Morgunblaðið - 03.12.2005, Page 48

Morgunblaðið - 03.12.2005, Page 48
48 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VERÐI ekki gripið til raunhæfra aðgerða strax kann brátt að verða um seinan að stöðva loftslagsbreyt- ingar. Nýlegar rannsóknir rúss- neskra vísindamanna benda til að sífrerinn í Norður-Rússlandi og Síberíu sé tekinn að þiðna. Við það losnar umtalsvert magn af metan- gasi sem er áhrifamikil gróðurhúsa- lofttegund. Haldi svo áfram stig- magnast gróðurhúsaáhrifin og í kjölfarið hlýnun andrúmsloftsins. Tímasprengjan liggur enn frosin í túndrunni. Að auki má nefna tíðari og öflugri felli- byli á Karíbahafi, mikla þurrka og skóg- arelda á Spáni, einstök hlýindi í Evrópu þetta haustið og skýrslu Norðurskautsráðsins, sem kynnt var í Reykjavík fyrir ári, um hraða hlýnun á norð- urslóðum, hop íss og bráðnun jökla. Þetta er bakgrunnur samningaviðræðna hér á loftslagsþingi Sam- einuðu þjóðanna í Montreal dagana 28. nóv. til 9. des. Jafnframt fer fram 1. fundur Kyoto-bókunar- innar. Krafa umhverfisverndarsamtaka er að í Montreal verði tekið stórt skref í átt að samkomulagi um næsta skuldbindingartímabil Kyoto, 2013–2017. Nú þegar bókunin er orðin að alþjóðalögum verða ríki heims, einkum hin auðugu og tæknivæddu iðnríki, að axla ábyrgð. Ná verður samkomulagi fyrir 2008 um miklu meiri sam- drátt í útstreymi gróðurhúsaloftteg- unda (ghl) en þau -5,2% (miðað við 1990) sem Kyoto-bókunin skuldbindur iðnríkin um á tímabilinu 2008– 2012. Stjórnmálamenn, fyrirtæki og almenn- ingur verða að leggj- ast á eitt. Iðnríkin verða að draga úr ghl- losun sinni um 30% fyrir 2020 og um 70% fyrir 2050. Viðmiðið – takmarkið – er að hækkun hitastigs jarðar verði undir 2°C að meðaltali miðað við það sem var fyrir iðnbyltingu. Að öðrum kosti er vonlítið að þróuninni verði snúið við. Vísindamenn benda á að hlýnun andrúmsloftsins nemi nú 0,7°C og vegna þeirra ghl sem þegar hefur verið blásið út í andrúmsloftið er innistæða fyrir enn meiri hlýnun. Jafnvel þótt losun verði stöðvuð með öllu strax í dag. Tregða lofts- lagskerfisins er mikil og því verður að grípa til aðgerða strax. Markaður fyrir losunarkvóta myndast þegar rétturinn til að menga verður takmarkaður. Fyr- irtæki kaupa ekki vöru eða aðgengi að auðlind (losunarkvóta) sem þau hafa hvort eð er ótakmarkaðan að- gang að. Þetta þekkja Íslendingar mæta vel af kvótakerfinu fyrir fisk- veiðar. Einmitt með takmörkunum á aðgengi að andrúmslofti jarðar skapast markaður og þar með hvati fyrir fyrirtæki að nýta sér hreina orku og um leið selja réttindin til að menga þegar þau nýta hreinni tækni við framleiðslu, þjónustu eða annað. Bandaríkin sem menga mest allra ríkja leggjast alfarið gegn hvers kyns skuldbindingum um samdrátt í útstreymi ghl. Banda- ríkjastjórn (ath! ekki Bandaríkja- menn heldur stjórn Bush forseta) vill ekkert aðhafast. Hvorki nú né eftir 2012. Robert F. Kennedy, yngri, segir í viðtali við Montrealblaðið Gazette í dag að aðildarríki Kyoto-bókunar- innar (156 að tölu) standi ekkert annað til boða en að hunsa Banda- ríkjastjórn. Bush-stjórnin vilji ekk- ert annað en að eyðileggja Kyoto- ferlið. Breytinga sé fyrst að vænta með nýjum forseta í janúar 2009. Kennedy er þekktur lögfræð- ingur Bandaríkjanna á sviði um- hverfismála en frægð sína á hann ekki síst að þakka föður sínum og föðurbróður. Hann segir bandarísk umhverfisverndarsamtök ekki eygja neina von um að hafa áhrif á Bush-stjórnina en víða í Bandaríkj- unum eigi sér þó stað mjög jákvæð þróun. ESB-ríkin, Noregur og Japan þrýsta á um frekari samdrátt á grundvelli Kyoto-bókunarinnar. Afstaða íslenskra stjórnvalda er fremur óljós. Nýleg yfirlýsing utan- ríkisráðherra á Alþingi um hugs- anlegar loftslagsbreytingar bendir til að stjórnvöld hyggist enn um sinn kúra undir sama feldi og Bush forseti. Frá loftslagsþingi í Montreal Árni Finnsson fjallar um loftslagsbreytingar Árni Finnsson ’Nýleg yfirlýsing utan-ríkisráðherra á Alþingi um hugsanlegar lofts- lagsbreytingar bendir til að stjórnvöld hyggist enn um sinn dvelja und- ir sama feldi og Bush forseti.‘ Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. SKONDIÐ hvernig umræðan um jóla- bókaflóðið í ár snýst öll um spennubæk- urnar. Þær eru hafð- ar til sannindamerkis um að nú séum við orðin þjóð meðal þjóða, það sé gríð- arlegt menningarlegt framfaraskref að hér sé farið að skrifa sæmilega læsilega krimma. En hvað er svona merkilegt við það? Er afþreying á bók eitthvert meira framfaraskref í menningunni en afþreying í kvikmynd eða sjón- varpi? Núna fer einmitt hratt vaxandi að sjón- varpsstöðvar kaupi til- búnar formúlur, Idol, Bachelor, og klæði það í íslenskan búning. Er það í rauninni ekki mjög áþekkt þeirri glæpasagnabylgju sem nú flæðir yfir allt hér- lendis og yfirskyggir alla vitsmunalega um- ræðu um bókmenntir? Afritanir Við erum stolt af okkar merkustu listamönnum vegna þess að þeir stefna hátt og miða við það sem best er gert í heiminum. Rithöfundar á borð við Steinunni, Guðberg, Thor, Fríðu Á. og Sjón eru nokkur skýr dæmi um það. Það kann vel að vera að „mark- aðurinn vilji“ allt þetta glæpasagna- flóð, rétt eins og hann vill greini- lega afrita erlenda sjónvarpsþætti og færa þá í íslenskan búning. Gott og vel, það er svosem ekkert að því að íslenskir reyfarahöfundar (sem vel að merkja eru oftast fyrrver- andi eða núverandi fjölmiðlamenn) skrifi afþreyingarbækur áfram. En látum ekki fjölmiðlafólk telja okkur trú um að þær skipti máli. Enda þótt þær séu ágætlega skrifaðar hafa þær sáralítið bókmenntagildi, þær nema engin ný lönd á sviði skáldsögunnar og eru sennilega dæmdar til gleymsku skömmu upp úr áramótum. Heimóttarskapur Finnst fólki það bara nóg? Eru íslenskir lesendur svona nægjusam- ir, finnst ágætt að lesa útvatnaðar formúlubækur og treysta sér ekki til að lesa safaríkari bókmenntir, ís- lenskar eða þýddar? Kjósa fremur undanrennu en rjóma, skyndibita en kræsingar? Ég held raunar ekki. Flestum, þar á meðal mér, finnst ágætt að hafa þetta hvert með öðru. Einmitt þess vegna þarf fólk að taka bók- menntaumræðuna sem öll snýst um spennubókaflóð með svolitlum fyr- irvara. Íslenska rithöfunda skortir ekki metnað og mörg mjög góð verk eru að líta dagsins ljós þessar vikurnar. Það er því eitthvað átakanlega heimóttarlegt við þessa fjölmiðla- umræðu, eitthvað sem stingur al- gerlega í stúf við þann metnað, dirfsku og áræði sem almennt ein- kennir íslenskt samfélag þessi misserin. Af bókmennta- legri nægjusemi Friðrik Rafnsson fjallar um bókmenntasmekk Íslendinga ’Eru íslenskir lesendursvona nægjusamir, finnst ágætt að lesa út- vatnaðar formúlubækur og treysta sér ekki til að lesa safaríkari bók- menntir, íslenskar eða þýddar?‘ Friðrik Rafnsson Höfundur er bókmenntafræðingur og þýðandi. Gull- og Silfursmiðjan Erna Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is Fallega Jólaskeiðin frá Ernu kr. 6.900 WWW.NOWFOODS.COM Góð heilsa gulli betri Árið 2005 hefur verið stórkostlegt fyrir Ski-doo og Gísla Jónsson ehf. Ski-doo er ekki aðeins söluhæsti sleðinn á Íslandi, heldur einnig á heimsvísu. Þá gerðist sá einstaki viðburður að allir Íslandsmeistarar í Snowcross 2005 óku á Ski-doo sleðum. Nú gefst þér kostur að líta við um helgina og sjá 2006 árgerðina af Ski-doo vélsleðum í nýjum og rúmgóðum sýningarsal okkar að Kletthálsi 13. Sýningin er opin laugardag frá kl. 10-17 og 13-17 á sunnudag. Við bjóðum frábært úrval af fatnaði og fylgihlutum frá Ski-doo og ScottUSA (Reima). VERTU Í SIGURLIÐINU! Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is Scott Ultimate hlífðargleraugu Aukin hliðarsýn - frábær vörn. 12.644 kr. Warrior Gore-Tex hanskar 9.950 kr. Taska með hólf fyrir 5 hlífðargleraugu og margs konar smáhlutir. 3.884 kr. Snowcross hjálmur 22.900 kr. Jakki með flíspeysu Styrkingar og púðar (hægt að losa). Allir saumar límdir. 34.900 kr. Ski-doo BV2S hjálmur Einfaldlega sá besti. 49.700 kr. Ski-doo flíspeysa 7.900 kr. Brot af því sem er í boði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.