Morgunblaðið - 03.12.2005, Page 60

Morgunblaðið - 03.12.2005, Page 60
60 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún Sigurð-ardóttir fæddist í Eyvindarhólum undir Austur-Eyja- fjöllum 11. maí 1926. Hún andaðist á Sjúkrahúsinu á Selfossi 27. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Dýrfinna Jóns- dóttir, f. 30. janúar 1892, d. 7. maí 1986, og Sigurður Jóns- son, f. 10. september 1888, d. 3. október 1971. Systkini Guðrúnar eru Ragnhildur, f. 14. ágúst 1916, Sig- ríður, f. 13. júní 1918, d. 31. janúar 1966, Guðmundur Þórarinn, f. 16. júlí 1932, d. 10. apríl 1934, Ása, f. 7. maí 1921, Margrét, f. 17. desem- ber 1922, Sigurjón Guðni, f. 27. maí 1924, d. 24. júní 1994, Jón, f. 25. nóvember 1929, Gunnar, f. 5. júlí 1931, Vilborg, f. 15. maí 1934, og Þóra, f. 21. febrúar 1936. Börn Guðrúnar eru: 1) Sigur- finnur Guðmundsson, f. 12. sept- ember 1953, d. 7. júlí 1984, kvænt- ur Dröfn Halldórsdóttur, f. 19. apríl 1955. Synir þeirra eru Kári, f. 20. mars 1976, sambýliskona Svanhildur Díana Hrólfsdóttir, f. 8. maí 1975, börn þeirra Eyþór, f. 10. mars 2003, og Bjarki, f. 30. júní 2004; Sindri, f. 26. júní 1978, sambýlis- kona Ásta Björk Brynjólfsdóttir 15. apríl 1979, börn þeirra María Dröfn, f. 12. október 1999, og Margrét Alda, f. 15. apríl 2004; Hall- dór Fannar, f. 21. febrúar 1983. 2) Ás- björn Gunnar Guð- mundsson, f. 12. mars 1955, kvæntur Hólmfríði Erlingsdóttur, f. 3. febrúar 1961. Börn þeirra eru Ar- on Steinn, f. 3. maí 1988, og Anna Margrét, f. 6. desember 1989. 3) Erla Þorsteinsdóttir, f. 10. nóvem- ber 1961, gift Gísla Ágústssyni, f. 1. ágúst 1960. Dætur þeirra eru Guðrún Ásta, f. 17. desember 1982, Harpa Hrönn, f. 15. septem- ber 1989, og Íris Erla, f. 16. maí 1992. Guðrún ólst upp á Eyvind- arhólum, en bjó mestan hluta ævi sinnar á Selfossi. Hún vann ýmis störf, m.a. við matseld og mat- vinnslu, lengst af hjá Höfn á Sel- fossi. Útför Guðrúnar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15.30. Guðrún Sigurðardóttir tengda- móðir mín var glæsileg og virðuleg kona. Hún ólst upp undir Eyjafjöll- um þar sem Eyjafjallajökull vakir yfir sveitinni, stór og tignarlegur. Þessi fegursta sveit landsins var henni kærust staða á jörð allt til hinsta dags. Gunna var framsækin ung kona. Sagt er að hún hafi tekið bílpróf fyrst eyfellskra kvenna, að minnsta kosti muna margir eftir henni akandi um tún og mela á Willys-jeppanum. Gunna varð mjög áhugasöm þegar við Ási hófum ásamt Erlu og Gísla að byggja sumarbústað á æskuslóðum henn- ar. Hún hvatti okkur áfram og fylgdist vel með öllu byggingaferl- inu. Við eigum margar góðar minn- ingar úr bústaðnum með Gunnu. Kvöldin sem hún og systkini henn- ar á Hólum sátu og rifjuðu upp skemmtisögur úr sveitinni standa þar ljóslifandi sem og minningar um fjölskylduþorrablót og aðventu- kvöld. Tengdamóðir mín fylgdist vel með fjölskyldunni og var æv- inlega reiðubúin að líta eftir barna- börnunum. Krakkarnir hlökkuðu til þegar von var á ömmu, hún tók á móti þeim úr skólanum með heitu bakkelsi, kleinum og pönnukökum. Á slíkri gósentíð fjölgaði oft mjög í vinahópnum: Maður heyrði stund- um spurt, hvenær kemur kleinu- amman aftur í heimsókn? Gunna hafði mjög gaman af stangveiði og veiddi oft með Rut vinkonu og Erlu dóttur sinni. Seinni árin gaf hún öðru áhugamáli meiri tíma, enska boltanum. Hún var vel heima í boltanum, ræddi hann við barnabörnin og aðra og var hreint ekki alltaf sammála þjálfurum og dómurum. Gunna var listamaður í eldhúsinu og gat fram- kallað veislu á engum tíma. Það var sama hvenær við litum inn, það var alltaf eins og hún vissi af okk- ur. Þótt heilsunni hrakaði síðustu árin hélt tengdamóðir mín alltaf glæsileik sínum og virðuleika. Það var ekki hennar stíll að kvarta eða kveina. Með henni er farinn glæsi- legur fulltrúi kynslóðar sem lagði brautina fyrir okkur sem nú njót- um velferðar og hagsældar. Við drúpum höfði á kveðjustund, í virðingu og þakklæti. Elsku Gunna, takk fyrir allt og allt. Hólmfríður Erlingsdóttir. Margar góðar minningar koma upp í huga okkar þegar við kveðj- um ömmu með söknuð í hjarta. Við hugsum um hvað við vorum heppin að hafa ömmu alltaf til staðar þeg- ar við vorum lítil. Það var gott að koma við hjá henni á leið heim úr skólanum eða þegar á leið í sveit- ina, því amma lumaði alltaf á ein- hverju góðgæti. Þegar bílskúrs- hurðin var opin vissum við að amma væri að baka. Þá lagði ilm- inn af nýbökuðum kleinum og flat- kökum um allt hverfið. Amma bak- aði bestu kleinur í heimi. Amma var mikil veiðikona. Henni fannst mjög gaman að fara í veiðitúra og naut þess að vera úti í náttúrunni. Við fengum oft að koma með í veiði, enda þótti ömmu alltaf gaman að hafa félagsskap og aldrei vantaði nestið. Kakómjólk og kleinur voru alltaf með í för. Amma var sveitabarn í sér og fannst gaman að segja okkur sögur úr sveitinni sinni frá því að hún var lítil stelpa. Svo eru það góðu stundirnar sem við áttum saman í sumarbústaðnum okkar. Þar kenndi amma okkur að spila ,,púkk“, sem þau voru vön að spila í sveitinni í gamla daga. Við gátum setið langt fram á nótt og spilað öll saman og þá var nú oft líf í tusk- unum. Já, og amma var sannarlega stolt af burstabænum okkar sem risinn var í sveitinni hennar. Elsku amma, það verður tómlegt að halda jólin án þín. En þú verður í huga okkar. Við vitum að nú líður þér vel og að þú ert í góðum hönd- um. Takk fyrir allt, elsku amma, og hvíldu í friði. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Kveðja, barnabörnin. Ég kveð elskulega ömmu mína í dag með sorg í hjarta. Í minning- unni var hún alltaf svo hraust og hörð af sér. Hún var ekkert að væla yfir hlutunum, þeim var ein- faldlega reddað. Ég minnist tímanna þegar amma kom í bæinn að passa okkur Önnu Margréti, systur mína. Þegar við komum heim úr skólanum var hún alltaf tilbúin með volgar kleinur, pönnukökur og kalda mjólk. Einnig rámar mig í kennaraverkfallið sem skall á þegar ég var að hefja skóla- göngu mína. Amma var kölluð til og ef ég man rétt kom ég læs úr fríinu. Amma hélt uppi miklum aga en samt var alltaf stutt í grín og glens. Ég man að hún lét mig einu sinni hlaupa apríl og hafði mikið gaman af. Ég man tímana sem við eyddum austur í sumarbústað, í sveitinni hennar. Þar var hún á heimavelli og sagði okkur margar gaman- og reynslusögur. Veiðiferðirnar í Ölfusána voru mjög skemmtilegar og slakandi. Við keyrðum að ánni eftir að hafa fengið okkur veiðileyfi. Beitunni var skellt á, letingjunum stungið niður, hent út í og stöngunum skellt í letingjana. Amma hafði allt- af nesti með; brauð, kókómjólk og bestu kleinur í heimi. Þegar veiðiferðunum fækkaði fór amma að sinna meira öðru áhuga- máli, enska boltanum. Þegar amma byrjaði að rökræða við mig um enska boltann gerði ég mér grein fyrir því að ég ætti svölustu ömmu í heimi. Enginn í minni fjölskyldu fylgdist með enska boltanum, nema amma og ég. Elsku amma, það var mikið áfall þegar okkur var tilkynnt um skyndileg og alvarleg veikindi þín. Ég mun alltaf minnast þín eins og þú varst áður; þessi sterki karakt- er og heilsuhrausta manneskja sem mér þótti svo rosalega vænt um. Ég þakka þér fyrir allt. Aron Steinn Ásbjarnarson. Fyrsti sunnudagur í aðventu rann upp bjartur og fagur og í morgunkyrrðinni kvaddi hún Guð- rún þetta líf. Það kom okkur ætt- ingjum hennar ekki á óvart, hún var búin að vera mikið veik síðustu vikur. Alvara lífsins kveður dyra hjá öllum, fyrr eða síðar. Við erum ekki spurð hvort við viljum eða getum … og stundum geta erfiðu stundirnar verið nauðsynlegar til að minna okkur á þær góðu. Gunna amma, eins og við köll- uðum hana alltaf, hefur ekki verið laus við erfiðleika um ævina, en alltaf stóð hún keik og lét ekki á neinu bera. Kynni mín af Gunnu hófust fyrir mörgum árum þegar við Sigurfinnur fórum að vera sam- an. Ég man hvað ég dáðist að dugnaði hennar, einstæð móðir og útivinnandi allan daginn. Kjöt- vinnslan í Höfn var hennar vinnu- staður og þar vann hún alla tíð. Hún var frábær kokkur og mér fannst alltaf vera jólamatur hjá henni á sunnudögum, enda kunni hún að handleika kjötið af mikilli snilld. Ég man hvað það var gaman hjá okkur í sláturgerð á haustin. Mikið var hlegið því Gunna hafði góðan húmor og var fljót að koma auga á skondnar hliðar á málunum. Ferðirnar undir Eyjafjöllin voru henni mikils virði, enda þótti henni mjög vænt um sveitina sína og hún naut þess að anda að sér sveitaloft- inu. Þegar hún hætti að vinna fann hún áhugamál sem veitti henni mikla ánægju, hún fór að veiða. Veiðimennskan veitti henni mikla gleði. Aflinn skipti auðvitað ekki öllu máli, heldur samveran við veiðifélagann eða kyrrðin og úti- veran. Við gefum mikið til að vera sátt við lífið og tilveruna og ég held að Gunna hafi verið það. Allir sem kynntust henni dáðust að dugnaði hennar og æðruleysi. Minningarn- ar sækja á hugann og kannski eru minningarnar besta aðferðin til að minna sig á að lífið er fallegt og minningar mínar um Gunnu er all- ar góðar. Í dag verður hún jarðsett við hlið sonar síns og ég veit að hjá þeim verða fagnaðarfundir. Ég þakka liðna tíð og bið guð að blessa ástvini okkar nær og fjær. Lokið er kafla í lífsins miklu bók. Við lútum höfði í bæn á kveðjustund. Biðjum þann Guð, sem gaf þitt líf og tók græðandi hendi að milda sorgarstund. Ó, hve við eigum þér að þakka margt þegar við reikum liðins tíma slóð. Í samfylgd þinni allt var blítt og bjart blessuð hver minning, fögur, ljúf og góð. Okkur í hug er efst á hverri stund ást þín til hvers, sem lífsins anda dró hjálpsemi þín og falslaus fórnarlund. Friðarins Guð þig sveipi helgri ró. (Vigdís Runólfsdóttir.) Dröfn. Hún er dáin hún Gunna Sig. Ég hafði vitað það í nokkra daga að hún væri mjög veik og sennilega ekki mikil von um bata. Nú er líf- inu hennar lokið. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands hinn 27. nóvember sl. Ég vann með Gunnu í mörg ár í Höfn h.f. á Selfossi og með okkur var mikil vinátta. Ég hreifst af hennar léttu lund og fína húmor. Hún var mjög dugleg og vann mik- ið og ekki alltaf auðveldustu störf- in. Hennar starf var að vinna kjöt- vörur í Vinnslunni í Höfn. Hún var snillingur í matargerð og var öll matvara sem hún gerði einstaklega góð. Hver man ekki eftir kjötfars- inu í Höfn, það var hennar. Ég varð líka hálfgerður heima- gangur hjá henni. Hún og börnin hennar voru mér alveg einstaklega góð. Ég gat komið til þeirra hve- nær sem var og alltaf fann ég mig velkomna. Hún átti líka skemmti- legt heimili og heimilislíf. Það var frjálslegt og allir höfðu sitt svig- rúm með sínar skoðanir. Börnin hennar voru miklir félagar hennar og hún tók fullan þátt í því sem þau tóku sér fyrir hendur. Mig langar að leiðarlokum að þakka henni öll hennar gæði við mig. Eitt lítið dæmi um það. Eitt sumar unnum við saman á hóteli sem var rekið í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Hún og Erla dóttir hennar voru búnar að vera þarna í einhvern tíma þegar ég kom um vorið. Þegar ég kom, var ég látin hafa herbergi í Björkinni. Gunna sá það strax á svipnum á mér að eitthvað leist mér ekki vel á að vera þarna ein. Þá segir hún „vertu þarna með dótið þitt og svo sefur þú bara inni hjá okkur Erlu“. Það er ekki hægt að gleyma svona. En svona var hún við mig, alltaf góð. Ég votta Ása, Erlu og fjölskyld- um þeirra samúð mína um leið og ég kveð kæran vin með þessu ljóði Guðrúnar Jóhannsdóttur: Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. Guðný Gunnars. Það er búið að setja aðventuljós í gluggann hennar Gunnu og það lýsir ótrúlega upp tómið sem hefur búið í okkur hér í vesturendanum síðan hún fór. Hún fór í litla aðgerð til að und- irbúa nýjan lífsmáta og ég er ekki frá því að hana hafi rennt grun í hvernig færi og verið tilbúin að mæta því. Hún var yfirveguð og æðrulaus hún Gunna og góður ná- granni. Já, það eru orðin rúmlega tutt- ugu ár sem við höfum búið hér hlið við hlið og bara átt gott og gaman saman. Það var ekki dónalegt að finna ilminn af flatkökubakstri og/ eða kleinusteikingu og fá svo send- ingu inn um eldhúsgluggann eða þá kostulegu fréttirnar sem hún heyrði í útvarpinu á daginn, sem fóru annars alltaf fram hjá okkur. Það var líka líflegt að fylgjast með því þegar Nonni okkar var að kenna henni að veiða og hvað hún varð glúrinn veiðimaður að sögn Nonna, stundum held ég að honum hafi kannski ekki alveg staðið á sama. Við nutum góðs af og hér varð mörg góð silungaveislan. Seinni árin veiddu þær Rut saman og hlógu oft dátt þegar þær sögðu frá tilburðum sínum á árbakkan- um. Svo var nú „spilavítið“ ekki lít- il skemmtun. Þá spiluðum við vist, við Gunna saman á móti Steinari og Rut og mikið óskaplega var gaman þegar vel gekk … já,já, líka þegar hrak- farirnar voru sem mestar. Það var bara gaman. Já, við eigum bara góðar minningar um þig, Gunna mín, og söknum þín sárt. Svífðu sæl til ljóssins heima. Guð geymi þig. Við á Fossheiði 2 vottum ykkur, Erla mín, Ási, Dröfn og fjölskyld- ur, okkar dýpstu samúð. Ester. Kær vinkona, Guðrún Sigurðar- dóttir, andaðist að morgni sunnu- dagsins 27. nóvember. Þegar horft er til baka er margs að minnast þegar hugurinn leitar til Gunnu í kjötvinnslu Hafnar. Öll brosin sem hún sendi manni þegar leiðir lágu saman. Áhugi Gunnu á stangveiði var aðdáunarverður. Nokkur und- anfarin ár fóru þær Gunna, Erla dóttir hennar og Rúna saman að veiða í Volanum. Tilhlökkunin var alltaf mikil. Farið var að kvöldi dags og nokkur köst tekin, borðað, spjallað og hlegið fram yfir mið- nætti, síðan sá Gunna til þess að dagurinn væri tekinn snemma dag- inn eftir. Oft fórum við karlarnir og kíktum á veiðina í hádeginu, stundum var veiðin góð, stundum léleg en gleðin sem skein úr andlit- um kvennanna kætti okkur alltaf. Erla og Rúna fóru einar um kvöld- ið í haust þar sem Gunna treysti sér ekki. Hún var hins vegar tilbúin með kaffi og nesti handa veiðikonunum í hádeginu daginn eftir þegar ég sótti hana og við vitjuðum saman veiðikvennanna, sama góðlega brosið albúin í slaginn þrátt fyrir að vera sárlasin. Þessi haustferð mun lifa í minningunni. Það verður skrítið að koma í Gauksrimann um fimmleytið á að- fangadag til að óska fjölskyldunni gleðilegra jóla þar sem engin Gunna verður til staðar, en ferðin í Gauksrimann hefur markað upphaf jólanna hjá okkar fjölskyldu mörg undanfarin ár. Öll uppábúin albúin til að taka á móti jólunum. Kæra Gunna, að leiðarlokum viljum við fjölskyldan þakka ára- tuga vináttu og samfylgd, sendum Erlu, Gísla, Ása, Fríðu, Dröfn, börnum þeirra og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Óskar G. Jónsson og fjölskylda, Árbakka 15. Fyrir um 30 árum dreif Ási okk- ur þrjá stráka heim til sín á Sel- fossi með litlum fyrirvara. Guðrún móðir hans sló upp veislu eins og henni var lagið. Hún var glæsileg kona tæplega fimmtug, horfði á son sinn með blik í auga og spjall- aði við okkur. Við vildum helst tala um bíla, mig minnir að Gaui hafi verið að prufukeyra Willysinn. Gunnu leist vel á þennan gyllta bíl með blæjunum, hún hafði víst keyrt svona bíl þegar hún var á svipuðu reki. Nærri áratug síðar lágu leiðir saman á ný. Ási og Fríða systir höfðu tekið saman og við Ásta. Í búskap ungs fólks var hverri krónu velt, þegar keypt var til vetrarins nutum við góðs af mat og kjöt- vinnslusnilld Gunnu. Leið lá síðar á æskuslóðir hennar, að Eyvindar- hólum undir Eyjafjöllum, þar sem fjallasýn er einhver sú fegursta sem hægt er að hugsa sér. Ég kynntist umhverfi og lífsgildum sem höfðu mótað heiðursfólk; Gunnu, systkini hennar og Ása vin minn. Við Gunna ræddum um eitt og annað, Rangárþing, þjóðmál, veiði og boltann. Við áttum gott spjall í byrjun árs. Enn var tilefnið dálítil bíladella. Gunna var hætt að keyra, ég svo heppinn að fá að kaupa af henni tvítuga Toyotu sem stóð strí- heil í bílskúrnum. Auðvitað lauk þessum fundi í þjóðlegum mat af bestu gerð. Ég fann að vaxandi vanheilsa var farin að reyna verulega á þolrif vinkonu minnar, en hún bar ekki sorgir sínar á torg. Daginn styttir, veturinn herðir smám saman tökin, vindur gnauðar um Eyjafjöll. Heiðurskonan Guð- rún Sigurðardóttir er öll. Þó það hafi haft sinn aðdraganda er harm- ur kveðinn að nánustu fjölskyldu og barnabörnin gráta heilum tár- um. Ég og fjölskylda mín vottum þeim dýpstu samúð. En lífið heldur áfram. Él styttir upp og daginn mun lengja á ný. Eyjafjöll verða í vor fegurri en nokkru sinni. Minningarnar verða bjartar, um elskaða ömmu og heið- urskonu, sem kvaddi í sátt við Guð og menn. Hún var glæstur fulltrúi kynslóðar sem lifað hefur mestu breytingar á Íslandi. Góða ferð, kæra vinkona. Samúel Örn Erlingsson. GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.