Morgunblaðið - 03.12.2005, Page 34

Morgunblaðið - 03.12.2005, Page 34
daglegtlíf ídesember FRÖNSK SVEITASÆLA LEIGIR ÚT HÚS Í RIBERAC JÓLAFÖTIN HENNAR ÁSTU „VIÐ höldum í fyrsta sinn jól heima hjá okkur núna og erum því að skapa nýjar jólahefðir í tengslum við það,“ segir Hafdís Hrund Gísladóttir iðnhönnuður sem bjó til einstakan aðventukrans úr járni, sem verður partur af þeirra jólum hér eftir. „Ég sauð þetta saman í Iðnskólanum þar sem ég er í nokkrum kúrsum á málmiðnaðarbraut til að safna í sarpinn eins og iðnhönnuði sæmir. Karfan er hugsuð þannig að ég fylli hana af allskonar jólaskrauti og get alltaf sett nýtt skraut á hverjum jólum, svo kransinn end- urnýjast á vissan hátt.“ Hafdís og maður hennar Pétur Björnsson halda þessi fyrstu jól heima hjá sér með sex ára syni sínum Úlfi, en ætla auk þess að bjóða mömmu Hafdísar og hennar sambýlismanni að vera með sér á aðfangadagskvöld. „En okkur finnst jólin eiginlega ekki byrja fyrr en á árlegum jóla- tónleikum Karlakórs Reykjavíkur í Hallgrímskirkju, en Pétur er með- limur í kórnum. Þetta er alltaf svo hátíðleg stund og eiginlega má segja að Pétur syngi inn jólin fyrir okkur ásamt félögum sínum í kórnum.“ Morgunblaðið/Sverrir Hafdís Hrund Gísladóttir iðnhönnuður kveikir á aðventukransinum sem hún bjó til úr járni. Krans úr járni mark- ar ný jól  JÓLAHEFÐIR Á JÓLUM í gamla daga var ým- islegt öðruvísi en nú er á öndverðri tuttugustu og fyrstu öldinni. Þá voru aðstæður fólks allt aðrar, pen- ingaráð minni og híbýlin fátæk- legri. Eitt af því sem boðaði komu jólanna var ilmur af nýbökuðum kökum og öðru góðgæti. Randalín og kleinur sáust til dæmis þá á borðum, ólíkt því sem gerðist hversdags. Úr Dillonshúsi í Árbæj- arsafni bárust uppskriftir af þessu sígilda gómsæti, en þar verður á morgun hin árlega jólasýning safnsins, þar sem gestir og gang- andi geta rölt á milli húsanna og fylgst með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Gestir fá líka að taka þátt, skera út laufabrauð og föndra. Sýnt verður hvernig fólk bjó til tólgarkerti og kóngakerti í gamla daga. Hangi- kjötið verður komið í pottinn og gestum boðið að bragða á nýsoðnu keti og sögustund verður fyrir börnin. Dillonshús býður upp á ljúffengar veitingar, heitt súkku- laði og jólalegt meðlæti. Messa verður í safnkirkjunni og hin ómissandi jólatrésskemmtun verð- ur á sínum stað með gömlu góðu jólasveinunum. Randalín 1 b. smjör 1 b. sykur 2 egg, þeytt 1 tsk. vanilla ¼ b. mjólk 1 ½ tsk. lyftiduft 4 b. hveiti Fylling 1 kg sveskjur 1 bolli sykur 1 tsk. vanilla ½ tsk. möluð kardimommufræ ½ bolli sveskjusafi Smjör og sykur hrært saman. Eggjum og vanillu bætt við, síðan mjólk, hveiti og lyftidufti. Skipt í 4 jafna hluta og hver flattur út á ofn- plötu. Bakað við 130 gráður þar til þær hafa náð fallegum lit. Fylling: Sjóðið sveskjur í vatni þar til þær eru mjúkar. Hreinsið burt steinana og maukið. Bætið við sykri, kardimommum og sveskju- safa og sjóðið. Smyrjið milli laga. Kleinur 1 kg hveiti 250 g smjörlíki 6 tsk. lyftiduft 2 egg ½ l súrmjólk 1 tsk. kardimommur Hrærið og hnoðið saman í sam- fellt deig. Breiðið út og skerið í af- langa tígla með kleinujárni. Skerið rifu í miðju hvers tíguls, takið upp og stingið öðrum endanum í gegn- um rifuna svo komi snúður á klein- una. Steikið í heitri feiti.  RANDALÍN Gamla góða bakkelsið í Árbæjarsafni Morgunblaðið/Þorkell Ungir sem aldnir skera út laufabrauð á Árbæjarsafni. Hátíðin í Árbæjarsafni hefst kl. 13 og lýkur kl. 17. JÓLASTJÖRNUR geta verið of- næmisvaldar og valdið ofnæm- isviðbrögðum og óþægindum. „Jólastjarnan er eitruð,“ segir Guð- rún Helgadóttir garðyrkjutæknir hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. „Hún inniheldur eitruð efni án þess að vera baneitruð og þau geta vald- ið ofnæmi. Það er oft talað um að vera ekki með jólastjörnur nálægt börnum, sérstaklega ekki þar sem lítil börn eru þannig að þau nái ekki til að narta í hana og verða fyrir óþægindum.“ Jólastjarna inniheldur mjólk- ursafa og það er mjólkursafinn í stönglinum, sem er eitraður. Guð- rún segist ekki vita til að börn narti mikið í blóm en samt sem áður sé gott að hafa varann á og vera ekki með þær nálægt börnum. „Ég hef líka heyrt af stórum vinnustöðum, sérstaklega bönkum, þar sem um- ferð fólks er mikil að það er hætt að skreyta með jólastjörnum af tillits- semi við viðskiptavinina sem hugs- anlega eru með ofnæmi,“ segir hún. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólastjörnur geta valdið ofnæmi  AÐVENTA DÁLEIÐSLA getur linað þrautir þeirra sem þjást af óþægindum í maga og þörmum, að því er ný sænsk rannsókn bendir til. Í Göte- borgs Posten kemur fram að rann- sókn á 150 sjúklingum við Sahl- grenska sjúkrahúsið í Gautaborg sýndi að dáleiðsla hafði jákvæð áhrif á a.m.k. tvo þriðju sjúkling- anna. Nýja rannsóknin fór þannig fram að sjúklingarnir voru dáleidd- ir einu sinni í viku í tólf vikur. Jafn- vel stendur til að opna sérstaka dá- leiðslumóttöku á Sahlgrenska og að dáleiðsla verði sjálfsagður hluti meðferðar magasjúklinga. Hægða- tregða, niðurgangur, verkir eða óþægindi í maga og svefntruflanir geta verið einkenni ristilsjúkdóms sem kallaður er IBS. Margir þjást af honum í einhverri mynd, að því er fram kemur í GP. Fyrri rann- sóknir hafa gefið til kynna að sál- ræn meðferð geti gagnast mörgum sem þjást af þessum óþægindum í meltingarfærum.  HEILSA Dáleiðsla við maga- pínunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.