Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 22
Þeir voru sennilega ófáir semdönsuðu við gáskafullahljóma Sumars á Sýrlandiá sínum tíma og enn þanndag í dag skekja sig og hrista dansþyrstir Íslendingar við takt þessarar plötu, svo lífseig er hún. Platan var tekin upp í Clapham, úthverfi Lundúnaborgar, en hver er sagan á bak við upptökustaðinn og plötuna? „Ástæðan fyrir því að við fórum ut- an var sú að hér heima voru bara engin almennileg stúdíó til upptöku nema kannski í Ríkisútvarpinu en það þótti frekar frumstætt að taka upp rokk og ról þar. Það þurfti að taka upp allt í einni töku og við vorum kannski ekki orðnir fullmótað band heldur frekar vinir úr menntaskóla sem komu héðan og þaðan. Aðallega voru Stuðmenn Jakob Frímann Magnússon og Valgeir Guðjónsson, en ég og Sigurður Bjóla vorum bara teknir með sem varamenn. Hluti af bandinu bjó í Bretlandi á þessum tíma, í kringum 1974, meðal annars Jakob sem var þar að taka upp plötur fyrir Ámunda Ámunda- son. Ámundi hafði slegið til og ætlað að kosta upptöku plötu okkar og gengum við í samstarf við hann. Þetta var frjór tími, enda vorum við þarna í einhverjar vikur. Þetta tók aðeins lengri tíma hérna í den, en við sömdum lög og tókum upp jöfnun höndum þótt sum þeirra hafi verið til fyrir. Síðan gerist það að Ámundi hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til að gefa út plötuna og það stefndi í að hún yrði ekki gefin út. Þannig að í skarðið hljóp ungur maður, sem var að hefja sinn feril sem útgefandi, Steinar Berg að nafni, plötusali í Faco og mikill snillingur. Eftir það varð hann útgefandinn.“ Blár skuggi Í fylgiriti afmælisdisksins er örlítil frásögn um hvert lag, hvernig þau urðu til og þess háttar. Manni virðist hafa verið þónokkur blár skuggi í kringum ykkur við gerð plötunnar. „Já já,“ muldrar Egill Er þetta satt eða logið? „Þetta er nú ekki logið, þau urðu nú til við allavega kringumstæður. Sum þeirra voru endanlega sniðin til í London. „Í bláum skugga“ var lag sem Sigurður Bjóla átti í sínum fór- um. „Söngur dýranna í Týról“ varð til uppi á lofti í Skólastrætinu hjá Júlíusi Agnarssyni vini mínum og hét þá „In the middle of the street“.“ Hvernig var ástandið á þér þá? „Tja ég man það nú ekki lengur en ég var fullur af gáska og fjöri, eigum við ekki að segja það. Mörg þessara laga urðu til við þær aðstæður að Júl- íus átti tveggja rása upptökutæki þar sem hægt var að taka upp svokallað „sound on sound“ – það var hægt að taka hljóð ofan á hljóð. Oft sátum við fyrir framan tækið og tókum upp hitt og þetta til að athuga hvernig það hljómaði, oft var það ágætt og þar á meðal var þetta lag sem endaði á plötunni án þess þó að við áttuðum okkur á því hvers konar vörðusteinar þetta yrðu í framtíðinni. Júlíus varð síðar hljóðmaðurinn okkar og lék mikilvægt hlutverk í „Með allt á hreinu“ en hann var skemmtikraft- urinn sem sló puttunum á milli handa sinna.“ Vörðusteinar Hvernig lýsir þú umhverfinu þegar platan kemur út? „Án þess að við gerðum okkur grein fyrir því þá var þetta dálítið skemmtileg tilbreyting í flóruna sem þá var kannski ekki mjög fjöl- skrúðug. En það voru nokkrir að gera skemmtilega hluti á borð við Þokkabót, Náttúru, Hljóma sem mig minnir að hafi verið til og náttúrulega Ðe lónlí blú bojs og margir fleiri.“ Var þetta jaðarpopp sem þið spil- uðuð? „Já að vissu leyti, þetta kom úr óvæntri átt, allt í einu voru þarna komnir menn sem þannig séð höfðu ekkert verið í poppinu. Við vorum heldur kannski ekki á þessu venju- lega poppararóli. Undirtónninn okkar var ekki alveg hefðbundinn, hann kannski virðist vera ein- feldningslegur og galgopalegur en undir niðri er sérstæður undirtónn.“ Heldurðu að þið hefðuð ekki orðið tónlistarmenn ef það hefði ekki verið fyrir þessa plötu? „Jú ég held það. Sjálfur var ég í tónlistarnámi samhliða því að vera í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ætlaði mér að verða óperusöngvari. Ég held að ég hafi verið nokkuð ákveðinn í því að vilja verða söngvari þá.“ En hvað um hina? „Valgeir og Sigurður Bjóla voru komnir í Háskóla Íslands að mig minnir í landafræði en ég veit það ekki. Þetta voru og eru fínir og góðir músíkantar. Þegar menn hafa músík- ina í blóðinu vaxa menn aldrei frá henni. Ég held að Jakob og Valgeir hefðu aldrei farið neitt annað enda frábærir lagasmiðir og músíkantar. Jakob með sinn fjölbreytta stíl, djass- maður og getur spilað ýmiskonar stíl- Hinn gáskafulli tónn Morgunblaðið/Sverrir Árið 1975 gaf óþekkta jaðarpoppsveitin Stuðmenn út plöt- una Sumar á Sýrlandi sem átti eftir að marka tímamót bæði í lífi þessara vina úr Menntaskólanum við Hamrahlíð svo og þjóðarinnar. Nú þrjátíu árum síðar hafa Stuðmenn ákveðið að endurútgefa plötuna í tilefni þessa stórafmælis. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson tók Egil Ólafsson, söngvara sveit- arinnar, og Steinar Berg útgefanda tali af því tilefni. ’Hljómsveitin var í byrjun hugsuð sem hálfgildings skólaband og okkar helstu áhangendur voru þeir sem voru samskóla okkur.‘ 22 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ En hvernig kom það til aðSteinar fór í plötuútgáfumeð Stuðmönnum?„Faco var leiðandiverslun í heildsölu og smásölu á plötum og mikil miðstöð tónlistarunnenda. Við vorum án efa svalasta búðin í bænum og fylgd- umst vel með til að vera á undan öðrum með nýtt efni. Tónlistar- menn komu oft í heimsókn til mín til þess að fá fréttir af því hvað væri í gangi og svo framvegis, enda umhverfið allt öðruvísi en er í dag, einungis ein útvarpsstöð sem spilaði sáralítið popp og nátt- úrulega ekkert internet eða neitt slíkt. Jakob Frímann Magnússon var einn af þeim tónlistarmönnun sem komu oft í búðina og eitt skiptið kom hann með kassettu til mín og þessa hugmynd um að ég kæmi að þessum útgáfuþætti plöt- unnar. Ég held að hann hafi séð það fyrir sér að tengdafaðir minn átti svolítið undir sér og gat ábyrgst greiðslu og ég var talsvert leiðandi fígúra hvað varðar tónlist og hvaða tónlist gekk í fólk. Þeir voru þá búnir að taka upp plötuna og það fyrir annað fyrirtæki, Á Records eða Ámunda Ámundason. Það samstarf fór nú úrskeiðis vegna fjárhagsörðugleika, ekki tókst að greiða stúdíótíma og þess háttar vandræði sem þótti brýnt að leysa.“ Hvernig fylgdir þú plötunni úr hlaði, hvernig fór markaðssetning fram? „Þá var orðið markaðssetning ekki til, en ég fór nýjar leiðir í kynningu á plötunni. Ég „plöggaði“ eða kynnti hana eins og ég gat.“ Hvernig fór það fram? „Það var til dæmis að mæta klukkan átta á morgnana í morg- unútvarpið og herja á Pétur Pét- ursson og Jón Múla sem vissu lítið um svona popp. Þá labbaði maður bara inn af götu inn í Útvarpshús og þaðan inn í þulastofu. Og það stoppaði mann enginn, maður bara kynnti sig og bað þá um að spila plötuna. Síðan voru náttúrulega böll og fleira.“ Hvernig plata var Sumar á Sýr- landi? „Sumar á Sýrlandi var langt í frá að vera hefðbundið vinsælda- popp, platan var jaðarpopp. Ðe Lónlí blú bojs voru popp fyrir yngra fólk og síðan var dæg- urtónlist á borð við tónlist Ellýjar Vilhjálms vinsæl. Ég seldi plötur sjálfur náttúrlega og Sumar á Sýr- landi var mjög erfið í sölu til að byrja með enda var þetta bara menntaskólahúmor sem hafði Platan var jaðarpopp Morgunblaðið/ÞÖK Steinar Berg plötuútgefandi steig sín fyrstu skref í útgáfu- bransanum þegar Sumar á Sýrlandi var gefin út árið 1975 og lagði þar grunn að þrjátíu ára ferli sínum í útgáfubrans- anum. Þetta voru þó síður en svo hans fyrstu skref í tón- listarbransanum þar sem hann hafði verið verslunarstjóri í hljómtækja- og plötubúðinni Faco. ’Hljómurinn var„erlendis“ án nokk- urs vafa. Síðan var ákveðin uppreisn í henni, hún daðraði við dóp.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.