Morgunblaðið - 03.12.2005, Síða 47

Morgunblaðið - 03.12.2005, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 47 UMRÆÐAN um jólin Þú gengur að gæðunum vísum Jóla-Brie Mildur og mjúkur ostur sem er best að bera fram 10–15 gráðu heitan. Hann rennur ljúflega niður með góðu rauðvíni. Jólaostarnir eru sérframleiddir fyrir hátíðarnar. Aðeins er gerð ein lögun af hverri tegund sem tryggir að ostarnir ná hámarksbragð- gæðum um jólin. Jólaosturinn 2005 Sérframleiddur ostur í ætt við Gouda. Hann er mjúkur og mildur og sérlega góður á brauð eða einn sér. Jólaostakakan í ár er hleypt kaka, en ekki bökuð sem gerir hana mýkri og léttari en venjulegar ostakökur. Fínleg og gómsæt ítölsk fylling úr skógarberjum er hið fullkomna mótvægi við rjómaostabragðið. Jólaostakaka Jóla-Yrja Lúxusyrja sem er aðeins mýkri en venjuleg Yrja. Þegar hún er á rétta þroskastiginu finnst sumum hún besti desertosturinn. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Munið að algengasta orsök kertabruna er röng meðferð kerta Munið að slökkva á kertunum i Í SEXTÁN daga við upphaf að- ventu taka fjölmörg samtök hönd- um saman og beina sjónum al- mennings að kynbundnu ofbeldi. Hina daga ársins vinna sömu sam- tök að því markmiði að útrýma slíku ofbeldi og auka virðingu fyrir mannréttindum. Það starf fer oft á tíðum fram án þess að fjölmiðlar og allur al- menningur verði var við, en þær konur sem sæta ofbeldi og aðrir sem sæta mann- réttindabrotum þekkja til starfsins og vita hvar skjól er að finna. Mansal og nauðungarvinna Eitt viðfangsefni er að binda enda á man- sal og nauðung- arvinnu, sem er alvar- legt mannréttindavandamál, er bæði snertir konur, karla og börn. Mansal er smölun, flutningur og sala á fólki, að hýsa eða taka á móti fólki með þvingunum eða hót- unum um ofbeldi. Mansal getur einnig verið brottnám, svindl, sam- sekt eða valdamisnotkun í þeim til- gang að nota fórnarlömbin kyn- ferðislega, til nauðungarvinnu, í þrældóm eða jafnvel til að nýta úr þeim líffærin. Tölulegar upplýsingar um um- fang mansals í heiminum eru nokkuð á reiki. Áreiðanlegustu töl- ur um mansal og nauðungarvinnu er að finna í skýrslum Alþjóðlegu vinnumálastofnunarinnar. Í einni slíkri skýrslu, sem út kom fyrr á þessu ári, kemur fram að 12,3 milljónir manna séu hnepptar í nauðungarvinnu víða um heim. 11% þeirra ,,starfa innan vænd- isiðnaðarins“, en konur eru þar í miklum meirihluta eða 98%. Af þessum hóp eru margar konur sem haldið er í fjötrum og þving- aðar til vændis í eigin heimalandi en aðrar eru fluttar milli landa. Talið er að 2,45 milljónum ein- staklinga sé haldið nauðugum í ýmsum störfum utan síns heimalands í kjölfar mansals. Þar af er um ein milljón kvenna og stúlkna sem eru þvingaðar í vændi. Alþjóðlegir samningar Samningur Samein- uðu þjóðanna um að koma í veg fyrir, stöðva og refsa fyrir mansal með konur og börn hefur verið und- irritaður á Íslandi og árið 2003 voru gerðar breytingar á hegning- arlögum þar sem kveðið er á um refsingar vegna mansals. Fyrr á þessu ári gerði Evrópuráðið sátt- mála gegn mansali. Ísland er eitt þeirra sextán ríkja sem hafa skrif- að undir sáttmálann en eftir er að staðfesta hann á Alþingi. Gerð þess sáttmála hefur verið fagnað af fjölmörgum mannréttinda- samtökum og mikilvægt er að Evr- ópuríki gerist aðilar að honum og veiti þar með fólki sem sætir man- sali og nauðungarvinnu þá vernd sem það þarfnast. Árið 1990 gerðu Sameinuðu þjóðirnar mikilvægan samning sem lýtur að réttindum farandverka- fólks, en einungis örfá ríki hafa gerst aðilar að honum fram til þessa og er Ísland ekki þeirra á meðal. Staðreyndin er sú að fólk sem starfar sem farandverkafólk lendir oft í aðstæðum sem líkja má við mansal og nauðungarvinnu og er því brýnt að Alþingi staðfesti þann samning og aðlagi íslenska löggjöf ákvæðum hans. Sameiginleg ábyrgð Við berum öll ábyrgð á mann- réttindum, bæði yfirvöld og allur almenningur. Vettvangur ein- staklinga til þátttöku í baráttunni er meðal annars Amnesty Int- ernational, sem vinnur að aukinni mannréttindavernd til handa öllum og tekur ásamt fjölmörgum öðrum samtökum þátt í 16 daga átakinu gegn ofbeldi á konum sem nú stendur yfir. Þau samtök sem stóðu að átakinu fyrir ári unnu sameiginlega að ítarlegri aðgerða- áætlun sem kynnt var ráðamönn- um á vordögum. Árangur þess starfs endurspeglast nú í gerð op- inberrar aðgerðaáætlunar gegn kynbundnu ofbeldi sem er í smíð- um af hálfu ríkisstjórnarinnar. Nú er sveitarfélaganna að feta í þau spor og smíða sínar aðgerðaáætl- anir gegn kynbundnu ofbeldi. Flutningur og sala á fólki Eftir Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur ’Við berum öll ábyrgð á mannréttindum, bæði yfirvöld og allur al- menningur.‘ Jóhanna K. Eyjólfsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. 16 daga átak
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.