir eru hafnar og
segir Gunnar að sundlaugin verði af-
hent næsta sumar og íþróttahúsið
næsta haust.
Þessi mikla uppbygging á Borg
hefur orðið til þess að eftirspurn eftir
lóðum hefur vaxið. Skipulagt var
nýtt byggingasvæði og auglýstar lóð-
ir fyrir tæplega þrjátíu íbúðir. Gunn-
ar segir að þær séu flestar fráteknar
og framkvæmdir hafnar við fyrstu
íbúðirnar. „Þetta styrkir hvað annað.
Um leið og ákveðið var að flytja skól-
ann á Borg gjörbreyttist afstaða
fólks til að byggja hér. Fólk vill
greinilega hafa stutt í alla þjónustu,
þótt það búi í dreifbýli,“ segir Gunn-
ar.
Ljósafossskóli hefur verið seldur
Auðsölum ehf. ásamt þremur íbúðar-
húsum og íþróttahúsi. Gunnar segir
að söluverðið sé um 90 milljónir kr.
en eftir sé að ganga frá uppgjöri við
ríkið sem eigi hlut í þessum eignum.
Sömu aðilar hafa áður keypt Ljósa-
fosslaug af hreppnum. Hyggja þeir
að nýjum rekstri í þessum hús-
eignum, að sögn Gunnars.
Grunnskólinn Ljósaborg og stjórnsýsluhús í notkun á Borg og íþróttahús og sundlaug í byggingu
Lóðum undir 30 íbúðir úthlutað
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Nýr skóli Fjöldi gesta var viðstaddur þegar Ljósaborg, hinn nýi skóli Grímsnes- og Grafningshrepps var tekinn í
notkun í gær, ásamt stjórnsýsluhúsi. Nemendur tóku lagið fyrir gesti. Við sama tækifæri var kveikt á útijólatré.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
LANDIÐ