Morgunblaðið - 03.12.2005, Síða 40

Morgunblaðið - 03.12.2005, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Gísli Thoroddsen fór tilIstanbúl ásamt eig-inkonu sinni, BryndísiHannah, fyrr í haust. Þau fóru í ferðina með fleiri vin- um, 10 manna hópur í allt. Hann segir að ef hann hefði vitað fyr- irfram hvernig myndi rætast úr ferðinni hefði hann, jú, líklega samt farið, hann myndi samt aldr- ei fara aftur og það var engin dýrðarsaga sem hann hafði að segja. „Á hverju horni biðu menn eftir að snuða mann,“ sagði Gísli. „Það setur óneitanlega blett á svona ferð sem auðvitað er lagt upp með að sé skemmtiferð. Maður var snuðaður á veitingastöðum, í leigubílum, á götumatsölustöðum, já, bara alls staðar. Sem dæmi var svona sölubás fyrir utan hótelið þar sem hægt var að kaupa nokk- urs konar kebab og ég fór þangað einn daginn. Þá borgaði ég 18 lír- ur. Daginn eftir fór ég aftur og þá kostaði mjög svipaður skammtur 6 lírur!“ Hann segir þó að auðvitað sé það upplifun að koma til staðar eins og Istanbúl. Þetta sé svo allt öðruvísi en allt sem við eigum að venjast. „Borgin er skítug og leiðinleg. Maturinn er ekkert sérstakur, eig- inlega hvorki góður né vondur. Ég vissi af fólki í öðrum hópum sem fékk matareitrun og ég veit ekki hvað og hvað. Veðrið var leið- inlegt, rigning og slydda allan tím- ann, samt ekkert kalt en ekkert hlýtt heldur.“ Ólíkt þjóðfélag Gísli var spurður út í hvort þau hefðu skoðað einhverja markverða staði. „Já, við sáum Sofíu-kirkjuna til að mynda, sem var nú byggð áður en Ísland fannst, Bláu mosk- una og þar rétt hjá er neðanjarð- arvatnsgeymsla sem við skoðuðum og það var auðvitað virkilega skemmtilegt að sjá þetta. Við vor- um með meiriháttar fararstjóra í skoðunarferðunum, Þóra heitir hún og er búsett í Aþenu. Við fórum líka á markað þarna, sem heitir Grand Bazaar og er í hjarta gömlu borgarinnar. Þar eru um 4.000 verslanir undir einu þaki.“ Gísli bendir á að vegna þess hversu ólíkt tyrkneskt þjóðfélag sé okkar megi kannski alveg eins gera ráð fyrir því að vera rændur og að fólk verði að búa sig undir að vera snuðað á öllum stöðum áður en lagt er í ferðina. „Það er eins og mönnum sé það bara heil- agt þarna að ræna villu- trúarmenn eins og þeim finnst við vera.“ Gísli og Bryndís lentu einmitt í því að farið var í hliðartösku Bryndísar og stolið þaðan seðla- veski. Vinur hans var líka rænd- ur. „Þetta voru auðvitað ekkert  FERÐALÖG | HVAÐAN ERTU AÐ KOMA? | Ferðalag til Istanbúl fór ekki alveg eins og til var ætlast Passa vasana! Ljósmynd/Bryndís Hannah Hópurinn er hér staddur fyrir utan Top Kapi sem er höll soldánanna. Gísli er annar frá vinstri. Bláa moskan í Istanbúl. Hópurinn var með afar góðan fararstjóra í skoðunarferðum sínum í Istanbúl. Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is DAGLEGT LÍF ATHOS er áhugaverður staður í norðurhluta Grikklands. Þar er samfélag munka sem hefur haldist nær óbreytt í nokkrar aldir og kon- um er bannaður aðgangur. Á staðn- um búa 1.500 munkar, auk starfs- manna kirkju og klaustra. Í þetta einangraða samfélag karla geta karlkyns ferðalangar fengið að- gang gegn aðgangseyri en gisting í klaustrunum í bænum er án endur- gjalds. Alltaf eru einhverjir á ferð í pílagrímsför á milli klaustra. Stað- urinn er afar fallegur, eins og greint er frá í grein í Berlingske Tidende nýlega, en í Athos er m.a. 2.000 m hátt fjall, hið heilaga Athosfjall. Í grein Berlingske er nefndur há- punktur ferðarinnar til Athos, þ.e. heimsókn í Simonos Petra, klaustur sem stendur í fjallshlíðinni og snýr að sjónum. Klaustrið er eins og króna á 100 m háum klaust- ursveggjum. Klaustrið er ný- uppgert en það er þúsund ára gam- alt. Til Athos er hægt að komast með ferju frá Ouranoupolis sem er í u.þ.b. tveggja klukkustunda rútu- keyrslu frá Thessaloniki. Í Ouran- oupolis er hægt að kaupa miða í ferjuna á Pílagrímaskrifstofunni en þangað fara konur bara í fýluferð. Bara fyrir karl- kyns ferðalanga  GRIKKLAND | Athos www.athos.gr (á grísku) www.inathos.gr (á ensku)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.