Morgunblaðið - 03.12.2005, Síða 77

Morgunblaðið - 03.12.2005, Síða 77
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 77 ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Geimsteinn ætlar að fagna fjölbreyttri útgáfu sinni fyrir jólin með því að blása til tónleika í Borgarleikhúsinu í kvöld. Fram koma Rokksveit Rúnars Júlíussonar, Deep Jimi and the Zep Creams, Hjálmar og Baggalútur. Auk þess mega viðstaddir eiga von á óvæntum glaðn- ingi. Liðsmenn Baggalúts hafa á undanförnum árum snúið sér í auknum mæli að tón- og textasmíðum og gáfu meðal annars frá sér sína fyrstu plötu fyrr á árinu. Þeir félagar Enter og Númi Fannsker hafa nú hnoðað saman texta við þýskt þjóðlag og úr varð aðventulag Baggalúts, „Sagan af Jesúsi“. Lagið er lítill helgi- leikur byggður á raunverulegum atburðum sem gerðust fyrir mörgum árum í út- löndum, segir meðal annars á heimasíðu þeirra Baggalútsmanna. Áhugasamir geta nálgast miða á midi.is og í verslunum Skífunnar. Geimsteinar fagna Morgunblaðið/Árni Sæberg Baggalútur hefur gefið frá sér aðventulag sem líklega fær að hljóma í Borgarleikhúsinu í kvöld. Rúnar Júlíusson ræður ríkjum í Geimsteini. Tónleikar Geimsteins hefjast kl. 20 í Borgarleikhúsinu í kvöld. Bítillinn John Lennon segir íóbirtu viðtali að lífið í Bítl- unum hafi helst líkst spilltu líferni Rómverja til forna. Breska ríkisútvarpið, BBC, send- ir viðtalið út í dag en það var tekið fyrir tímaritið Rolling Stone í des- ember 1970, átta mánuðum eftir að Bítlarnir lögðu upp laupana. Frá þessu greinir fréttavefur BBC. Lennon segir í viðtalinu að Bítl- arnir hafi verið „með Róm í far- angrinum“ – peninga, kynlíf og fíkniefni. „Það vildu allir vera með,“ sagði Lennon. Jann Wenner, stofnandi Rolling Stone, tók viðtalið og telur hann að í því hafi Lennon komið til dyranna eins og hann var klæddur. „Hann sagði ekki eitt einasta orð sem ekki skipti máli eða var ekki áhuga- vert.“ Lennon sagði í viðtalinu að fólk hafi viljað halda í hreinleikaímynd Bítlanna og forðast hneyksli. Sann- leikurinn hafi verið öðruvísi. „Það voru til myndir af mér komandi skríðandi út af hóruhúsi í Amst- erdam og fólki að bjóða mér góðan daginn.“ Fullyrðir Lennon að þessar myndir hafi ekki verið birtar vegna þess að fólk hafi viljað forðast „stórkostlegt hneyksli“. Hann gagnrýnir félaga sína, Paul McCartney og George Harrison, segir McCartney vissu- lega mikinn listamann, en Harrison hafi notið góðs af því að vinna með tveim miklum lagahöfundum – Lennon sjálfum og McCartney. „Við fengum nóg af því að vera hjálparkokkar Pauls eftir að Brian Epstein dó. Það átti svo að heita að Paul væri leiðtoginn, en hver er leiðtogi þegar maður fer í tóma hringi?“ Þá fullyrðir Lennon að hann hafi leiðst út í heróínneyslu vegna þess hvernig „Bítlarnir og félagar þeirra“ komu fram við hann og Yoko Ono. „Okkur leið svo sannarlega mjög illa.“ Og hann kvartar undan eigin hæfileikum: „Það er ekkert gaman að vera snillingur. Það er kvöl og pína.“ Viðtalið verður sent út á BBC 4 klukkan 19 í kvöld að íslenskum tíma. Fólk folk@mbl.is Áður óbirt viðtal við John Lennon verður sýnt á BBC 4 í dag.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.