Morgunblaðið - 03.12.2005, Síða 51

Morgunblaðið - 03.12.2005, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 51 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Á UNDANFÖRNUM árum hefur öðru hvoru blossað upp hér á landi umræðan um hvort Ísland ætti, sem allra fyrst, að hefja undirbún- ing að inngöngu í ESB. Þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, lýsti því strax yfir að það mál væri ekki til umræðu á yfirstandandi kjörtímabili. Það fannst mér góð og mjög þörf yfirlýsing. Og ég tel Dav- íð Oddsson mann að meiri að gefa strax út svo ein- dregna yfirlýs- ingu um þetta mál. Og ég vænti þess að allir sannir sjálfstæð- ismenn styðji formann sinn í þessu stóra máli, þá fyrst stæði Sjálfstæðisflokkurinn undir nafni sínu, og þá hygg ég að hann mundi auka fylgi sitt í næstu alþingiskosn- ingum. Síðan Davíð gaf út þessa yf- irlýsingu hafa alltaf öðru hvoru komið fram tillögur um að Íslend- ingar tækju upp könnunarviðræður við ESB um hugsanlega inngöngu í það. Annar stærsti flokkur lands- ins, Samfylkingin, og einkum al- þingismenn hennar hafa skrifað fjölda greina í dagblöðin til að hvetja landsmenn til að sækja sem fyrst um áðurnefndar könn- unarviðræður. Og ekki má gleyma formanni Framsóknarflokksins, því að hann hefur verið iðinn við að tala og skrifa um könnunarviðræður við ESB. Mér finnst hann helst eiga samleið með Samfylkingunni. Ég gekk ungur í Framsókn- arflokkinn en hann hefur á síðustu 30 árum verið að þokast meira og meira til hægri. Nú síðustu árin hefur þó keyrt um þverbak. Nú er hann orðinn hægrisinnaður mið- flokkur. Þegar hann studdi inngöngu í EES þá gekk ég úr flokknum. Ég tel að þá hafi allir þingmenn, sem greiddu því atkvæði, selt stóran hluta af sjálfstæði og fullveldi Ís- lands. Formaður Framsóknarflokksins var alltof lengi búinn að vera utan- ríkisráðherra og ég held að koll- egum hans í Evrópu hafi tekist að heilaþvo hann á síðustu árum. A.m.k. finnst mér að hann sé á hreyfingu til hægri síðustu árin. Ég vil þó taka það fram að ég tel Hall- dór vel gefinn og mætan mann, en ég held að hann ætti að fara að hugleiða það að hætta í pólitík þeg- ar þessu kjörtímabili lýkur. Gaman væri að fá upplýst hvað marga fasta starfsmenn Íslend- ingar hafa í Brüssel og annars stað- ar í Evrópu á vegum EES og ES, og hvað það allt saman kostar þjóð- ina á hverju ári. Þeir ágætu menn, sem á síðustu tveimur öldum voru mest búnir að berjast fyrir fullu sjálfstæði og full- veldi Íslands, eftir nærri sjö alda einokun erlendra ríkja, mundu ekki trúa því, að hér væri til fólk sem beitti sér af öllu afli fyrir því að landið og þjóðin framseldi sjálf- stæði sitt í hendur gömlu nýlendu- veldanna í Evrópu, sem voru um margar aldir þekkt fyrir einokun og kúgun á fjölda ríkja, bæði í Evrópu og í fleiri heimsálfum. Nú eru stórveldin í Evrópu búin að ná með samningum því sem þau ætluðu áður að ná með tveimur heimsstyrjöldum. Ég teldi það hrein landráð, ef íslenskum stjórn- málamönnum tækist í byrjun 21. aldar að framselja fullveldi lands- ins. Því hefur verið haldið fram ESB til málsbóta, að þetta þjóða- bandalag sé fyrst og fremst til að styrkja fátækari þjóðir Evrópu. En nú á síðustu áratugum er op- inberlega talað um að Ísland sé eitt af 10 ríkustu löndum heimsins, mið- að við mannfjölda. Nýlega las ég grein í Morgunblaðinu eftir Hannes Jónsson, fv. sendiherra. Það voru sannarlega orð í tíma töluð. Land- ráðalýðurinn hefði gott af að lesa þá grein og fleiri greinar í þeim dúr. Þá kannski skildi það fólk hversu mikið efnahagslegt tjón Ís- lendingar taka á sig, ef þeir gengju í ESB. Ég tel að við ættum að ganga sem allra fyrst úr EES-samtök- unum og losa okkur á þann hátt við öll þau lög og reglugerðir sem þessi samtök hafa lagt á þjóðina. SIGURÐUR LÁRUSSON, Egilsstöðum. Sjálfstæðið og fullveldið – Mesta auðlind Íslands Frá Sigurði Lárussyni: Sigurður Lárusson GLEÐILEG TÓNLISTARJÓL! Mest seldu plöturnar á Íslandi í dag! Björgvin Halldórsson Guðrún og Friðrik Nylon Garðar Thor Cortes Írafár Helgi Björns Sálin hans Jóns míns 1 2 6 8 9 11 4 góða skemmtun um jólin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.