Morgunblaðið - 04.12.2005, Síða 11

Morgunblaðið - 04.12.2005, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 11 Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður og Páll Hjaltason arkitekt eru foreldrar Alexanders, tíu ára drengs sem hefur verið í Öskjuhlíðarskóla frá sex ára aldri. Þau segja Alexander glaðan ung- an dreng sem á sér griðastað í skól- anum, en þar er hann ánægður og líð- ur mjög vel. Alexander er mikið fatlaður, getur ekki talað en hefur farið mikið fram í skólanum og gengur í göngugrind. „Fyrst var Alexander á Sólborg við Öskjuhlíð, sem er yndislegt barna- heimili þar sem voru fleiri fötluð börn,“ segja þau Steinunn og Páll. „Við kvið- um mikið fyrir þegar kom að skóla- göngunni og veltum því fyrir okkur hvort hann ætti að fara í venjulegan skóla. Síðan fórum við og skoðuðum Öskjuhlíðarskóla. Við höfðum heyrt að gott og hæft starfsfólk drægist að vinnustöðum á borð við hann, og það er svo sannarlega raunin. Við getum ekki annað en dáðst að kennurunum og starfinu í skólanum.“ Steinunn segir Alexander syngja af gleði á leiðinni í skólann, hann sé svo ánægður þar. „Hann er þar í sínum heimi, heimi sem við foreldrarnir eru gestir í. Hann fær svo sannarlega að njóta sín í skólanum. Kennararnir hafa fylgt Alexander eftir frá því hann byrjaði og kunna því alveg inn á hann. Hann getur lítið talað og notar lítið táknmál, stundum þurf- um við að spyrja kennarana hvað hann sé að segja. Spyrja hvað Ní þýðir eða hvað það merki þegar hann setur fing- urinn upp að kinninni,“ segir Steinunn og hlær. „Alexander hefur farið mjög mikið fram í skólanum síðan hann byrj- aði. Hann er í talþjálfun í vetur og er sí- fellt að mynda ný orð og nota sér- hljóða sem við höfum ekki heyrt áður.“ Þau segja að tvisvar á ári komi for- eldrar, kennarar og stuðningsaðilar saman og samræmi kennslumarkmið fyrir næstu mánuði. Átta nemendur eru í bekk Alexanders og er sérstakt prógramm gert fyrir hvern. Páll og Steinunn segja þær raddir hafa heyrst að leggja ætti Öskjuhlíð- arskóla niður og segja þau það mikið áhyggjuefni fyrir foreldra þeirra barna sem eru í skólanum. „Það er falleg hugsun að allir geti verið í einu skóla- umhverfi en raunveruleikinn er ekki þannig,“ segir Páll. „Sum börn ráða bara ekki við heilbrigðan hóp eða hefðbundið menntaumhverfi. Enginn veit hvað veldur fötlun Alex- anders eða hvort honum muni fara mikið fram – hann er að skrifa sína eig- in bók. En hann kemur okkur sífellt á óvart með því að geta eitthvað nýtt. Það þarf samt að kenna honum allt frá grunni og hann þarf algjörlega vernd- að umhverfi.“ „Þetta er frábær skóli,“ segja þau bæði. „Alexander er svo sæll þar. Það þarf að hjálpa skólanum að halda þessu öfluga starfi gangandi – í bættu húsnæði. Þrátt fyrir aðstöðuleysi er ótrúlegt hvað kennurunum auðnast að gera.“ Syngur af gleði á leið í skólann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.