Morgunblaðið - 03.12.2005, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 03.12.2005, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 37 Ég fékk hugmyndina aðLúlla eftir að hafafylgst með krökkunummínum liggja í allavega stellingum hvort sem var við sjón- varpið eða tölvu,“ segir Elínborg Jónsdóttir sem hefur hannað púða sem hugsaður var í byrjun fyrir unglinga að hnoðast á, t.d. þegar legið var uppi í rúmi og horft á sjónvarpið. „Þau kannski lágu uppi í rúmi og voru einhvern veginn búin að hnoða undir sig sængina eða með höfuðið upp að veggnum og sátu svo eiginlega eins og bananar. Ég fór að reyna að hugsa upp eitthvað sem gæti notast þeim við þessa iðju. Eftir nokkrar pælingar varð Lúlli svo til.“ Upphaflega hugsunin var að púðinn gæfi stuðning við bakið og krakkarnir gætu lagt púðann upp að vegg og hann verið nokkurs konar höfðagafl. Hugmyndin hef- ur undið upp á sig og nú er Lúlli notaður til ýmissa hluta, jafnvel til að styðja við bakið á konum á meðan þær gefa brjóst. „Þetta var eiginlega bara svona slysa- hönnun,“ segir Elínborg. „Þetta reyndist koma vel út t.d. fyrir konur sem eru með börn á brjósti.“ Lúlli er ekkert endilega bara púði. Fyrir litla krakka, 2–5 ára, getur komið vel út að sitja í hon- um eins og litlum lúxussófa. Það er ekki ónýtt fyrir ungviðið að sitja í mýktinni og hlusta t.d. á góða sögu. Í raun er hægt að segja að notkunin á Lúlla sé bara bundin við ímyndunaraflið. Lúlli er búinn til úr frauðkúlum sem laga sig að líkamanum. Utan um hann er ver og þar utan yfir áklæði sem búið er til úr slit- sterku efni og hægt er að taka það utan af og þvo. Elínborg er lærður bólstrari og er með verkstæði í bílskúrnum heima. 11 ára gamall sonur henn- ar, Hlynur Snær, stakk upp á nafninu Lúlli á framleiðsluna og það var vel viðeigandi.  IÐNHÖNNUN | Púðar til að hnoðast á Gott að lúlla á Lúlla Morgunblaðið/ÞÖK Hlynur Snær Hilmarsson nefndi púðann Lúlla. sia@mbl.is DAGLEGT LÍF Fáðu úrslitin send í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.