Morgunblaðið - 03.12.2005, Page 55

Morgunblaðið - 03.12.2005, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 55 MINNINGAR ✝ Sigríður EmmaGuðmundsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 22. september 1921. Hún andaðist í Heilbrigðisstofnun Suðurlands laugar- daginn 26. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Magnús- son, skipstjóri, f. 22.11. 1876 í Stekkjartröð í Eyr- arsveit, d. 18.8. 1959 í Reykjavík, og Valgerður Víglundsdóttir, húsmóðir, f. 13.9. 1883 á Ísafirði, d. 9.2. 1954 í Reykjavík. Eftirlifandi 11 systk- ina eru Einar Sigurgeir Guð- mundsson og Magnús Kristberg Guðmundsson, báðir til heimilis í Reykjavík. Maki Sigríðar Emmu var Hans Bjarnason, húsgagnasmiður, f. 23.4. 1923, d. 22.11. 1991. Börn Sigríðar Emmu eru: 1) Svavar, búsettur í Reykjavík, kona hans er Elísabet Magnúsdóttir, hennar börn eru Guðmundur Magnús, Páll Línberg, Guðrún Ósk og Böðvar Ágúst. 2) Guðmundur, búsett- ur á Selfossi, kona hans er Jóna Krist- björg Hafsteindótt- ir, börn þeirra eru Hafsteinn Már, Anna María, Lovísa Ýr og Sigríður Emma. 3) Valgerð- ur, búsett á Sel- fossi, maður hennar er Ríkharður, börn hennar eru Haf- steinn og Ólöf Jóna. Sigríður Emma ólst upp í Reykjavík. Hún fór ung að vinna við ræstingar, en starf- aði síðar að bókbandi hjá Prent- smiðjunni Helgafelli. Þau Hans stofnuðu fyrst heim- ili í Reykjavík. Um tíma áttu þau heima á Hellu á Rangárvöllum, en fluttust á Selfoss árið 1968. Eftir lát manns síns átti Emma heima í Grænumörk á Selfossi í nokkur ár, en vistaðist síðan á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyr- arbakka. Útför Sigríðar Emmu verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku mamma. Með þessum lín- um langar mig að kveðja þig. Margt er mér minnisstætt. Mér er sérstak- lega ofarlega í huga tíminn sem við áttum saman árin eftir að hann pabbi dó. Þá bjó ég í Reykjavík. Oft komstu þá í heimsókn til mín. Við vorum sem bestu vinkonur. Rápuð- um saman í búðir, elduðum saman og áttum gott spjall yfir kaffiboll- anum. Ekki þurfti stórt eða mikið frá þinni hendi til að það gleddi mig. Eins var um þig. Ég man líka alltaf hvað mér þótti vænt um það er þú tókst þér far með rútunni austan frá Selfossi og heimsóttir mig þegar ég átti hana Ólöfu Jónu. Þú birtist bara óvænt á fæðingardeildinni færandi hendi. Ég var alsæl, mamma mín. Þú varst hjá mér mörg jólin, það voru góðar stundir sem við áttum þá ásamt Hafsteini og Ólöfu Jónu. En aldurinn færðist yfir og þú fluttir á dvalarheimili, fyrst á Grænumörk- inni á Selfossi, seinna á Sólvelli á Eyrarbakka. Til dægrastyttingar fórstu að stunda útsaum og prjóna- skap. Mörg og falleg voru hannyrða- stykkin sem þú gerðir þar. Sum þeirra gafstu mér, þau eru mér sem fjársjóður, dýrmæt minning um þig. Heilsu þinni fór hægt hrakandi en alltaf var stutt grínið og brosið fylgdi þér alla tíð, allt til enda. Ég man síðasta afmælisdaginn þinn 23. september vel, mamma. Ég heimsótti þig að Sólvöllum og við fórum í bíltúr saman. Það lá svo ljómandi vel á þér og við skemmtum okkur svo vel. Ég var svo kát og ánægð þegar ég kom heim frá þér þennan dag. Það var aftur á móti döpur stúlka sem hraðaði sér á spítalann daginn eftir. Þú hafðir dottið morguninn eftir og slasast illa. Við tók tími sem var erfiður, stundum var ég vongóð um að þú næðir bata en svo fór þó ekki, mamma mín. Það var erfið en friðsæl stund þegar þú skildir við hinn 26. nóv- ember síðastliðinn. Við vorum hjá þér systkinin ásamt Jónu og Elísa- betu. Þreytt en þakklát. Þakklát fyr- ir þann tíma sem við áttum með þér og þakklát fyrir þína hönd. Mig langar að þakka mágkonu minni, Jónu Hafsteinsdóttur, fyrir þann stuðning sem hún var mér á erfiðum stundum. Hún reyndist þér líka afar vel, mamma mín. Einnig vil ég þakka starfsfólkinu á Dvalarheimilinu Sólvöllum og starfsfólkinu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands fyrir góða umönnun. Bros þitt mun fylgja mér alla tíð. Ég kveð þig, mamma, með söknuði og þökk. Fegurðin er frá þér barst, fullvel þótti sanna, að yndið okkar allra varst, engill meðal manna. Hlutverk þitt í heimi hér, þú hafðir leyst af hendi. Af þeim sökum eftir þér, Guð englahópa sendi. Sú besta gjöf er gafst þú mér, var gleðisólin bjarta, sem skína skal til heiðurs þér, skært í mínu hjarta. (B.H.) Ég elska þig. Þín Vala. Elsku tengdamamma. Nú er kom- ið að kveðjustund. Ég kveð þig með söknuði og trega en gleðst samt yfir að þú sért búin að fá hvíldina. Tár blika á kinn, tár gleði og þakklætis fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Þú varst yndisleg kona í alla staði, kát, brosmild og áttir auðvelt með að gera að gamni þínu. Við höfum átt samleið í um 23 ár og höfum við allt- af náð vel saman. Fórum saman í leikhús, til útlanda, út að borða og dansa. Mikið hefur verið spjallað yfir kaffibolla og gerðum við að gamni okkar og hlógum oft dátt. Barna- börnum þínum varst þú ávallt góð og eiga þau eftir að minnast þín með gleði og bros á vör. Síðustu æviárin bjóstu á Sólvöll- um á Eyrabakka og fór vel um þig þar, gladdir bæði heimilisfólk og starfsmenn. Tvo síðustu mánuði dvaldir þú á sjúkrahúsi og síðast á Sjúkrahúsi Suðurlands. Að lokum vil ég segja þér, elsku Emma, að ég elskaði þig jafnmikið og mína eigin móður. Þakka þér fyr- ir að hafa verið til, ég veit að þér líð- ur vel að vera komin til eiginmanns þíns og allra þinna ástvina. Ég kveð þig með þessum sálmi eftir Valdimar Briem: Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. Kveðja. Þín tengdadóttir, Jóna. Elsku amma. Kallið er komið og komið er að kveðjustund. Alltaf er jafnerfitt að þurfa að kveðja einhvern svo nákominn sér og sérstaklega jafnlífsglaða og ynd- islega konu eins og þig, amma. Ég get ekki annað en brosað þeg- ar ég sit með sjálfri mér og rifja upp alla þá tíma sem við höfum átt sam- an. Alltaf hefur þú verið svo jákvæð og síbrosandi, sama hvað hefur bját- að á hjá þér. Mínar fyrstu minningar eru frá því á Tryggvagötunni hjá ykkur afa eða eins og ég sagði alltaf hjá ömmu og afa á Tryggvó. Það var ekki svo sjaldan sem ég var þar hjá ykkur og alltaf varstu svo glöð þegar við barnabörnin komum til þín og varstu alltaf búin að fara í bakaríið og kaupa snúða þegar þú vissir að við kæmum í kaffi eða ef þú vissir að ég kæmi í hádegismat þá gerðirðu alltaf uppáhalds hrísmjölsgrautinn minn, sem mér fannst alls staðar annars staðar vondur en hjá þér. Þér fannst ekkert skemmtilegra en að dekra aðeins við okkur krakk- ana. Áttir alltaf suðusúkkulaði og kóngabrjóstsykur inni í skáp handa okkur. Þær eru margar skemmtilegar og góðar minningarnar sem ég hef og hefur þú kennt mér það, elsku amma, að það að brosa og vera já- kvæð kemur manni langt áfram á lífsleiðinni. Ég kveð þig með bros í hjarta, elsku amma, því ég veit að nú líður þér vel og ert komin til afa. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálf bjarga, því er verr. Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið það líður allt of fljótt. (Vilhj. Vilhj.) Þín Anna María. Elsku amma, þín er sárt saknað, en við vitum að þú ert komin á betri stað þar sem þú getur hvílst og notið friðar. Í minningu okkar verður þessi brosandi og glaða kona sem mun alltaf eiga stað í hjörtum okkar. Rauðar rósir englar senda himnar kalla á lífsins enda. (Lovísa.) Þínar sonardætur, Lovísa Ýr og Sigríður Emma. SIGRÍÐUR EMMA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Frímann MárSigurðsson fæddist 11. septem- ber 1954. Hann lést erlendis 15. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Friðrún Þóra Fjóla Friðleifsdóttir, f. 3. mars 1932, d. 20. mars 1963, og Sig- urður Ísfeld Frí- mannsson, f. 4. sept- ember 1930, d. 1. desember 1996. Systkini Frímanns Más eru: Guðrún Marta Sigurðar- dóttir, f. 5. mars 1951, Óskar Ís- feld Sigurðsson, f. 18. apríl 1957, Helga Sigurðardóttir, f. 2. maí 1960, og Erlendur Ísfeld Sigurðs- son, f. 11. maí 1966. Börn Frímanns Más eru: Frí- mann Ísleifur, f. 22. apríl 1990, bú- settur í Bandaríkjunum, móðir Tim Nuamnui Snyder, og Marta Sigríður, f. 14. maí 1999, búsett á Hellu, móðir Wimonrat Srichakham. Frímann Már ólst upp í Oddhól á Rangárvöllum hjá afa sínum og ömmu, Frímanni Ísleifs- syni, f. 1. feb. 1901, d. 18. sept. 1990, og Mörtu Sigurðar- dóttur, f. 19. júní 1908, d. 16. ág. 2002. Frímann Már bjó síðan á Hellu á Rangárvöllum til dánardags. Hann stundaði ýmis störf bæði til sjós og lands en lengst af var hann þó við bílamálun heima hjá sér á Borgarsandi 6 á Hellu. Útför Frímanns Más verður gerð frá Odda á Rangárvöllum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Elsku bróðir. Nú ert þú farinn. Það eru svo margar minningar sem koma upp í huga minn þessa dagana. Af þér í Oddhól, litlum gutta, hlaupandi og ninnandi, ung- lingi sem gekk óhræddur á vit æv- intýranna, ungum manni að byggja sér heimili, manni sem miðlaði mér af reynslu sinni og þekkingu, fé- laga og vini sem opnaði heimili sitt fyrir mér og fjölskyldu meðan við byggðum okkar heimili. Sem manni sem ég öfundaði oft af dirfsku sinni og þori. Þér sem sýndir skilning þegar enginn annar skildi, hlustaðir þegar enginn ann- ar vildi hlusta. Þér sem léðir mér öxl þína til að halla mér að þegar syrti í álinn. Öll samtölin okkar um allt og ekkert. Stundin okkar saman við kistuna hennar ömmu. Það er svo margs að minnast og svo margar fallegar minningar sem ég geymi. Elsku Frímann Ísleifur og Marta Sigríður. Megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Guðrún (Dúna) Marta. Elsku Mári. Það er eitthvað svo skrýtið að hugsa til þess að þú sért látinn. Ég man þegar þú birtist óvænt í heimsókn hjá okkur í Sví- þjóð. Á þeim tíma þekkti ég þig ekki svo vel. Seinna þegar við fluttum aftur heim var ég svo lán- söm að kynnast þér betur. Þú tókst á móti okkur á heimilinu þínu á meðan við vorum að bíða eftir nýju húsi. Mín fyrstu kynni af myndböndum voru heima hjá þér. Þá opnaðist fyrir mér nýr heimur. Eftir að við fluttum varst þú heimagangur hjá okkur og við hjá þér. Dyrabjöllur voru algjör óþarfi. Þú áttir til að birtast inni á eldhús- gólfi án nokkurs fyrirvara. Fékkst þér kaffisopa og ræddir um heima og geima. Það var alltaf svo gott að leita til þín þegar eitthvað bjátaði á. Ég talaði á meðan þú hlustaðir og vannst við að gera upp einhvern af þeim óteljandi bílum sem öðl- uðust nýtt líf í bílskúrnum hjá þér. Á seinni árum hittumst við ekki svo oft en þó yfirleitt þegar ég hef verið í heimsókn hjá pabba á Hellu. Þegar við hittumst var það alltaf eins og ég hefði hitt þig í gær. Þín er saknað og ég vona að þú hafir öðlast frið hvar sem þú ert núna. Þín Anna Heiða. FRÍMANN MÁR SIGURÐSSON Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ARADÓTTIR, Aragötu 5, síðustu ár Skjóli, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 7. desember kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlegast láti líknar- og menningarfélög njóta. Ari H. Ólafsson, Þorbjörg Þórisdóttir, Björn G. Ólafsson, Helga Finnsdóttir, Jónas Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar og amma, SIGURBJÖRG SNORRADÓTTIR, lést á heimili sínu, Grettisgötu 57a, laugardaginn 26. nóvember. Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju miðviku- daginn 7. desember kl. 13:00. Ásgeir Sveinsson, Snorri Sveinsson, Karólína Sveinsdóttir og barnabörn. Okkar ástkæra unnusta, dóttir, systir, mágkona og frænka, KRISTJANA HILMARSDÓTTIR, Groningen, Hollandi, lést á sjúkrahúsi í Groningen föstudaginn 2. des- ember. Ben Fogge, Hilmar Ægir Arnórsson, Hafdís Guðmundsdóttir, Kristín Halla Hilmarsdóttir, Ásthildur Hilmarsdóttir, Guðmundur Hilmarsson, Sigríður Kristjánsdóttir og systkinabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.