Morgunblaðið - 03.12.2005, Síða 67

Morgunblaðið - 03.12.2005, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 67 FRÉTTIR Rúm 60% háskóla- nema konur SÚ leiða ritvilla varð í vinnslu fréttar um karlaráðstefnuna „Karlar um borð“ í Morgunblaðinu í gær að haft var eftir Runólfi Ágústssyni, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, að 80% háskólanema væru konur. Hið rétta er að rúm 60% háskóla- nema eru konur. LEIÐRÉTT ENN er langt í það að norrænu þing- húsin séu aðgengileg fyrir alla. Þetta kemur fram í könnun sem Norræna samstarfsnefndin um málefni fatl- aðra lét gera. „Aðgengi fyrir alla er lýðræðislegur réttur. Ef húsnæði þjóðþinganna er ekki aðgengilegt fyrir alla, hvar er þá hvatningin fyrir aðrar stofnanir í þjóðfélaginu til að bæta aðgengi?“ spyr danski þing- maðurinn Karen J. Klint, sem einnig er formaður Norrænu samstarfs- nefndarinnar um málefni fatlaðra. „Það er mikilvægt að þjóðþingin taki ábyrgð og séu í fararbroddi í því að bæta aðgengi fyrir fatlaða. Málið snýst um að sópa stigann ofan frá og niður,“ segir Klint. Upplýsingasamfélagið veldur hindrunum Meðal þess sem fram kom í könn- un NHR var að nær ómögulegt er fyrir þá sem í hjólastólum sitja að flytja ræðu frá mikilvægasta staðn- um í þinginu, þ.e. ræðustólnum. Einnig kom fram að aðgengi að upp- lýsingum á vefsíðum er ekki nægi- lega gott. „Sum löndin og sjálfstjórn- arsvæðin búa að góðri reynslu á nokkrum sviðum og við ættum að nýta þessa reynslu til hvatningar annars staðar,“ segir Inge Ovesen, framkvæmdastjóri NHR. Aðspurð segist hún vera undrandi að aðgengi skuli ekki vera betra á netinu en raun bar vitni. „Flest þing- in eru til að mynda ekki með vefsíðu sem uppfyllir alþjóðlegar WAI kröf- ur. Þetta kemur á óvart, þar sem við höfum rætt um upplýsingasamfélag- ið mörg undanfarin ár og flest Norð- urlöndin hafa sett reglur fyrir opin- ber stjórnvöld um hvernig aðgengi að upplýsingum á vefsíðum skuli háttað. Ný tækni leysir margan vanda og auðveldar daglegt líf margra, en hún veldur einnig hindr- unum fyrir aðra borgara, þegar ekki er tekið tillit til fólks með mismun- andi hreyfigetu,“ segir fram- kvæmdastjórinn. Þess ber þó að geta að komið hefur verið fyrir tækjum í fimm af sjö nor- rænum þinghúsum til að gera heyr- naskertum kleift að fylgjast með um- ræðum. Fötluðum þingmönnum og starfsmönnum standa einnig til boða ýmis hjálpartæki sem gera þeim lífið auðveldara. Á föstudag stendur NHR fyrir ráðstefnu í Kaupmannahöfn undir yfirskriftinni: „Lýðræði fyrir alla.“ Þar verður kynning á aðgengi fyrir alla að þinghúsum á Norðurlöndum og NHR mun leggja fram tillögur um hvar helst þurfi að taka til hend- inni, en að mati Ovesen þarf að gera kerfisbundnar áætlanir fyrir hvert þjóðþing fyrir sig. Könnun um aðgengi að norrænum þinghúsum sýnir að enn er langt í land „Þjóðþingin þurfa að vera í fararbroddi“ Djúpivogur | Úrbætur á veginum um Hamarsfjörð skammt sunnan við Djúpa- vog hafa látið á sér standa á liðnum árum á sama tíma og óhöppum og alvarlegri slysum hefur fjölgað þar jafnt og þétt. Á miðvikudag fór bifreið út af vegin- um á þessum slóðum og þykir mikil mildi að ekki hlutust alvarleg meiðsl á fólki. Bifreiðin er mikið skemmd eftir veltuna. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Bílvelta í Hamars- firði EGO-sjálfsafgreiðslustöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu og Myndform, sem m.a. rekur Laugarásbíó, hafa gert samning sem felur í sér að við- skiptavinir EGO geta unnið 5.000 bíómiða á 10 myndir á árinu 2006. Vinningshafar eru dregnir út til- viljanakennt og prentast vinningar á kvittanir viðskiptavina þegar eldsneyti er tekið á EGO stöð. Að- eins þarf að framvísa kvittun í miðasölu þar sem viðkomandi kvik- mynd er sýnd til að innheimta bíó- miðann. Að auki gilda kvittanir á EGO stöðvum alltaf sem 200 kr. innborgun á bíómiða í Laugarásbíó. Á myndinni eru Magnús Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Mynd- forms, og Jóhann P. Jónson, fram- kvæmdastjóri EGO. Geta fengið bíómiða hjá EGO LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp skora á Alþingi að tryggja áfram rekstrargrundvöll Mannréttinda- skrifstofu Íslands með föstum fjár- veitingum á fjárlögum. „Með tilkomu Mannréttinda- skrifstofu Íslands skapaðist vett- vangur fyrir félög og stofnanir sem starfa að mannréttindamálum og réttindabaráttu ýmissa hópa til að samhæfa krafta sína með vel- ferð allra í huga. Flest ef ekki öll þau félög sem starfa á vettvangi mannréttinda á Íslandi standa nú að Mannréttindaskrifstofunni. Stjórn Mannréttindaskrifstofunnar skipa fulltrúar allra félaga sem að henni standa. Mannréttinda- skrifstofan hefur verið þeim sam- eiginlegur vettvangur mannrétt- indaumræðu og þannig styrkt félögin í afmörkuðum baráttu- málum sem og í sameiginlegri hagsmunabaráttu. Á ellefu ára starfstímabili Mannréttindaskrifstofunnar hefur hún margsannað gildi sitt. Mann- réttindaskrifstofan er mikilvægur umsagnaraðili um lagafrumvörp sem snerta mannréttindi og gegn- ir lykilhlutverki í samstarfi Ís- lands við mannréttindanefndir Sameinuðu þjóðanna. Landssamtökin Þroskahjálp telja að fjármagni til mannrétt- indamála sé best varið með því að tryggja traustan rekstrargrund- völl Mannréttindaskrifstofu Ís- lands og þar með sjálfstæði henn- ar, svo Mannréttindaskrifstofan megi áfram vera sú sjálfstæða og óháða stofnun sem sinnir þessum málaflokki á breiðum grundvelli,“ segir í ályktun Þroskahjálpar. Tryggi rekstur Mannréttinda- skrifstofu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.