Morgunblaðið - 03.12.2005, Side 84

Morgunblaðið - 03.12.2005, Side 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi LÁRA María Theódórsdóttir, móðir Halldórs Ólafssonar, nem- anda í 7. bekk á táknmálssviði í Hlíðaskóla, segir dóm héraðs- dóms, sem dæmdi honum 18 millj- ónir króna í skaðabætur frá ríkinu vegna læknamistaka við með- göngu og fæðingu, skipta son sinn og fjölskylduna gríðarlega miklu máli. Kveðst hún fegin að réttlæt- inu skuli hafa hafi verið fullnægt með niðurstöðu dómsins. Alls voru Halldóri og foreldrum hans dæmdar rúmar 24 milljónir króna vega skaða sem hann varð fyrir í móðurkviði og við fæðingu. Halldór hefur verið heyrnar- skertur og þroskahamlaður frá fæðingu og var metinn með 90% örorku. Að mati dómsins leiddi ónógt og ómarkvisst eftirlit og ákvarð- anatökur starfsmanna kvenna- deildar Landspítalans til þess að það dróst á fjórða sólarhring að ljúka meðgöngunni, þrátt fyrir vísbendingar um að ekki væri í lagi með fóstrið. Halldór og fjölskylda hans eru frá Hornafirði og býr hann með móður sinni og yngri bróður í Reykjavík en pabbi þeirra býr fyr- ir austan á veturna. Kostar mikið að halda úti tveimur heimilum „Það hefur kostað okkur for- eldrana mjög mikið að halda úti tveimur heimilum,“ segir Lára. „En ég yrði mjög sátt ef þetta yrði einnig niðurstaðan fyrir Hæsta- rétti fari svo að ríkið áfrýi málinu þangað.“ Lára segir að fjölskyldan hafi þurft að sækja alla þjónustu fyrir Halldór til Reykjavíkur því þá þjónustu sé ekki að fá á Hornafirði þrátt fyrir að viljinn sé vissulega fyrir hendi hjá sveitarfélaginu en vegna smæðar þess sé því ofviða að veita þjónustuna. „Þetta hefur kostað okkur það að við þurftum að leysa upp heimilið. Maðurinn minn er fyrir austan á veturna og ég hef fylgt börnunum eftir í Reykjavík til að þau geti stundað skólann. Þetta var mikið álag og Halldór var á við tíu börn fyrstu árin, um leið og hann lærði tákn- mál og komst í hendur fagfólks hefur álagið minnkað en þó er langt í land. Til framtíðar skiptir dómsniðurstaðan hann miklu máli því hann hefur mjög takmarkaða starfsgetu og mun t.d. ekki geta farið í langskólanám.“ Fegin að réttlætinu var fullnægt Morgunblaðið/Ómar Niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur skiptir fjölskyldu Halldórs gríðarlegu máli. Hann er hér fyrir miðri mynd með móður sinni, Agnari bróður sínum og Ólafi Halldórssyni föður sínum.  90% örorka vegna mistaka | 4 „ÞAÐ sem ég hef á móti peningum er sú árátta auðmanna að kaupa sér völd. Það er hægt að kaupa allan fjárann, áhrif, afstöðu, skoðanir. Það er hægt að kaupa lögfræðinga, end- urskoðendur, já hvern ekki?! Það er jafnvel hægt að kaupa fjölmiðla,“ segir Matthías Johannessen í grein í Lesbók í dag þar sem hann heldur því fram að vald peninganna sé að breyta Íslandi í þjóðfélag óttans. „Og hvað hefur þá orðið okkar starf?“ spyr Matthías. „Hvar eru hugsjónirnar, hafa þær þyrlazt með moldviðrinu eins og estetíkin og sá jarðvegur sem einkenni okkar og til- vera hafa byggzt á? Ég veit það ekki, ég spyr.“ Hugsjónir geta orðið að veruleika Matthías ræðir um Morgunblaðið og ritstjórnarár sín. Hann segist hafa verið ritstjóri auðmanna en það hafi verið gott auðvald. „Skipti sér aldrei af ritstjórn Morgunblaðsins og treysti þeim sem það fól starfið.“ Hann ræðir og stefnu blaðsins: „Stefna Morgunblaðsins hefur ekki fjallað um það að hinir ríku eigi að verða fátækir, heldur að hinir fátæku verði vel sjálfbjarga. Á sínum tíma kölluðum við þetta auðjöfnun uppá við og svo kallaðir vinstri menn höfðu þetta að gamanmálum. En þjóðin hefur sýnt að hugsjónir geta orðið að veruleika, þótt við eigum enn nokkuð langt í land. Auðsöfnun handa örfáum var aldrei á dagskrá þeirra sem blésu í glóðir 19. aldar, né þeirra sem hafa verið hertir í þeim eldi.“ | Lesbók Matthías Johannessen Auðmenn kaupa sér völd SKIMUN eftir ristilkrabbameini, sem yrði með þeim hætti að fólk fengi sent heim próf sem það sendi til baka, myndi kosta 30–32 millj- ónir fyrsta árið. Miðað við að prófið yrði sent 13 þúsund Íslendingum á aldrinum 55–70 ára á hverju ári og blóð fyndist í hægðum 8% þátttak- enda þyrfti að framkvæma um 1.040 ristilspeglanir á ári sem kosta sam- tals um 26–28 milljónir króna. Ár- lega deyja um 55 Íslendingar vegna ristilkrabbameins en með því að skima eftir sjúkdómnum væri hugs- anlega hægt að fækka dauðsföllum um 10–12 á hverju ári. Skipulögð leit að krabbameini í ristli hefur verið framkvæmd í Finnlandi í rúmt ár með þessu sniði og er þátttaka um 75%. Þingsályktunartillaga um að hefja slíka leit hér á landi liggur fyr- ir Alþingi og er hún nú til afgreiðslu hjá heilbrigðis- og trygginganefnd. Nea Kristine Malila, læknir hjá Krabbameinsfélagi Finnlands, seg- ir að skimun eftir ristilkrabba sé ein þriggja krabbameinsleita sem sann- að sé að beri árangur og lækki dán- artíðni. „Langflestir eru […] sann- færðir um að skipuleg leit að ristilkrabbameini sé það eina rétta.“ Ásgeir Theodórs yfirlæknir bendir á að ristilkrabbamein herji helst á eldra fólk. Þar sem íslenska þjóðin sé að eldast fjölgi tilfellum ristilkrabbameins því samhliða. Meinið byrji oftast sem góðkynja separ í ristlinum en það taki um 7–9 ár að breytast í illkynja mein. „Ef við getum fundið meinið á forstigi og fjarlægt það getum við komið í veg fyrir krabbameinið.“ Skimun 13 þúsund Íslendinga kostar um 30 milljónir á ári Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is  Skipuleg leit | 6 HÆSTIRÉTTUR felldi í gær úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að settur ríkissak- sóknari í Baugsmálinu væri ekki bær til að fara með ákæruvald í þeim átta ákæruliðum sem enn eru fyrir dómi. Í dómi Hæstaréttar segir að dóm- stólar verði ekki krafðir álits um lögfræðileg efni nema að því leyti sem nauðsynlegt er til úrlausn- ar í dómsmáli. Á það hafi ekki reynt í þessu tilviki og því beri af sjálfsdáðum að fella úrskurðinn úr gildi. Engin afstaða var tekin til spurninga um hæfi dómsmálaráðherra í málinu. Sigurður T. Magnússon, settur ríkissaksókn- ari, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær reikna með því að héraðsdómari boðaði að nýju þinghald í málinu og það fengi efnislega meðferð fyrir dómi. En hugsast gæti að verjendur héldu fast við kröfur um að tekið yrði á hæfi dóms- málaráðherra. Í gær var þinghald fyrir héraðsdómi þar sem fjallað var um dómkvaðningu matsmanna. Fékkst engin niðurstaða í það og málinu frestað til 12. des- ember. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 22. nóvem- ber var komist að þeirri nið- urstöðu að aðeins lægi fyrir formleg yfirlýsing frá Boga Nilssyni ríkissaksóknara um að hann hefði vikið sæti vegna ákæruliðanna 32 sem Hæsti- réttur vísaði frá dómi en ekki hinna átta. Af þeim sökum taldi dómurinn að dómsmálaráðherra hefði ekki haft heimild til að setja Sigurð Tómas Magnússon til að sjá um sak- sókn vegna þessara ákæruliða og Sigurður Tóm- as væri því ekki bær til að fjalla um málið. Tveim- ur dögum eftir úrskurðinn ritaði Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra Boga Nilssyni bréf „að gefnu tilefni“ og bað hann um að upplýsa og stað- festa formlega að hann hefði vikið sæti varðandi ákæruliðina átta. Bogi svaraði samdægurs og staðfesti að hann hefði vikið sæti í öllu málinu. Þessi nýja yfirlýsing ríkissaksóknara var meðal þeirra gagna sem Sigurður Tómas lagði fyrir dóminn eftir að hann kærði úrskurð héraðsdóms. Auk þess sem verjendur töldu að Sigurður Tómas væri ekki bær til að fara með saksókn í þessum hluta málsins töldu þeir að Björn Bjarna- son hefði verið vanhæfur til að setja ríkissaksókn- ara. Í dómi er bent á að skv. lögum og meginreglum réttarfars verði dómstólar ekki krafðir álits um lögfræðileg efni eða hvort tiltekið atvik hafi gerst nema að því leyti sem nauðsynlegt er til úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli. Bresti settan ríkissaksóknara vald til að fara með málið, annað- hvort vegna þess að hann var ekki til þess bær eða ráðherra vanhæfur, verði að líta svo á að ekki hafi verið mætt af hálfu ákæruvalds þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi 16. nóvember eða síðar. Felldi úr gildi úrskurð um að saksóknari væri ekki bær Eftir Rúnar Pálmason og Örlyg Stein Sigurjónsson Sigurður Tómas Magnússon  Úrskurður héraðsdóms | 14 ÍSLENSKIR uppvaskarar fá nú í fyrsta skipti tækifæri til að keppa við kollega sína á Norðurlöndum í atvinnugrein sinni en Efling- stéttarfélag hef- ur óskað eftir þátttakendum í forkeppni sem ber heitið „Vaskasti upp- vaskarinn“ og verður haldin í lok mars á næsta ári. Í framhaldi af for- keppninni verð- ur valinn fimm manna hópur þeirra bestu sem heldur til Stokk- hólms í Svíþjóð á Norðurlandamót í apríl næstkomandi. Allir starfsmenn sem vinna við upp- vask á veitingahúsum eða stóreldhúsum geta skráð sig í keppnina og keppa ýmist fyrir eigin hönd eða viðkomandi veit- ingahúss. Í lokakeppninni munu þeir hins vegar keppa fyrir Íslands hönd. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þá fimm sem verða valdir en þeir fá ferða- kostnað greiddan ásamt ferðalögum og gistingu í Svíþjóð. Íslendingar stefna á Norð- urlandamót í uppvaski

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.