Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 11 Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður og Páll Hjaltason arkitekt eru foreldrar Alexanders, tíu ára drengs sem hefur verið í Öskjuhlíðarskóla frá sex ára aldri. Þau segja Alexander glaðan ung- an dreng sem á sér griðastað í skól- anum, en þar er hann ánægður og líð- ur mjög vel. Alexander er mikið fatlaður, getur ekki talað en hefur farið mikið fram í skólanum og gengur í göngugrind. „Fyrst var Alexander á Sólborg við Öskjuhlíð, sem er yndislegt barna- heimili þar sem voru fleiri fötluð börn,“ segja þau Steinunn og Páll. „Við kvið- um mikið fyrir þegar kom að skóla- göngunni og veltum því fyrir okkur hvort hann ætti að fara í venjulegan skóla. Síðan fórum við og skoðuðum Öskjuhlíðarskóla. Við höfðum heyrt að gott og hæft starfsfólk drægist að vinnustöðum á borð við hann, og það er svo sannarlega raunin. Við getum ekki annað en dáðst að kennurunum og starfinu í skólanum.“ Steinunn segir Alexander syngja af gleði á leiðinni í skólann, hann sé svo ánægður þar. „Hann er þar í sínum heimi, heimi sem við foreldrarnir eru gestir í. Hann fær svo sannarlega að njóta sín í skólanum. Kennararnir hafa fylgt Alexander eftir frá því hann byrjaði og kunna því alveg inn á hann. Hann getur lítið talað og notar lítið táknmál, stundum þurf- um við að spyrja kennarana hvað hann sé að segja. Spyrja hvað Ní þýðir eða hvað það merki þegar hann setur fing- urinn upp að kinninni,“ segir Steinunn og hlær. „Alexander hefur farið mjög mikið fram í skólanum síðan hann byrj- aði. Hann er í talþjálfun í vetur og er sí- fellt að mynda ný orð og nota sér- hljóða sem við höfum ekki heyrt áður.“ Þau segja að tvisvar á ári komi for- eldrar, kennarar og stuðningsaðilar saman og samræmi kennslumarkmið fyrir næstu mánuði. Átta nemendur eru í bekk Alexanders og er sérstakt prógramm gert fyrir hvern. Páll og Steinunn segja þær raddir hafa heyrst að leggja ætti Öskjuhlíð- arskóla niður og segja þau það mikið áhyggjuefni fyrir foreldra þeirra barna sem eru í skólanum. „Það er falleg hugsun að allir geti verið í einu skóla- umhverfi en raunveruleikinn er ekki þannig,“ segir Páll. „Sum börn ráða bara ekki við heilbrigðan hóp eða hefðbundið menntaumhverfi. Enginn veit hvað veldur fötlun Alex- anders eða hvort honum muni fara mikið fram – hann er að skrifa sína eig- in bók. En hann kemur okkur sífellt á óvart með því að geta eitthvað nýtt. Það þarf samt að kenna honum allt frá grunni og hann þarf algjörlega vernd- að umhverfi.“ „Þetta er frábær skóli,“ segja þau bæði. „Alexander er svo sæll þar. Það þarf að hjálpa skólanum að halda þessu öfluga starfi gangandi – í bættu húsnæði. Þrátt fyrir aðstöðuleysi er ótrúlegt hvað kennurunum auðnast að gera.“ Syngur af gleði á leið í skólann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.