Morgunblaðið - 03.12.2005, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 03.12.2005, Qupperneq 38
Íslendingum stendur nú til boðaað leigja sér stórt hús á fjórumhæðum í vinalegu og sveita-legu umhverfi í franska bæn- um Riberac þar sem nóg er af afþrey- ingu. Eigandi hússins er Jóna Sparey, sem festi kaup á húsinu fyrir um tveimur árum og hefur síðan búið þetta fjölskylduhús, eins og hún kýs að kalla það, allt mjög heimilislegt með íslensku handverki enda er Jóna sjálf mikil hannyrðakona og hefur m.a. ferðast um og kennt íslenskan krosssaum víða um heim. Jóna hefur aldrei búið á Íslandi, en móðir hennar, Svava Zöega, var ís- lensk og faðirinn, Eric Greenfield, enskur. Hún er hinsvegar mikill Ís- lendingur í sér og hefur miklar og sterkar taugar til landsins enda var hún á æskuárunum send á hverju sumri með íslenskum togurum, sem voru að selja fisk í Bretlandi, til Ís- lands þar sem hún dvaldi hjá móð- urömmu sinni, Hönnu Zöega. Bóndakarlar áhugaverðir Ferðir Jónu til Íslands hafa auk þess verið tíðar á fullorðinsárum því fyrir tuttugu árum stofnaði hún eigin ferðaskrifstofu í þeim tilgangi að kynna Bretum Ísland. Hún hefur komið með fjölmarga ferðahópa til landsins, keyrt um landið í rútum, sagt sögur af landi og þjóð og tekið lagið á ferðalögunum. „Ég er ást- fangin af Íslandi og smita svo sann- arlega út frá mér enda fer fólk með mér aftur og aftur til Íslands. Fólk byrjar að skjóta rótum hér þegar það hefur einu sinni komið. Ég fer svo alltaf með mína ferðamenn upp í Skorradal þar sem mér áskotnaðist skógræktarland í landi Efri-Hreppa fyrir nokkrum árum og leyfi þeim að gróðursetja þar tré til að sýna land- inu ást og umhyggju. Nú eru trén í Jónulundi orðin 350 talsins og fer fjölgandi. Ég áforma svo að gefa út bók með nöfnum þeirra, sem gróð- ursett hafa þarna tré, og verður ágóð- anum varið til styrktar skógrækt í landinu.“ Jóna segist hafa sérstakt dálæti á íslenskum bóndakörlum, eins og hún kallar þá. „Ef ég fyndi mér góðan ís- lenskan bóndakarl er aldrei að vita nema ég settist að á Íslandi. Ég vil endilega komast í samband við góðan íslenskan bónda og lofa því að svara öllum bréfum frá bóndakörlum, sem mér berast,“ segir Jóna og hlær dátt í Íslandsheimsókn fyrir skömmu sem hún nýtti m.a. í Þórsmerkurferð áður en haldið var af stað til Frakklands á ný. Jóna er fædd og uppalin í Lund- únum og bjó í Somerset á suðvestur- Englandi í tíu ár áður en hún fluttist til Frakklands fyrir tveimur árum. „Ég sá þetta hús auglýst, heillaðist af umhverfinu og var ekki lengi að ganga frá kaupsamningum,“ segir Jóna. Bærinn Riberac er í fallegum landbúnaðardal sunnarlega í Frakk- landi og eru íbúar þar um sex þúsund talsins. Fjórtán í gistingu Andrúmsloftið er einkar vinalegt og er húsið í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá helstu nauðsyn- legum viðkomustöðum. Vatn með baðströnd, piknik-aðstöðu og barna- leiktækjum er steinsnar frá. Hægt er að komast á hestbak, í tennis, stunda siglingar og kajakróður á ánni Dronne, sem rennur í gegnum bæinn. Stolt bæjarbúa er rómversk kirkja í bænum og mikil markaðsstemmning skapast vikulega á föstudögum. Svo má ekki gleyma smökkunarferðum á hina fjölmörgu vínbúgarða sem eru þarna allt í kring. Tólf veitingastaðir eru í næsta nágrenni og upplagt er að kaupa ný egg af nágranna Jónu, hænsnabóndanum Mad Max, eins og hún kallar hann. Húsið hennar Jónu rúmar fjórtán gesti í einu og því fylgir risastór garð- ur með risastórri verönd auk rúm- góðs og vel búins eldhúss og borð- stofu. Sjö svefnherbergi eru í húsinu auk þriggja baðherbergja og sex kló- setta. Og frá og með marsmánuði munu gestir hafa aðgang að sundlaug í garðinum. Hentar fjölskyldum vel Að sögn Jónu er best að koma frá apríl og fram í október og gerir hún tilboð í hópa miðað við þá þjónustu, sem menn þurfa. „Húsið hentar til dæmis einkar vel fyrir tvær til þrjár fjölskyldur, sem taka sig saman um að dvelja í húsinu saman í ákveðinn tíma, en reikna má með því að verðið sé 150–200 pund á mann í viku. Allt er þá innifalið nema þjónusta, en hægt er að fá eldabusku til að elda og hreingerningafólk til að gera hreint.“  FERÐALÖG | FRAKKLAND | Jóna Sparey er af íslenskum ættum og leigir út 14 manna hús í franska bænum Riberac Við húsið er risastór verönd þar sem gestir geta setið í rólegheitum. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is TENGLAR ..................................................... jonasparey@jona-tours.com Morgunblaðið/RAX Séð úr garðinum hennar Jónu yfir í næstu hús. Hægt er að baða sig í vatni skammt hjá með lítilli sandströnd. Benda má áhugasömum á að besta leiðin til að koma sér til Riberac er að fljúga frá Keflavík til London Stansted og taka svo framhaldsflug með Ryanair til Bergerac í Frakklandi, en þaðan er rúmlega klukkutíma akstur í fal- legu umhverfi til Jónu. Bílaleiga er á Bergarac-flugvelli. 38 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Ferðafrömuðurinn Jóna Sparey býður Íslendingum upp á stórt fjölskylduhús á fjórum hæðum í Riberac í Frakklandi. ÞAÐ getur reynst þrautin þyngri að finna hagstæðustu gistinguna. Margar leitarvélar eru til á netinu og getur munað allt að helmingi á verði ef miðað er við dýrasta og ódýrasta kost. Það er því til mikils að vinna að leggja það á sig að leita eftir hagstæðasta kostinum. Á vefútgáfu Aftenposten er að finna hagnýtar upplýsingar um bók- unarvefi. Gerð var könnun á veg- um vefjarins á því hvar hagstæðast var að bóka gistingu í Barcelona. Í samanburðinum voru athug- aðir vefir sem annars vegar buðu upp á að bóka almennt hvar sem er í heiminum og hins vegar í gegn- um hótelkeðjur. Leitað var eftir hótelherbergi miðað við ákveðna dagsetningu fyrir tvo í Barcelona. Fyrst var kannað verð miðað við lágmarks- kröfur. Síðan var kannað hversu notendavænir vefirnir væru og loks hversu aðgengilegir þeir væru. Efst í töflunni er að finna bók- unarvefinn sem kom best út og svo koll af kolli.  NETIÐ | Léttum okkur leitina Er erfitt að finna ódýrustu gistinguna?  Venere: Mjög skýr og not- endavænn. Auðvelt að staðfesta. Hægt að greiða með afborgunum. www.venere.com.  HotelGlobal: Góðar upplýsingar um hótelin. hotelglobal.no.  Expedia: Mjög góðar upplýs- ingar og leiðbeiningar. www.ex- pedia.com.  HotelGuide: Góð leitarvél sem leitar líka í öðrum vefjum. Einföld og þægileg. www.hotelguide.com.  HotelClub: Einföld og þægileg bókun. Hægt að greiða með af- borgunum. www.hotelclub.net.  Reisefeber: Sýnir hótel ásamt verði á korti. Mjög auðveld bók- unarleið en er svolítið sein. www.reisefeber.no.  Hotels.com: Einfalt að bóka. Dálítið óskýrt hvort gjöld eru inni- falin og hvert endanlegt verð verður. Verðtrygging. www.hotels- .com. DAGLEGT LÍF Vill kynnast ís- lenskum bónda 13.900 Vika á Florida Ford Escort eða sambærilegur kr. - ótakmarkaður akstur, flugvallargjald, tryggingar, einn auka bílstjóri, einn tankur af bensíni og skattar. * Verð er hærra 15. - 31. des. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 00 09 10 /2 00 5 * Sími: 50 50 600 www.hertz.is Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.