Morgunblaðið - 03.12.2005, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 49
UMRÆÐAN
XLV Soft Shell
vindheld og vatnsfráhryndandi
til í þremur litum
Jólatilboð kr. 9.990.-
verð áður kr. 11.990.-
Jólin í Soldis
eru bara skemmtileg
Silkitré og silkiblóm
Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) – sími 551 2040 – Opið laugardag kl. 10-18 – sunnudag kl. 13-18
Opið til 22:00 til jóla
Nýtt kortatímabil
FORSENDUR miðbæjartillög-
unnar í aðalskipulagi Álftaness er
þétting byggðar, áhersla á byggð
innan hringvegar og opnari svæði
utan hans. Þetta endurspeglar
einnig það sem kemur fram í
svæðisskipulagi höf-
uðborgarsvæðisins
sem samþykkt var ár-
ið 2002. Þessar
áherslur voru sam-
þykktar af öllum bæj-
arfulltrúum þegar að-
alskipulagi sem
varðar miðbæj-
arsvæðið var breytt
síðast. Þessi sjón-
armið komu fram á
íbúaþingi ásamt því
að aðkoman inn í
sveitarfélagið yrði
áfram eins og nú er,
svo haldið sé til haga
tveimur dæmum frá
þeim samkomum.
Íbúar hafa lagt
áherslu á náttúrulegt
umhverfi, vatnasvæði
og að svæðið kringum
Grástein fengi notið
sín, en það kemur
einnig fram í tillög-
unni. Sú útfærsla
skapar aðlaðandi að-
komu að hverfinu og náttúrulega
ásýnd. Næst Suðurnesvegi er gert
ráð fyrir tjörnum og göngustígar
tengja hverfið við skóla, opin
svæði og önnur hverfi bæjarins. Á
svæðinu er verið að byggja upp at-
vinnustarfsemi þar sem uppbygg-
ing Eirar er. Í tengslum við þá
starfsemi getur blómstrað ýmis
önnur þjónusta sem dregur að
fólk. Þannig verður miðbærinn lif-
andi og íbúðir eldri borgara í önd-
vegi.
Sköpuð eru skilyrði fyrir fjöl-
breytilega starfsemi sem ein-
staklingar og fyrirtæki geta sett á
laggirnar, hvort sem það eru kaffi-
hús, smáverslanir eða rakarastofa.
Strangir skilmálar gera kröfur um
fjölbreyttar húsagerðir, vandað
efnisval og húsin eins til þriggja
hæða. Fyrirhugaður nátt-
úrugarður, sem er við enda torgs-
ins næst skólalóð og tengir hverfið
við útivistarsvæði og skólasvæðið,
verður fallegur og kærkominn úti-
vistarstaður fyrir íbúa og alls kyns
samkomur við ýmis tilefni.
Aðalgatan sem liggur inn að
skólasvæðinu verður með 30 km
hámarkshraða og við hönnun
gatna verður hinn gangandi veg-
farandi í forgangi. Framsæknar
hugmyndir eru um frágang sorps
sem verði flokkað og sett í nið-
urgrafna sorp- og endurvinnslu-
gáma. Þeim verður komið fyrir í
hæfilegri nálægð við allar íbúðir
og þjónustuhús á svæðinu.
Því er nú haldið að íbúum Álfta-
ness að miðbæjarskipulagstillagan
sé „skipulagsslys“ og ekki spöruð
stóru orðin í áróðri
gegn þessari vönduðu
tillögu sem nú er í
auglýsingu. Talað er
um að hún „sé ekki
pappírsins virði“ og
ekki hafi verið tekið
tillit til sjónarmiða
sem fram komu á
íbúaþingum sem hald-
in hafa verið. Allar
þessar staðhæfingar
eru ómálefnalegur
málflutningur, reistur
á óskiljanlegri heift
sem á greinilega upp-
haf sitt í því að ekki
var tekið undir tillögu
um samkeppni.
Það virðist alveg
hafa gleymst þeim
sem reka þennan áróð-
ur, að einu sinni töl-
uðu þeir um nauðsyn
þess að hér yrði sem
fyrst að að skapa skil-
yrði fyrir ýmiss konar
atvinnustarfsemi og að
laða þyrfti fyrirtæki að. Hvar má
greina hugmyndir þeirra um út-
færslu á slíku í öllu niðurrifs- og
svartsýnistalinu?
Það var mikið gæfuspor þegar
bærinn keypti stóran hluta lands-
ins á miðsvæðinu, en þeim kaupum
voru fulltrúar Á-lista í bæjarstjórn
á móti eins og þeir voru á móti
samningum við Eir. Um leið og til-
lagan hlýtur staðfestingu verður
hafist handa við úthlutun lóða til
einstaklinga á svæðinu næst
Breiðumýri og það hlýtur að vera
fagnaðarefni. Ennfremur hefur
skipulagsnefnd verið falið að hefja
undirbúningsvinnu við að skipu-
leggja það svæði sem er sunnan
Grásteins, en það land er einnig í
eigu sveitarfélagsins. Þar eru einn-
ig spennandi verkefni framundan.
Ég hvet íbúa Álftaness til að
kynna sér tillöguna og skilmála
hennar vel, bera saman við
áherslur sem fram komu á íbúa-
þingum og mynda sér sjálfstæðar
skoðanir.
Allt þetta efni er aðgengilegt á
heimasíðu bæjarins.
Glæsileg tillaga
að miðbæjarskipu-
lagi Álftaness
Erla Guðjónsdóttir fjallar um
skipulagsmál á Álftanesi
’Allar þessarstaðhæfingar
eru ómálefna-
legur málflutn-
ingur, reistur á
óskiljanlegri
heift …‘
Höfundur er formaður
skipulagsnefndar Álftaness.
Erla Guðjónsdóttir
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn