Morgunblaðið - 03.12.2005, Side 76

Morgunblaðið - 03.12.2005, Side 76
auðvelt fyrir hvern þann sem hittir stjörnu að smella af og senda í blöð. Líka er mikið í tísku að láta taka myndir af sér með þekktu fólki, nokkurs konar eiginhandaráritun 21. aldarinnar. Blöð eins og Star og In Touch „þrífast á pap- arazzi-myndum og kannski einhverjum mynd- um af rauða dreglinum“, sagði Andrew Gunn, fram- leiðandi mynda á borð við Freaky Friday og Sky High, í samtali við NYT. „Ef þú þarft ekki að vinna með blaðafulltrúa sem ten- gil þarftu ekki að hafa áhyggjur af því hvað hon- um finnst. Eftir því sem blaðafulltrúarnir missa tökin hjá blöðunum, því erfiðara verður fyrir þá að stjórna því hvað skjólstæðingurinn gerir.“    Cruise er ekki sá eini sem hefurfengið að kenna á því hjá blöð- unum. Upp komast svik um síðir eins og Jude Law fékk að kynnast en hann var tekinn í gegn fyrir að hafa haldið framhjá Siennu Miller með barnapíunni. Endaði það með því að hann þurfti að biðjast op- inberlega afsökunar á hegðun sinni. Það er ekki góð stefna fyrir blaðafulltrúa að ljúga því erfitt er að stjórna upplýsingaflæðinu og sannleikurinn ratar út að lokum. Gott dæmi um það er barneignir leikkvenna eins og einn þekktur blaðafulltrúi minnnist á í áð- urnefndri grein: „Ef skjólstæðingur þinn er óléttur og vill ekki að neinn viti það, þá geturðu ekki neitað því. Níu mánuðum seinna kemur barn í heiminn.“ Flestir láta sig ímynd ein-hverju varða og er ekkisama hvernig aðrir líta á þá. Ímynd skiptir þó líklega enga eins miklu máli og fræga fólkið, ekki síst í Hollywood. Allar fréttir eru góðar fréttir er oft sagt. Getur það átt við í sumum tilfellum en Tom Cruise er líklega ekki sammála því. Á síðastliðnu ári hafa blöð haldið því fram að sam- band hans og Katie Holmes sé aug- lýsingabrella, sprautað var vatni framan í hann á frumsýningu og búið er að gera gys að vísindatrú hans. Ímynd hans er farin út um víðan völl og fólki finnst hann hreint og beint hlægilegur. Til að bregðast við þessu er hann búinn að losa sig við blaðafulltrúa sinn, syst- ur sína Lee Anne DeVetta, eftir minna en tvö ár í starfi og réð van- an mann í staðinn. Paul Bloch hefur 40 ára reynslu í faginu og kann bet- ur en margir að halda einkalífi stjarna sinna fyrir utan kastljós fjölmiðla þegar þess þarf. Cruise var þekktur fyrir að geta stjórnað sviðsljósinu, fá mikla kynningu án þess að hún færi úr böndum. Hann var hins vegar orð- inn stjórnlaus (sófahoppið hjá Opruh eitt dæmi) og fór athyglin af myndinni sem hann var að kynna, War of the Worlds, á hann. Það þykir mikil synd í Hollywood. Viðtekið er að „stórum“ fréttum um stjörnurnar er lekið út á sama tíma og ný mynd þeirra er frum- sýnd en kvikmyndafyrirtækin eru ekki ánægð ef leikararnir fá meiri athygli en myndin. Spurningin er hvort Bloch tekst að hafa heimil á Cruise og umfjöll- un um hann. Þótt hann sé vanur maður hefur heimur fræga fólksins breyst. Í grein New York Times er því haldið fram að blaðafulltrúar eigi sífellt erfiðara með að stjórna bæði skjólstæðingum sínum og blöðunum. Slúðurblöðin hafa svo miklu fleiri leiðir til að nálgast fréttir um kvikmyndaleikara en í gegnum blaðafulltrúann. Umfjöll- unin er orðin ágengari, ljósmynd- arar fylgja stjörnunum hvert fót- mál, farið er í gegnum ruslið þeirra og húshjálpinni mútað. Bellibrögð- um er beitt og er þetta ekki endi- lega heiðarlegur heimur. Núna er annar hver maður kom- inn með myndavélasíma svo það er Hvernig lít ég út? ’Umfjöllunin er orðinágengari, ljósmyndarar fylgja stjörnunum hvert fótmál, farið er í gegn- um ruslið þeirra og hús- hjálpinni mútað.‘ AF LISTUM Inga Rún Sigurðardóttir Tom Cruise umkringdur aðdáendum í Kína en þar er verið að taka upp myndina Mission Impossible III. Sumir fylgjast með honum með myndbandsupptökuvél og farsíma og getur Cruise engan veginn stjórnað því hvar þær myndir enda. ingarun@mbl.is Reuters 76 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Sími 562 2600 SVÖR N æ st LÍKAMI/HUGUR/ANDI • Hvernig veistu hvort þú ert dáinn? • Hvernig er ferðin yfir í næsta heim? • Get ég haft samband við ástvini á jörðinni? • Eru verndarenglar til? • Hvað gerist þegar einhver verður bráðkvaddur? • Get ég beitt viljastyrk mínum til að snúa aftur? VIÐ SPURNINGUM UM LÍF OG DAUÐA Íslandsvinurinn CRAIG HAMILTON-PARKER er frægur miðill sem hefur gert efahyggjumenn orðlausa með nákvæmum lýsingum sínum. Hann hefur skrifað margar bækur, þar á meðal metsölu- bókina „Draumar, að muna þá og skilja“. FYRRIPARTUR þáttarins Orð skulu standa að þessu sinni er á þessa leið: Á aðventunni óskum þess að allir verði prúðir. Þátturinn er á dagskrá Rásar 1 klukkan 16.10. Gestir dagsins eru Þórhallur Gunnarsson og Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir. Hlustendur geta sent inn til þátt- arins sína eigin botna í netfangið ord@ruv.is eða til Orð skulu standa, Ríkisútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Fyrripartur síðustu viku var: Mónakó er lítið land og langt í burtu að auki. Hlín Agnarsdóttir botnaði m.a. í þættinum: Þar ég vildi verða strand með vænan sjóð í bauki. og: Seðla Albert eins og sand á í sparibauki. Ásdís Káradóttir: Teygist Ólafs tryggðarband ég trúi samt hann þrauki. Davíð Þór Jónsson sneri öllu á haus að vanda og breytti fyrriparti í botn: Hvílíkt ógnaruppistand á einum fréttahauki. Mónakó er lítið land og langt í burtu að auki. Dofri Hermannsson: Íslenskt vina bundið band er Berta ættarlauki. Valdimar Lárusson: Treystum okkar bræðraband best með ættarlauki. Ort um aðventuna Útvarp | Orð skulu standa á Rás 1 HIN magnaða einmenningssveit Bob Log III er komin hingað til lands og spilar á Grandrokki í kvöld. Bob Log III kemur frá borginni Tucson í Arisonaríki í Bandaríkj- unum og lét fyrst að sér kveða í óhljóðasveitinni Modo Guano og síð- ar í tvímenningsbandinu Doo Rags. Bob á að baki þrjár plötur, School Bus (1998) og Trike (1999) undir merkjum Epitaph-útgáfunnar og nú síðast plötuna Log Bomb (2002) sem Fat Possum gaf út. Tónleikar Bob Log III þykja mikil upplifun en á þeim leikur hann með mótorhjólahjálm á höfði á meðan aðrir limir djöflast eins og skrattinn sjálfur við gítar- og trommuleik. Einhverjir hafa lýst tónlist Bobs sem einhvers konar delta-blússkotnu og viskí-lögðu „psychobilly“ en sjón og heyrn eru sögu ríkari. Áður en Bob stígur á svið spilar pönksveitin landskunna Rass fyrir gesti Grandrokks. Það eru Dead og Sheptone sem standa fyrir komu Bob Log III til landsins. Tónlist | Bob Log III á Grandrokki Eins og skrattinn sjálfur Miðaverð er 1.200 krónur og for- sala er hafin í 12 tónum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.