Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ É g er svo hamingjusamur að sjá þig hérna. Það þýðir að eitthvað hefur breyst! Það þýðir að núna er friður,“ segir karlmaður við mig þar sem ég er nýlent á mal- arflugvelli í bænum Rumbek í Suður-Súdan. Hann kynnir sig sem Abraham, brosir og bætir sposkur við: „Þú hefðir ekki komið áður, er það? Nei, ég efast stórlega um það. Velkomin!“ Abraham er 42 ára og hefur barist helming ævi sinnar. Hann var liðsmaður í uppreisn- arhernum SPLA, Sudan People’s Liberation Army. Hann tekur þétt í höndina á mér og fylgir mér í skuggann af stóru tré. Sólin hérna er afar sterk. Abraham er sá fyrsti af mörgum sem ég ræði við um átökin í Suður-Súdan og vonina um uppbyggingu. Hann er einungis sá fyrsti af fjölda fólks sem á eftir að lofa friðinn en vera óviss um framhaldið. „Allt getur gerst. Ó, já, allt getur gerst. Þetta er allt saman mjög spennandi,“ segir hann og hlær. Auðlindir, ófriður og olía Og hvað er þá svona spennandi? Jú, til dæm- is að spá í spilin og velta fyrir sér hvort nýtt ríki sé í augsýn. Verður Suður-Súdan sjálf- stætt land eftir nokkur ár? Eða verður allt mögulega farið í bál og brand og engar kosn- ingar haldnar? Samkvæmt friðarsamningunum sem und- irritaðir voru í janúar sl. skal atkvæðagreiðsla um sjálfstæðið fara fram að sex árum liðnum. Þeir sem sömdu um friðinn voru uppreisnar- herinn SPLA og ríkisstjórnin í höfuðborginni Kartúm. Heimamenn í Suður-Súdan virðast vissir um að án þrýstings frá alþjóðasamfélag- inu hefðu engir samningar orðið. Sitt sýnist hins vegar hverjum um hvort friðurinn haldist. Fyrst eru þeir sem eru sannfærðir um að allt fari vel. Flestir sem álíta það virðast telja að eftir sex ár muni suðrið einfaldlega kjósa sig frá norðrinu og úr verði tvö ríki. Margir sunnanmenn eru hæstánægðir með ráðahag- inn og segjast ekki vilja – og hafa aldrei viljað – tilheyra norðurhluta Súdan og „aröbunum þarna í Kartúm“. Síðan eru þeir sem eru vissir um að upp úr sjóði – annaðhvort með beinu stríði á milli ráðamanna í Kartúm og SPLA eða með óbeinu stríði. Öfl í Kartúm muni þá gera sitt til að stuðla að ófriði á meðal ólíkra hópa í suðrinu og valda sundrung. Sunnanmenn muni þannig sjálfir eyðileggja friðinn og stjórnin þurfi ekki að standa við friðarsamningana. Hún vilji þeg- ar allt kemur til alls ekki missa suðurhlutann frá sér. Þar séu auðlindirnar, þar sé olían. Loks eru þeir sem vona að friðurinn haldist og vilja trúa á hann – en eru óvissir um hvað gerist og segja lítið hægt að spá fyrir um það. Langflestir viðmælenda minna tilheyra þess- um hópi. „Jafnvel þótt við komumst jafnlangt og að kosningum eftir sex ár og úr þeim komi í ljós að suðrið vilji aðskilnað frá norðrinu – þá ger- ist bara eitthvað sem enginn hefur séð fyrir. Þetta er allt svo óljóst,“ segir einn sem barðist lengi með SPLA en vinnur í dag sem túlkur hjá Oxfam hjálparsamtökunum. Kannski kristallast ástandið í Suður-Súdan í vangaveltum nemenda í grunnskóla nokkrum sem ég heimsæki. Skólastofurnar eru í bamb- uskofum og skortur er á kennslugögnum. Að- staðan er engu að síður til fyrirmyndar miðað við það sem gengur og gerist á svæðinu. Út- lendingurinn er þaulspurður, meðal annars um hvernig halda eigi frið og koma í veg fyrir að átök brjótist út aftur. „Við þekkjum ekki frið,“ útskýrir strákur í sjöunda bekk sem lítur út fyrir að vera um tví- tugt. „Hvað merkir friður í raun og veru?“ Drengurinn brosir feiminn. „Hvað gerist næst?“ spyr annar í stofunni við hliðina. Mér vefst tunga um tönn. Ég veit ekki hvað segja skal en verður einungis hugs- að til allra þeirra sem snúa nú aftur til sinna heima eftir stríðið. Sumir hafa gengið meira en mánuð úr flóttamannabúðum eða þar sem þeir leituðu skjóls hjá ættingjum. Hljóta þeir ekki að trúa á að friðurinn haldist og vera merki um að hann geri það? „Þú segir okkur að vera þolinmóð og halda friðinn en hver fer og segir aröbunum það sama?“ spyr táningur í sjötta bekk og er æst- ur. „Það verðum ekki við sem rjúfum friðinn heldur þeir. Það er ekki hægt að treysta þeim.“ Félagi hans bætir fúll við: „Þegar við fengum sjálfstæði var valdið allt hjá þeim en ekki okkur. Bretar gáfu þeim öll völdin,“ segir hann önugur en brosir síðan hressilega og spyr hversu kalt sé á Íslandi. Við eigum ekkert nema vonina Óhugnanlegir atburðir í Darfur í vesturhluta Súdan eru á vitorði flestra. Færri vita af sögulegum friðarsamningum sem undirritaðir voru í janúar á milli ríkisstjórnar landsins og uppreisnarmanna í suð- urhlutanum. Þar með lauk 21 árs borgarastyrjöld. Hundruð þúsunda snúa nú aftur til síns fyrra heima í von um að friðurinn haldist. En hversu líklegt er að svo verði? Sig- ríður Víðis Jónsdóttir er í Súdan. Morgunblaðið/Sigríður Víðis Jónsdóttir Stúlkur úti á landi gæta yngri systkina sinna. Nemendur í skólastofu. Þeir segjast ekki þekkja frið og þaulspyrja blaðamann um hvernig halda eigi frið og koma í veg fyrir að átök brjótist út aftur.      ,- ./       %' 0123 ,14/#23 5  3 ,26 788  9%' '    )   :$ , ;$ '$      Súdan er stærsta landið í Afríku og þar býr fjöldi þjóðernishópa. Tungumálin í landinu eru yf- ir 100 talsins. Um 40% landsmanna skilgreina sig sem araba en 60% tala um sig sem „blacks“ eða „svarta“.  Í norðurhluta Súdan eru múslimar í meirihluta. Sumir eru arabar en sumir svartir á hörund, líkt og í Darfur-héraði. Í suðurhluta landsins eru svartir í meirihluta og þar eru margir kristnir.  Súdan var bresk nýlenda. Undir stjórn Breta var suðurhluta landsins stjórnað sem sérstöku svæði. Þar eru helstu auðlindir Súdan – olía, gull og fleira. Þegar landið fékk sjálfstæði frá Bret- um árið 1956 varð suðurhlutinn þó ekki sjálfstætt land. Völdin fóru til araba í norðri og Súdan hélt áfram að vera eitt land með borgina Khartoum sem höfuðborg.  Sunnanmenn voru ekki ánægðir með að völdin væru í norðrinu og risu upp. Fyrst var barist allt fram til ársins 1972. Eftir rúmlega tíu ára frið sauð aftur upp úr. Þá reyndi ríkisstjórnin meðal annars að koma á íslömskum sharia-lögum yfir allt landið. Uppreisnarherinn Sudan People’s Liberation Army, eða SPLA, var í framhaldinu stofnaður. Foringi hans var John Gar- ang.  Auk þess sem SPLA barðist við stjórnarher landsins tóku ólíkir þjóðernishópar í suðrinu að berjast og uppreisnarmenn frá Norður-Úganda réðust á óbreytta borgara.  Árið 2002 sömdu ríkisstjórnin og SPLA loks um vopnahlé. Friðarviðræður fóru fram undir þrýstingi frá alþjóðasamfélaginu og lauk með undirritun samninga í janúar á þessu ári.  Stríðið á milli ríkisstjórnarinnar í norðri og SPLA í suðri er ekki tengt átökunum í Darfur í vesturhluta Súdan, þótt uppreisnarmenn á báðum stöðum ásaki ríkisstjórnina um að mis- muna svörtu fólki á kostnað araba.  Nærri 2 milljónir féllu í átökunum í Suður-Súdan. Talið er að 4 milljónir hafa flúið innanlands í Súdan og að rúm hálf milljón hafi farið sem flóttafólk til annarra landa.  Hundruð þúsunda hafa þegar snúið aftur til Suður-Súdan og margir eru á leiðinni. Út á hvað gekk borgarastyrjöldin? 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.