Morgunblaðið - 03.12.2005, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 67
FRÉTTIR
Rúm 60% háskóla-
nema konur
SÚ leiða ritvilla varð í vinnslu fréttar
um karlaráðstefnuna „Karlar um
borð“ í Morgunblaðinu í gær að haft
var eftir Runólfi Ágústssyni, rektor
Viðskiptaháskólans á Bifröst, að 80%
háskólanema væru konur.
Hið rétta er að rúm 60% háskóla-
nema eru konur.
LEIÐRÉTT
ENN er langt í það að norrænu þing-
húsin séu aðgengileg fyrir alla. Þetta
kemur fram í könnun sem Norræna
samstarfsnefndin um málefni fatl-
aðra lét gera. „Aðgengi fyrir alla er
lýðræðislegur réttur. Ef húsnæði
þjóðþinganna er ekki aðgengilegt
fyrir alla, hvar er þá hvatningin fyrir
aðrar stofnanir í þjóðfélaginu til að
bæta aðgengi?“ spyr danski þing-
maðurinn Karen J. Klint, sem einnig
er formaður Norrænu samstarfs-
nefndarinnar um málefni fatlaðra.
„Það er mikilvægt að þjóðþingin
taki ábyrgð og séu í fararbroddi í því
að bæta aðgengi fyrir fatlaða. Málið
snýst um að sópa stigann ofan frá og
niður,“ segir Klint.
Upplýsingasamfélagið
veldur hindrunum
Meðal þess sem fram kom í könn-
un NHR var að nær ómögulegt er
fyrir þá sem í hjólastólum sitja að
flytja ræðu frá mikilvægasta staðn-
um í þinginu, þ.e. ræðustólnum.
Einnig kom fram að aðgengi að upp-
lýsingum á vefsíðum er ekki nægi-
lega gott. „Sum löndin og sjálfstjórn-
arsvæðin búa að góðri reynslu á
nokkrum sviðum og við ættum að
nýta þessa reynslu til hvatningar
annars staðar,“ segir Inge Ovesen,
framkvæmdastjóri NHR.
Aðspurð segist hún vera undrandi
að aðgengi skuli ekki vera betra á
netinu en raun bar vitni. „Flest þing-
in eru til að mynda ekki með vefsíðu
sem uppfyllir alþjóðlegar WAI kröf-
ur. Þetta kemur á óvart, þar sem við
höfum rætt um upplýsingasamfélag-
ið mörg undanfarin ár og flest Norð-
urlöndin hafa sett reglur fyrir opin-
ber stjórnvöld um hvernig aðgengi
að upplýsingum á vefsíðum skuli
háttað. Ný tækni leysir margan
vanda og auðveldar daglegt líf
margra, en hún veldur einnig hindr-
unum fyrir aðra borgara, þegar ekki
er tekið tillit til fólks með mismun-
andi hreyfigetu,“ segir fram-
kvæmdastjórinn.
Þess ber þó að geta að komið hefur
verið fyrir tækjum í fimm af sjö nor-
rænum þinghúsum til að gera heyr-
naskertum kleift að fylgjast með um-
ræðum. Fötluðum þingmönnum og
starfsmönnum standa einnig til boða
ýmis hjálpartæki sem gera þeim lífið
auðveldara.
Á föstudag stendur NHR fyrir
ráðstefnu í Kaupmannahöfn undir
yfirskriftinni: „Lýðræði fyrir alla.“
Þar verður kynning á aðgengi fyrir
alla að þinghúsum á Norðurlöndum
og NHR mun leggja fram tillögur
um hvar helst þurfi að taka til hend-
inni, en að mati Ovesen þarf að gera
kerfisbundnar áætlanir fyrir hvert
þjóðþing fyrir sig.
Könnun um aðgengi að norrænum
þinghúsum sýnir að enn er langt í land
„Þjóðþingin
þurfa að vera í
fararbroddi“
Djúpivogur | Úrbætur á veginum um
Hamarsfjörð skammt sunnan við Djúpa-
vog hafa látið á sér standa á liðnum árum
á sama tíma og óhöppum og alvarlegri
slysum hefur fjölgað þar jafnt og þétt.
Á miðvikudag fór bifreið út af vegin-
um á þessum slóðum og þykir mikil mildi
að ekki hlutust alvarleg meiðsl á fólki.
Bifreiðin er mikið skemmd eftir veltuna. Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Bílvelta
í Hamars-
firði
EGO-sjálfsafgreiðslustöðvarnar á
höfuðborgarsvæðinu og Myndform,
sem m.a. rekur Laugarásbíó, hafa
gert samning sem felur í sér að við-
skiptavinir EGO geta unnið 5.000
bíómiða á 10 myndir á árinu 2006.
Vinningshafar eru dregnir út til-
viljanakennt og prentast vinningar
á kvittanir viðskiptavina þegar
eldsneyti er tekið á EGO stöð. Að-
eins þarf að framvísa kvittun í
miðasölu þar sem viðkomandi kvik-
mynd er sýnd til að innheimta bíó-
miðann. Að auki gilda kvittanir á
EGO stöðvum alltaf sem 200 kr.
innborgun á bíómiða í Laugarásbíó.
Á myndinni eru Magnús Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri Mynd-
forms, og Jóhann P. Jónson, fram-
kvæmdastjóri EGO.
Geta fengið
bíómiða hjá EGO
LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp
skora á Alþingi að tryggja áfram
rekstrargrundvöll Mannréttinda-
skrifstofu Íslands með föstum fjár-
veitingum á fjárlögum.
„Með tilkomu Mannréttinda-
skrifstofu Íslands skapaðist vett-
vangur fyrir félög og stofnanir
sem starfa að mannréttindamálum
og réttindabaráttu ýmissa hópa til
að samhæfa krafta sína með vel-
ferð allra í huga. Flest ef ekki öll
þau félög sem starfa á vettvangi
mannréttinda á Íslandi standa nú
að Mannréttindaskrifstofunni.
Stjórn Mannréttindaskrifstofunnar
skipa fulltrúar allra félaga sem að
henni standa. Mannréttinda-
skrifstofan hefur verið þeim sam-
eiginlegur vettvangur mannrétt-
indaumræðu og þannig styrkt
félögin í afmörkuðum baráttu-
málum sem og í sameiginlegri
hagsmunabaráttu.
Á ellefu ára starfstímabili
Mannréttindaskrifstofunnar hefur
hún margsannað gildi sitt. Mann-
réttindaskrifstofan er mikilvægur
umsagnaraðili um lagafrumvörp
sem snerta mannréttindi og gegn-
ir lykilhlutverki í samstarfi Ís-
lands við mannréttindanefndir
Sameinuðu þjóðanna.
Landssamtökin Þroskahjálp
telja að fjármagni til mannrétt-
indamála sé best varið með því að
tryggja traustan rekstrargrund-
völl Mannréttindaskrifstofu Ís-
lands og þar með sjálfstæði henn-
ar, svo Mannréttindaskrifstofan
megi áfram vera sú sjálfstæða og
óháða stofnun sem sinnir þessum
málaflokki á breiðum grundvelli,“
segir í ályktun Þroskahjálpar.
Tryggi rekstur
Mannréttinda-
skrifstofu