Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Í LOK síðastliðins árs spunnust miklar umræður í samfélaginu um þá ákvörðun Alþingis að fella niður bein framlög á fjárlögum til Mannréttinda- skrifstofu Íslands (MRSÍ) og veita þess í stað átta milljónir til mannréttindamála almennt, sem skipt var jafnt milli ráðu- neyta utanríkis- og dómsmála. MRSÍ og aðildarfélög hennar mótmæltu þessari ráðstöfun, sem og stór hluti mannrétt- indastofnana Evrópu. Mótmælin lutu einkum að því að með þessari ráðstöfun væri vegið að sjálfstæði skrifstofunnar sem og að fjárhags- legum grundvelli hennar þar sem ekki væri hægt að sjá fyrir hver framlögin yrðu ef einhver. Enn fremur lýstu systurstofnanirnar á Norðurlöndum yfir áhyggjum af því að þessi ákvörðun hefði áhrif á norrænt samstarf, sem og aðrar mannréttindastofnanir. Við umræður um málið innan Alþingis sem utan, kom fram sú skoðun að hér væri ekki um efn- islega breytingu að ræða heldur formlega og engin ástæða væri til að ætla að MRSÍ fengi minna fé en áður. Því miður varð raunin önnur. Af þeim fjórum milljónum sem dómsmálaráðuneytið hafði til umráða fékk MRSÍ kr. 2.490.000 og er þar með talið framlag til sameiginlegs verkefnis með Mann- réttindastofnun Háskóla Íslands. Af fjórum milljónum utanrík- isráðuneytis fær MRSÍ ekkert. Þegar er utanríkisráðuneytið búið að ráðstafa 800.000 krónum til Mannréttindastofnunar HÍ. Þær 3.200.000 sem þá standa eftir hyggst ráðuneytið nota til mannréttindamála er- lendis, en ekki hefur tekist að fá upplýs- ingar um til hvaða verkefna fénu verður varið. Niðurstaðan er því sú að af þeim átta milljónum sem ætlaðar voru til mannréttinda- mála hafa tæplega 2,5 milljónir farið til MRSÍ í stað 8 milljóna áður. Nú er til meðferðar á Alþingi fjárlagafrumvarp næsta árs. Sam- kvæmt frumvarpinu verður sami háttur hafður á og í fyrra, þ.e. MRSÍ er ekki ætlað neitt framlag á fjárlögum. Sömu upphæð er var- ið til mannréttindamála almennt, þ.e. 8 milljónum, og fellur það nú allt undir dómsmálaráðuneytið. Í ljósi reynslunnar verða þingmenn að gera sér grein fyrir því að með því að veita enga fjármuni til skrif- stofunnar leggst af það mikilvæga starf, sem skrifstofan hefur unnið. Tekist hefur að halda skrifstofunni á floti þetta árið með hjálp góðra stuðningsmanna, félaga, stofnana og fyrirtækja sem hafa lagst á eitt að halda starfseminni gangandi út þetta ár eða þar til fyrir liggur af- staða Alþingis um fjárveitingar næsta árs til skrifstofunnar. Hinn 2. október sl. samþykkti ársþing AHRI-samtakanna, sem eru sam- tök allra helstu mannréttinda- stofnana Evrópu, ályktun þar sem skorað er á Alþingi að tryggja rekstur skrifstofunnar og sjálf- stæði. Verkefni MRSÍ hafa verið margvísleg á undanförnum árum, skrifstofan hefur haldið reglulega málþing og málstofur um hin ýmsu svið mannréttinda, staðið fyrir rannsóknum, unnið að gagna- grunni um mannréttindamál fyrir Íslendinga, haldið námskeið fyrir almenning og einstaka hópa. Þá hefur MRSÍ gefið umsagnir um lagafrumvörp, sem á einhvern hátt snerta mannréttindi, og skilað skýrslum til alþjóðastofnana um framkvæmd alþjóðlegra mannrétt- indasamninga á Íslandi. Hér er þó fátt eitt talið. Loks má nefna þátt- töku MRSÍ í alþjóðlegu mannrétt- indastarfi, en hún er fulltrúi Ís- lands í hinum ýmsu samstarfs- verkefnum á sviði mannréttinda. Þróunin hefur verið sú í Evrópu að æ fleiri ríki hafa farið að til- mælum m.a. Sameinuðu þjóðanna um að tryggja að starfræktar séu í aðildarríkjum, óháðar mannrétt- indastofnanir sem hafi eftirlit með mannréttindum innanlands og taki fyrir hönd síns ríkis þátt í al- þjóðlegu samstarfi mannréttinda- stofnana með það að markmiði að vinna að auknum mannréttindum í veröldinni. Engin slík stofnun starfar á Íslandi en MRSÍ hefur hingað til sinnt þessu hlutverki og verður það að teljast ákaflega ódýr kostur fyrir Ísland. Verði skrifstofunni ekki tryggt fjármagn á fjárlögum nú, þýðir það einfald- lega að Ísland á ekki lengur full- trúa í almennu mannréttindastarfi í Evrópu. Rödd Íslands mun því ekki lengur heyrast í því mikla mannréttindastarfi sem fram fer í Evrópu. Vernd og virðing mannréttinda er grundvöllur lýðræðissamfélags og réttarríkis. Mannréttindi eru ekki eitthvað sem fæst í eitt skipti fyrir öll heldur þarf umræðan sí- fellt að vera vakandi. Þessi afstaða og áhersla á mikilvægi stofnana á borð við MRSÍ hefur ítrekað verið áréttuð í hinum ýmsu samningum og yfirlýsingum alþjóðastofnana sem Ísland er aðili að. Sé það skoðun íslenskra þing- manna að Ísland eigi að skera sig úr að þessu leyti og draga til baka stuðning sinn við þessa afstöðu og verða auk þess eina ríkið í Vestur- Evrópu sem ekki vill tryggja rekstur óháðrar mannréttinda- stofnunar í samræmi við fyrr- nefndar yfirlýsingar, hvet ég þá til að gera kjósendum skýra grein fyrir afstöðu sinni. Ég skora á hæstvirt Alþingi að tryggja Mannréttindaskrifstofu Ís- lands fjárframlag á næstu fjár- lögum þannig að ekki þurfi að leggja niður þá mikilvægu starf- semi sem þar er og hefur verið. Um mannréttindi – Opið bréf til alþingismanna Brynhildur G. Flóvenz fjallar um stöðu Mannréttindaskrifstofu Íslands ’Verði skrifstofunniekki tryggt fjármagn á fjárlögum nú, þýðir það einfaldlega að Ísland á ekki lengur fulltrúa í al- mennu mannréttinda- starfi í Evrópu.‘ Brynhildur G. Flóvenz Höfundur er lögfræðingur og formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands. Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel að það liggi ekki nægilega ljóst fyrir hvernig eða hvort hinn evangelísk-lútherski vígslu- skilningur fari í bága við það að gefa saman fólk af sama kyni …“ Birgir Ásgeirsson: Opið bréf til vígslubiskups Skálholtsstiftis, biskups Íslands, kirkjuráðs og kirkjuþings. Jakob Björnsson: Útmálun hel- vítis. „Álvinnsla á Íslandi dregur úr losun koltvísýrings í heim- inum borið saman við að álið væri alls ekki framleitt og þyngri efni notuð í farartæki í þess stað, og enn meira borið saman við að álið væri ella fram- leitt með raforku úr eldsneyti.“ Þorsteinn H. Gunnarsson fjallar um rjúpnaveiðina og aug- lýsingu um hana, sem hann telur annmarka á. Eggert B. Ólafsson: Vegagerð- in hafnar hagstæðasta tilboði í flugvallarrútuna. Örn Sigurðsson: Bornir eru saman fjórir valkostir fyrir nýj- an innanlandsflugvöll. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.