Morgunblaðið - 03.12.2005, Side 50

Morgunblaðið - 03.12.2005, Side 50
50 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SKÓLAKERFI eru í sífelldri þró- un og endurskoðun og því er mik- ilvægt að líta á skólagöngu nemenda sem eina samfellu, allt frá leikskóla til loka framhaldsskóla, hvort sem í því felst bóknám, starfsnám eða listnám. Markmiðið með breyttri námsskipan til stúdentsprófs er einmitt að miða þróun kerfisins út frá sjón- arhorni nemandans. Að skoða á ábyrgan hátt samfellu og nýt- ingu þeirra verðmætu ára sem nemendur eru í skólakerfinu. Mark- miðið er að end- urskipuleggja náms- tíma, námsefni og breyta kennsluaðferð- um í kjölfar þess að grunnskólinn hefur lengst um sem nemur tveimur árum og fram- haldsskólinn 12 vikum á und- anförnum áratug. Það er eðlilegt að uppi séu marg- víslegar skoðanir á því hvort end- urskipuleggja þurfi námstímann eða ekki. Það þarf hins vegar sterk rök fyrir því ef íslenskir nemendur eiga áfram að þurfa tæplega 3.000 fleiri kennslustundir til stúdentsprófs en nemendur annars staðar á Norð- urlöndunum. Jafnvel eftir að breytt námsskipan hefur tekið gildi verða kennslustundir á Íslandi fleiri en víð- ast hvar á Norðurlöndunum. Flestir virðast sammála um að end- urskipulagningu þurfi í mennta- kerfinu til að nýta tíma nemenda bet- ur. Það eru fyrst og fremst tvö sjónarmið sem heyrast í því sam- bandi. Í fyrsta lagi eru þeir sem segja kerfið nægilega sveigjanlegt í dag og að það geti haldið áfram að þróast af sjálfu sér. Því miður er veruleikinn ekki svo einfaldur. Til að skólakerfi sé sveigj- anlegt þarf að vera fyrir hendi einhvers konar rammi sem í þessu tilfelli eru aðalnámskrá grunn- skóla og aðalnámskrá framhaldsskóla og verð- ur sá rammi að hafa reglugerðarígildi. Til þess að kerfið geti haldið áfram að þróast þarf einmitt að leggjast í vinnu við að endurskoða námskrár beggja skóla- stiga, skoða hvar sveigj- anleiki er fyrir hendi, hvernig námskrár ólíkra skólastiga spila saman og hvar tími nemenda gæti nýst bet- ur. Allar þessar breytingar krefjast aðkomu skólafólks, fagkennara og námskrárdeildar menntamálaráðu- neytisins. Í öðru lagi hafa þau rök heyrst að skynsamlegra sé að stytta grunnskól- ann um eitt ár en að stytta framhalds- skólann enda sé það í grunnskólanum sem kennslustundum hefur fjölgað til muna á síðustu árum. Slíkar hug- myndir hafa verið kannaðar og rædd- ar ítarlega með fagfólki á und- anförnum árum og flestir þeir sem hafa skoðað málið til hlítar eru sam- mála um að ekki komi til greina að minnka lögbundið nám um eitt ár, fækka árum nemenda í vernduðu um- hverfi grunnskólans og krefja nem- endur fyrr um val á sérnámi á fram- haldsskólastigi en nú er. Með styttingu grunnskólans væri verið að stytta skólaskyldu á Íslandi um heilt ár. Er það markmið sem menn vilja stefna að? Tillögur menntamálaráðherra um breytta námsskipan til stúdentsprófs byggjast á faglegum sjónarmiðum, umfangsmiklu samráði við hags- munaaðila og ítarlegri reynslu ráðu- neytis menntamála af málefnum framhaldsskóla. Í þeim breytingum sem áformaðar eru felst að færðar verða til grunnskóla 12 einingar af kjarnanámsefni framhaldsskóla og að námsár framhaldsskólans lengist um eina viku. Tveir áfangar færast úr kjörsviði námskrárinnar og verður því í valdi nemenda hvort þeir verði teknir sem val eður ei. Engin „skerð- ing“ á námi á sér stað og yfirlýsingar um annað byggjast ekki á stað- reyndum. Haft er að leiðarljósi að ekki megi draga úr þeim sveigj- anleika sem nú einkennir framhalds- skólanámið. Áfram verður gert ráð fyrir sömu hlutföllum á milli kjarna, kjörsviðs og vals og eru í núverandi kerfi. Allar brautir framhaldsskólans verða skoð- aðar í samhengi við breyttan starfs- tíma, bóknámsbrautir, listnáms- brautir, iðn- og starfsnámsbrautir, almenna braut og sérnámsbrautir. Við alla framkvæmd við breytta námsskipan liggja fagleg sjónarmið til grundvallar og samráð hefur verið haft við fagaðila á öllum stigum. 3.000 stundir umfram aðra? Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir fjallar um styttingu náms til stúdentsprófs ’Engin „skerðing“ ánámi á sér stað.‘ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Höfundur er ráðgjafi menntamálaráðherra. NÚ GERA menn hróp að Ingibjörgu Sólrúnu vegna þess að kjósendum Samfylkingarinn- ar fækkar dag frá degi. En er það henni að kenna? Ég held ekki. Það er miklu líklegra að um sé að kenna síhækkandi menntunarstigi þjóðarinnar. Skólakerfið er alltaf að eflast, grunnskólar og framhaldsskólar taka upp nýjar og betri kennslu- aðferðir, háskólar þjóta upp eins og gorkúlur á síðsumri, fjöldi manna sækir námskeið um allt milli himins og jarðar. Allir sem vettlingi geta valdið keppast við að öðlast nýja þekkingu, færni og víðsýni. Fyrirtæki styrkjast og leggja land undir fót. En þessi þróun er ekki góð fyrir Samfylkinguna. Eftir því sem fólk verður fróðara á það auðveldara með að sjá í gegnum lýðskrum og blekkingar. Fyrr á dögum voru hér flugmælskir kommúnistar á borð við Einar Olgeirsson, Brynjólf Bjarnason og Magnús Kjartansson. Þessir menn fóru á fundi og hrifu nær- stadda með mælskunni. Það var ekki viskunni fyrir að fara hjá þessum mælskusnillingum, mál- flutningur þeirra var sama yf- irborðslega, ofstækisfulla þvæl- an og hvarvetna í heiminum, þar sem kommar voru og hétu, en þeir heilluðu fjöldann með leiftrandi ræðusnilld sem enn er höfð í minnum. Ingibjörg reyndi að marka sér sess með málflutningi sem hefði örugglega dugað henni vel fyrir fimmtíu árum en vekur núna aðeins góðlátlega fyrirlitn- ingu. Borgarnesræðurnar voru skrum, samráðsstjórnmálin (urðu síðar samræðustjórnmál) voru skrum, varnartilburðir hennar fyrir Baugsveldið voru aumkunarverðir, daður hennar við sægreifana var pólitísk sjálfsvígstilraun. Ingibjörg hefði heillað marga fyrir hálfri öld, en nú er hún bara vitlaus kona á vitlausum stað og vitlausum tíma. Hún hefur í hreinskilni sagt ekki burði til þess að vera stjórn- málaforingi á Íslandi á 21. öld. Sívaxandi menntun fólksins ger- ir það að verkum, að þeir stjórnmálamenn sem treysta á skrumið verða að sætta sig við minnkandi fylgi. Þess vegna hrapar Samfylkingin en Vinstri grænir vaxa dagvöxtum, eins geðslegir og þeir nú eru. Ég spái því að Vinstri grænir verði næststærsti flokkur landsins eftir næstu kosningar. Baldur Hermannsson Ingibjörg Sólrún – Ræðusnilld á röngum tíma Höfundur er eðlisfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.