Morgunblaðið - 03.12.2005, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 03.12.2005, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Það er full ástæða til aðvekja athygli á því að núá dögunum var opnaðurendurskoðaður vefur Leikminjasafns Íslands, www. leik- minjasafn.is. Á vefnum er að finna mikinn nýjan fróðleik, bæði um starfsemi safnsins, sögu þess og safnkost, en einnig um íslenska leiklistarsögu. Þó að blöð hafi skýrt frá opnun vefsins, fékk hún naumast þá fjölmiðlaathygli, sem hún átti skilið, og því tel ég rétt að gera stuttlega grein fyrir honum hér á þessum vettvangi. Fræðilegt hlutverk Leikminjasafnsins Þegar Leikminjasafnið var stofnað fyrir rúmum tveimur árum var öllum, sem að því stóðu, ljóst að þess biði fjölþætt hlutverk. Vissulega leitast flest söfn við að sinna rannsóknum og miðlun til hliðar við hefðbundna varðveislu og sýningahald, en í þessu tilviki var augljóst að safnið yrði að gera meira; það yrði beinlínis að leggja grunn undir nútímalegar rann- sóknir á íslenskri leiklist í öllum hennar myndum, jafnt í sögu sem samtíð. Þann grunn hefur sem sé hingað til skort að miklu leyti, og er í sjálfu sér tilgangslítið að velta vöngum yfir því hverju sé um að kenna. Aðalatriðið er að með vefn- um nýja og því sem á honum er, hefur nú í fyrsta skipti verið stigið umtalsvert skref til úrbóta í þess- um efnum. Þó að Leikminjasafnið eigi sér ekki langa sögu að baki, á það nú þegar orðið mikinn og fjölbreyttan safnkost sem menn geta fræðst um með því að fara inn á vefinn og í dálkinn Um safnið – Aðföng. En eins og allur annar safnkostur öðl- ast þessi fyrst fulla merkingu ef hann verður settur inn í sögulegt og fræðilegt samhengi. Hann er varðveittur vegna sögulegs gildis síns; vegna þess að hann gerir okk- ur kleift að túlka söguna og setja hana sjálfum okkur og öðrum fyrir sjónir. En um leið gerir hin sögulega þekking okkur að sínu leyti fært að lesa í og nýta safn- kostinn; þar á milli eru tengsl sem hljóta alltaf að vera gagn- virk. Án sögulegs ramma, sögulegs baksviðs verða minj- arnar ekki annað en tilviljanakennt og merkingarlaust sam- safn; án minja – heimilda af öllu tagi, áhugaverðra gripa, s.s. leikmuna, búninga, sviðslíkana, tækniminja o.fl – er viðbúið að sagan endi ann- aðhvort sem þurr upptalning stað- reynda eða þá safnkista af alls kyns goðsögnum sem engin leið sé að skoða á gagnrýninn og skapandi hátt. Á hinum nýja vef Leik- minjasafnsins er meðal margs ann- ars að finna allítarlegt yfirlit yfir íslenska leiklistarsögu frá upphafi sjónleikjahalds í Hólavallarskóla undir lok átjándu aldar allt til okk- ar daga (sjá Sagan-Annáll íslenskr- ar leiklistarsögu). Í þessu yfirliti, sem undirritaður hefur tekið sam- an, er farin sú leið að staðnæmast við ákveðna áfanga og lýsa þeim á gagnorðan hátt, en reyna þó um leið að draga fram stærri línur þró- unarinnar, tengja fyrirbærin sam- an og skýra þau að hluta. Hér er því í raun um meira en hreinan annál að ræða og ekki einungis tekin fyrir ákveðin tímabil eða stofnanir, líkt og í fyrri ritum, heldur leitast við að skoða sviðið í heild, þar með talda þætti eins og söngleikhús (óperur, óperettur), listdans, brúðuleikhús, barnaleik- hús, leiklist í útvarpi og sjónvarpi o.fl. Af eðlilegum ástæðum er sér- stök áhersla lögð á landsbyggð- arleikhúsið, bæði fyrir dag vinnuleikhúss og eins eftir kemst á atvinnustig í Reyk áhugamannale hefur nú einu verið og er að leyti enn einn jarðvegur atvi mennskunnar leikhóparnir e stæðu leikhús og þau vilja gj kalla sig nú, fá kafla, þó að vi séu þetta aðei brotin drög að sögu þeirra. Fleira efni m sem fengur æ þykja að. Sérstakur kafli e greinum um helstu leikhús ingar þjóðarinnar og anna með greinum um merkustu húsmenn frá upphafi til fy tuga tuttugustu aldar. Eru stofni komnar úr leikhúsm sem undirritaður hefur ha um um hríð og vonast til a innan ekki of langs tíma. S ekki síst er allítarlegt yfirl ensku, bæði um leiklistars almennt og starf safnsins. yfirlitsritgerðir hafa auðvi verið samdar, en oftast næ prentuð fagrit og löngu or bært að koma einni slíkri á Öflug skrá um íslenska leiksögu Mesta nýmælið á vefnum leikminjasafn.is er þó tvím öflugur gagnabanki um ísl leiklistarsögu (Gagnabank lenskra leikhúsa og leikhú manna). Þetta er stærsta s sem nokkru sinni hefur ve saman um efnið, og býður fjölþætta leitarkosti. Úr þv aldrei of mikið gert hversu synlegar góðar skrár eru f skoðun og hagnýtingu leik arsögunnar og skiptir þá e hvort um er að ræða viðam Íslensk leiklistarsa Eftir Jón Viðar Jónsson Jón Viðar Jónsson Ísuðurhluta Súdan er desem-ber genginn í garð. Þar ferþó lítið fyrir frosti og snjó.Hitinn verður þvert á móti meiri með hverjum deginum. Regntímabilinu er lokið og þurrka- tímabilið hafið. Margir jesúsuðu sig þegar þeir heyrðu að ég ætlaði til Suður- Súdans. Þeir hristu höfuðið og sögðu ástandið í Darfur vera skelfi- legt. Ég benti á að Súdan væri risa- vaxið land og endurtók að ég væri á leið til Suður-Súdans en ekki Darfur. Darfur væri í Vestur- Súdan. Höfuðin héldu engu að síð- ur áfram að hristast. Nei, þetta var örugglega ekki æskilegt. Hvað þurfti ég alltaf að vera að þvælast þetta? För til Súdan var tæpast ráðleg. Og er þá óðs manns æði að fara til Suður-Súdans í lok árs 2005? Nei, það er það ekki. För þangað er hins vegar áhugaverð í meira lagi og einmitt núna. Nákvæmlega núna. Nýtt ríki í augsýn? Suður-Súdan stendur á tímamót- um. Þar lauk í janúar yfir tuttugu ára borgarastyrjöld á milli rík- isstjórnarinnar í norðri og upp- reisnarmanna í suðri. Svæðið gæti hlotið sjálfstæði. Það gæti orðið að nýju ríki í heiminum að sex árum liðnum. Samkvæmt friðarsamn- ingum á íbúum í suðrinu að gefast kostur á að kjósa um sjálfstæði frá stjórninni í norðri. Íbúarnir gætu upplifað frið í fyrsta skipti í áraraðir. Hjálp- arstarf gæti haldið áfram og orðið enn meira. Land gæti risið úr rúst- um. Alþjóðasamfélagið gæti haldið áfram að veita fé til uppbyggingar og þrýsta á samningsaðila um að standa við loforð sín. Það gæti hins vegar líka misst áhugann á upp- byggingarstarfi. Fólksflutning- arnir sem eiga sér stað og eru þeir viðamestu í heiminum í dag gætu haldið áfram þangað til allir hafa skilað sér heim. Vonsviknir heimamenn sem báru miklar væntingar til uppbyggingar eftir undirritun friðarsamninganna og finnst ástandið lítið hafa breyst gætu hins vegar líka ákveðið að grípa aftur til vopna. Stjórnin í norðri gæti reynt markvisst að koma í veg fyrir betri tíð í suðrinu, af ótta við að íbúarnir veldu þá sjálfstæði. Olían í Súdan er í suður- hluta landsins og margir benda á að stjórnin vilji alls ekki missa frá sér svæðið. Stjórnin gæti sömuleið- is viljað álykta að með uppbygg- ingu í suðurhlutanum væru íbú- arnir ánægðir og vildu síður aðskilnað. Uppreisnarmen grannaríkinu Úganda gæt áfram að gera usla syðst í Súdan. Hitt og þetta gæti g Og kannski er það það s Suður-Súdan best í dag: Þ gerst, hitt gæti gerst. Frið gæti orðið fyrir bí en samn gætu líka haldið. Upplifa frið í fyrsta ski Börn og unglingar í Suð Súdan hafa ekki upplifað fr tíma fyrr en nú. „Þetta er í skipti sem það er friður eft Suður-Súdan er á tímamótum. Eftir átök í áratugi hillir undir Stórfjölskylda í Suður-Súd eftir friðarsamninga, sem u Desember í Súdan ’Þetta er í fyrsta skiptisem það er friður eftir að ég fæddist.‘ Alnæmi er einhver mesta ógn,sem steðjað hefur að þjóð- um heims á síðustu áratugum. Um skeið var óttast að við þenn- an sjúkdóm yrði ekki ráðið og hann yrði faraldur, sem engu eirði. Það hefur tekizt betur en nokkurn óraði fyrir að ná tökum á alnæmi. Það á þó ekki við um alla heimshluta. Í Afríku hefur alnæmi orðið að faraldri. Talið er að um 25 millj- ónir manna í Afríku séu smit- aðar af HIV og milljónir manna hafa þegar dáið úr veikinni. Í Svasílandi einu er talið að um 38% landsmanna séu smituð. Talið er að um 40 milljónir manna um allan heim séu smit- aðar af HIV-veirunni og að þrjár milljónir manna deyi á þessu ári. Því miður er það að öllum lík- indum veruleiki að hefði þessi sjúkdómur herjað í ríkari mæli á Evrópu og Norður-Ameríku hefði miklu meira verið gert til þess að ráða niðurlögum hans en raun er á. Þó má ekki gleyma því, að Bandaríkjamenn leggja fram um helming þess fjár, sem notað er í baráttu við HIV-veir- una og alnæmi. Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hef- ur skorað á þjóðir heims að standa við gefin loforð um að hindra útbreiðslu veikinnar. Reynslan sýnir að það er hægt. Kofi Annan hefur upplýst að fjárveitingar í þessu skyni hafi aukizt úr 300 milljónum dollara í um 8 milljarða dollara í þróun- arlöndunum en það dugar ekki til. Hinar ríku þjóðir heims verða að taka höndum saman um að leggja fram nægilega fjármuni til þess að hefta þennan sjúk- dóm. Þær verða að leggja fram fjár- muni í þessu skyni. Þær verða að leggja fram peninga til að stöðva hungursneyð og þær verða að leggja fram fjármuni til þess að takast á við fátæktina. Þótt þessar þjóðir hafi nú þeg- ar gert mikið verða þær að gera meira. BARÁTTAN GEGN ALNÆMI „ÉG ER EKKI AÐ BIÐJA UM MIKIГ Kjör öryrkja eru blettur áíslensku samfélagi. Hvaðeftir annað birtast okkur dæmi um einstaklinga, sem búa við ótrúlega kröpp kjör í einu rík- asta landi heims. „Ég er ekki að biðja um mikið,“ sagði Sigríður Bachmann Egils- dóttir í samtali við Morgunblaðið fyrr í þessari viku. Sigríður hefur verið öryrki í 20 ár. Hún segir frá því að hún fái 95 þúsund krónur í bætur á mánuði, greiði 85 þúsund krónur í húsaleigu, en fái 18 þús- und krónur í húsaleigubætur þannig að hún hafi 28 þúsund krónur. Sigríður skrifaði opið bréf um kjör sín til ríkisstjórnar Íslands þar sem hún segir: „Það biður enginn um að verða sjúklingur, hvað þá heldur öryrki, þvílík nið- urlæging. En oft hefur skotið upp þeirri hugsun þegar maður er illa farinn af hungri, að það geti verið betra að vera enn meira veikur, þá kæmist maður þó inn á spítala, þar sem maður fær að borða.“ Mikið hefur verið fjallað um kjör öryrkja að undanförnu og hefur lengi verið ljóst að þau eru óviðunandi, en hægt gengur að bæta úr vandanum. Oft virðist meira að segja sem á ákveðnum sviðum halli frekar undan fæti. Í Morgunblaðinu í gær var til dæmis greint frá niðurstöðum nýrrar rannsóknar Stefáns Ólafs- sonar prófessors. Samkvæmt þeim hefur skattbyrði einhleypra öryrkja aukist úr 7,4% af heildar- tekjum árið 1995 í 17,1% 2004. Árið 1995 voru hámarksbætur einhleypra öryrkja 52,2% af með- altekjum allra framteljenda, en árið 2001 var hlutfallið komið nið- ur í 41,3%. Telur Stefán að ör- yrkjar hafi dregist markvert aft- ur úr. Stefán fjallar einnig um fjölgun öryrkja og segir að fyrir henni séu ýmsar ástæður, en ekkert bendi til þess að fullfrískt fólk streymi í örorkumat á Íslandi. Oft getur verið erfitt að draga áreiðanlegar niðurstöður af töl- fræði, en dæmin ljúga ekki. Sig- ríður Bachmann Egilsson má muna tímana tvenna. Hún bjó í vellystingum í Afríku og nú býr hún við kröpp kjör á Íslandi. Eins og hún bendir á er örorka ekki ástand, sem menn kjósa sér. „Ég er ekki að biðja um mikið því þó að ég hefði milljón í bætur á mánuði þá liði mér ekkert bet- ur,“ segir Sigríður. „En bara ef ég hefði að borða, þá væri ég að- eins hressari. Maður verður þunglyndur af því að maður er illa staddur, bæði andlega og fjárhagslega. Þegar maður finnur að maður getur ekkert gert til að bjarga sér þá kemur það yfir.“ Á Íslandi eru allar forsendur fyrir því að tryggja öllum mann- sæmandi líf. Af hverju er það ekki gert?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.