Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hér er gripið niður í ævisögu Arm-strong þegar krabbameinið erfarið að hrjá hann en hann er ennógreindur.Auðvitað hefði ég átt að vita að það var eitthvað að mér. En íþróttamenn, sér- staklega hjólreiðamenn, hafa atvinnu af afneit- un. Maður afneitar öllum verkjunum og sárs- aukanum vegna þess að maður verður að gera það til að komast í mark. Þetta er sjálfspynt- ingaríþrótt. Maður er á hjólinu allan daginn, í sex til sjö tíma í senn, í alls konar veðri og vind- um, yfir götusteina og möl, í leðju og roki og rigningu, jafnvel hagléli, og maður lætur sárs- aukann aldrei ná yfirhöndinni. Mann verkjar alls staðar. Mann verkjar í bakið, verkjar í fæturna, verkjar í hendurnar, hálsinn, og svo verkjar mann auðvitað í rass- inn. Þess vegna veitti ég því enga sérstaka at- hygli að mér leið ekki allt of vel árið 1996. Þeg- ar hægra eistað á mér varð svolítið bólgið um veturinn sagði ég sjálfum mér að bíta á jaxlinn því ég gerði ráð fyrir að ég hefði bara meitt mig eitthvað á hjólinu eða að kerfið í mér væri að bæta upp eitthvert sálrænt karlmennskudæmi. Mér gekk vel í hjólreiðunum, betur en nokkru sinni, og það var engin ástæða til að hætta. Hjólreiðar eru íþrótt þar sem gömlum kempum vegnar best. Þær krefjast líkamlegr- ar seiglu sem byggist upp með árunum og út- sjónarsemi sem maður öðlast aðeins af reynsl- unni. Árið 1996 fannst mér ég loksins vera að komast á toppinn. Um vorið vann ég, fyrstur Bandaríkjamanna, keppni sem kallast Flèche- Wallonne, mikla þrekraun yfir Ardennafjöll- inn. Ég var í öðru sæti í Liège-Bostogne-Liège, klassískri keppni þar sem hjólaðir eru rúmir 268 kílómetrar á einum svakalegum degi. Og síðan vann ég Tour Du Pont keppnina í Karól- ínufjöllunum þar sem hjólaðir eru 1.970 kíló- metrar á tólf dögum. Ég bætti við mig fimm silfrum til viðbótar og var við það að komast á topp fimm á alþjóðlega listanum í fyrsta skipti á ævinni. En áhangendur hjólreiða tóku eftir undar- legu fráviki þegar ég vann Tour Du Pont keppnina. Þegar ég sigraði í keppnum var ég vanur að reka hnefana sitt á hvað út í loftið þegar ég renndi mér yfir endamarkið. En í þetta sinn var ég of uppgefinn til að fagna á hjólinu. Augun í mér voru blóðhlaupin og ég var rjóður í framan. Afrek mín þetta vor hefðu átt að fylla mig sjálfstrausti og orku en þess í stað var ég bara þreyttur. Ég var aumur í geirvörtunum. Hefði ég vitað betur hefði ég áttað mig á því að það var sjúkdómseinkenni. Það þýddi að ég var með aukið magn af HCG sem er hormón sem einkum þungaðar konur framleiða. Karlmenn hafa ekki nema agnarlítið af því, nema eistun séu í ólagi. Ég hélt ég hefði einfaldlega ofkeyrt mig. Bíttu á jaxlinn, sagði ég við sjálfan mig, þú mátt ekki við því að vera þreyttur. Fram undan átti ég enn eftir tvær mikilvægustu keppnir tímabilsins, Frakklandsreiðarnar – Tour de France eða Túrinn, og Ólympíuleikana í Atl- anta, en þetta voru þær keppnir sem ég hafði miðað alla þjálfun og keppnir við. Ég hætti í Tour de France eftir aðeins fimm daga. Ég hjólaði í ausandi rigningu og fékk hálsbólgu og lungnakvef. Ég var með slæman hósta og verki í mjóbakinu og komst einfald- lega ekki aftur upp á hjólið. „Ég náði ekki and- anum,“ sagði ég fréttamönnum. Eftir á að hyggja eru þetta ískyggileg orð. Í Atlanta gaf líkaminn sig aftur. Ég var í sjötta sæti í tímakeppninni og tólfti í götuhjóla- keppninni, það var ágætis árangur á heildina litið en nokkur vonbrigði miðað við væntingar mínar. Alltaf með skýringar reiðum höndum Heima í Austin reyndi ég að telja sjálfum mér trú um að ég væri bara með flensu. Ég svaf ósköpin öll og fannst ég aumur og sljór. Ég leiddi það hjá mér. Ég kenndi um löngu og strembnu tímabili. Ég hélt upp á tuttugu og fimm ára afmæli mitt 18. september og tveimur kvöldum síðar bauð ég húsfylli af vinum heim í partí fyrir tón- leika með Jimmy Buffet og við leigðum okkur margarítuvél. Móðir mín, Linda, kom í heim- sókn frá Plano og í miðju partíinu sagði ég við hana: „Ég er hamingjusamasti maður í heimi.“ Ég naut lífsins. Ég var í tygjum við fallega há- skólastúlku við Texasháskóla sem hét Lisa Shiels. Ég var nýbúinn að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við virt franskt keppnis- lið, Cofidis, sem hljóðaði upp á 2,5 milljónir bandaríkjadala. Ég átti frábært nýtt hús sem ég hafði eytt mörgum mánuðum í að byggja og hvert einasta smáatriði í arkítektúrnum og innanhússhönnuninni var nákvæmlega eins og ég vildi hafa það. Það var í Miðjarðarhafsstíl og stóð við bakka Austinvatns, með háum glugg- um sem vissu út að sundlaug og ítalskri verönd sem lá niður að bryggju þar sem ég geymdi sjósleða og hraðbát. Aðeins eitt eyðilagði kvöldið fyrir mér. Um miðja tónleikana fann ég fyrir höfuðverk. Hann byrjaði sem vægur sláttur. Ég gleypti tvær aspirín. Það gagnaðist ekkert. Í rauninni versnaði verkurinn. Ég reyndi íbúprófen. Nú var ég með fjórar töflur í blóðinu en höfuðverkurinn ágerðist bara. Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég hefði drukkið aðeins of margar margarítur og ákvað að drekka aldrei eina einustu aftur. Vinur minn, umboðsmaður og lögfræðingur, Bill Stapleton, fékk mígrenislyf hjá Lauru konunni sinni sem var með stauk af því í veskinu. Ég tók þrjár pillur. Þær slógu heldur ekkert á verkinn. Þegar nú var komið var þetta höfuðverkur eins og maður sér í bíómyndum, lamandi og skelfilegur sársauki. Að lokum gafst ég upp og fór heim. Ég slökkti öll ljós í húsinu og lagðist í sófann, lá grafkyrr. Verkurinn minnkaði ekkert en ég var orðinn svo uppgefinn af sársaukanum og eftir allt þetta tekíla að ég sofnaði að lokum. Þegar ég vaknaði næsta dag var verkurinn horfinn. Ég fór að baksa við að laga kaffi í eld- húsinu og áttaði mig þá á því að sjónin var eilít- ið þokukennd. Allar útlínur virtust óskýrar. Ég hlýt að vera að eldast, hugsaði ég. Kannski þarf ég að fá gleraugu. Ég fann afsökun fyrir öllu. Nokkrum dögum síðar sat ég heima í stofu að tala í símann við Bill Stapleton þegar ég fékk heiftarlegt hóstakast. Ég kúgaðist og fann eitthvað málmkennt og salt í kokinu á mér. „Bíddu aðeins,“ sagði ég. „Það er eitthvað ekki í lagi.“ Ég rauk inn á baðherbergi. Ég hóstaði yfir vaskinum. Hann var ataður blóði. Ég starði í vaskinn. Ég hóstaði aftur og aftur spýttist upp úr mér rauður taumur. Ég ætlaði ekki að trúa því að allt þetta blóð og allir þessir kekkir hefðu kom- ið úr líkama mínum. Skelkaður hélt ég aftur inn í stofu og tók upp símann. „Bill, ég verð að hringja í þig seinna,“ sagði ég. Ég lagði á og hringdi strax í nágranna minn, Rick Parker lækni, góðan vin sem var líka heimilislæknir minn í Austin. Rick bjó aðeins neðar í hlíðinni. „Geturðu komið?“ sagði ég. „Ég er að hósta upp blóði.“ Á meðan Rick ók til mín fór ég aftur inn á bað og virti fyrir mér blóðið í vaskinum. Allt í einu skrúfaði ég frá krananum. Mig langaði til að skola það í burtu. Stundum geri ég hluti án þess að vita hvers vegna. Ég vildi ekki að Rick sæi þetta. Ég skammaðist mín. Ég vildi að þetta hyrfi. Rick mætti á svæðið og skoðaði upp í nef og munn á mér. Hann lýsti ofan í kokið á mér og bað um að fá að sjá blóðið. Ég sýndi honum það litla sem eftir var í vaskinum. Ó, guð, hugsaði ég, ég get ekki sagt honum hvað það var mikið, það er svo ógeðslegt. Það sem eftir var virtist ekki svo mikið. Rick var vanur því að heyra mig kvarta und- an stífluðum ennisholunum og ofnæmi. Það er mikið af eilífðargrasi og frjókornum í Austin og sama hversu kvalinn ég er má ég ekki taka of- næmislyf vegna strangra lyfjareglugerða í hjólreiðum. Ég verð að harka af mér. „Það gæti verið að blæða úr ennisholunum,“ sagði Rick. „Þú gætir hafa sprengt æð.“ „Gott mál,“ sagði ég. „Þannig að þetta er ekkert alvarlegt.“ Mér létti svo gríðarlega. Ég stökk á fyrstu skýringuna sem ekki var alvarleg og lét þar við sitja. Rick slökkti á vasaljósinu sínu og á leið- inni út bauð hann mér í kvöldmat heima hjá sér og Jenny konunni sinni í næstu viku. Nokkrum kvöldum síðar brenndi ég á vespu niður hæðina til Parkerhjónanna. Ég er með dellu fyrir vélknúnum leikföngum og vespan er eitt uppáhaldið mitt. En þetta kvöld var ég svo aumur í hægra eistanu að ég gat varla setið á vespunni. Mér leið heldur ekki vel við mat- arborðið. Ég varð að koma mér rétt fyrir og svo þorði ég ekki að hreyfa mig því það var svo sárt. Ég sagði Rick næstum því hvernig mér leið en var of feiminn til þess. Þetta virtist ekki beint vera umræðuefni til að brydda upp á við matarborðið og ég hafði þegar angrað hann með blóðinu í vaskinum. Hann á eftir að halda að ég sé algjör vælu- skjóða, hugsaði ég. Ég hélt þessu út af fyrir mig. Þegar ég vaknaði næsta morgun var eistað á mér svo hryllilega bólgið að það var næstum á stærð við appelsínu. Lagt inn í sæðisbanka Armstrong er greindur með eistna- og lungnakrabbamein og ljóst að meðferðin geri hann ófrjóan, að minnsta kosti tímabundið. Hann ákveður því að leggja inn í sæðisbanka áður en meðferðin hefst. Ferðin til San Antonio var nöturleg. Það eina sem létti aðeins á spennunni var að Kevin Livingstone var kominn aftur heim og hann kom með til að veita mér stuðning. Mér þótti vænt um að sjá hann, hann er með bjartan svip, skær augu og svart hár, og lítur alltaf út fyrir að vera í þann mund að skella upp úr. Það er erfitt að vera í vondu skapi þegar hann er ná- lægur. Við fengum meiri hjálp, ungur maður að nafni Cord Shiflet, sonur vinar míns og arkí- tekts, Davids Shiflet, bauðst til að aka okkur. Ég sat þögull í aftursætinu og hver tauga- veiklunarhugsunin rak aðra. Ég fengi aðeins eitt tækifæri til að leggja inn í bankann. Ég myndi kannski aldrei geta eignast börn. Ég var að fara í fyrstu lyfjameðferðina mína. Yrði ég mjög veikur af henni? Við komumst loksins í sæðisbankann í San Antonio. Cord og Kevin sátu með móður minni á biðstofunni meðan hjúkrunarkona vísaði mér inn á einkastofu og Kevin tókst að segja vond- an brandara í von um að létta andrúmsloftið. „Hey, Lance, vantar þig blað?“ sagði hann. Ég glotti aumlega. Mér var vísað inn í herbergi með hæginda- stól sem hægt var að halla sér aftur í. Lýsingin var dauf, einhvers konar tilraun til að skapa stemmningu, hugsaði ég. Á litlu borði var stafli af, já, blöðum. Klám, mér fannst það ógeðslegt. Ég skrölti yfir að stólnum, dæsti og brast næstum í grát. Ég fann mjög mikið til, skurð- urinn eftir aðgerðina náði alveg efst úr nár- anum og upp á kvið. Ég var niðurdreginn og fannst ég vera að brotna saman eftir áfallið sem fylgdi sjúkdómsgreiningunni. Átti mér nú að takast að fá standpínu? Það var ekki lifandi leið. Þar sem ég lá í stólnum hugsaði ég: Þetta átti ekki að gerast svona. Getnaður barns á að vera sveipaður von, hann á ekki að vera hluti af þessari sorglegu, einmanalegu og örvænting- arfullu aðgerð. Mig langaði til að verða faðir – mjög mikið – en ég hafði alltaf gert ráð fyrir að það myndi gerast þegar ég væri ástfanginn. Þegar ég var í kringum tvítugt hafði ég verið í hverju sam- bandinu á fætur öðru. Ég var með konum í ein- hvern tíma en entist ekki nema í nokkra mán- uði, reikaði og sleit samböndunum. Ég hafði verið með skólasystur minni úr menntó, fyr- irsætu frá Hollandi, en ég var aldrei í sambandi í meira en ár. Liðsfélagar mínir stríddu mér með því að kalla mig FedEx vegna þess hve oft ég skipti um kærustur. Slagorð FedEx hrað- póstþjónustunnar var: „Þegar þú verður að fá það – á einni nóttu.“ Ég var ekki kvæntur, mér héldu engin bönd og þetta var ekki djúphyggn- asta tímabil lífs míns. En með Lisu Shiels var þetta þó öðruvísi. Við vorum orðin mjög náin þegar ég greindist. Hún var klár og ákveðin ung kona sem var mjög upptekin af námi sínu við Texasháskóla og ég hafði svo sannarlega hugsað út í hjónaband og börn með henni. Ég var ekki viss hvort við ættum saman til lengri tíma en ég vissi að mig langaði til að gifta mig og ég vissi líka að mig langaði til að vera betri faðir en þeir sem ég hafði fengið að kynnast. Ég átti einskis annars úrkosti, ég lokaði aug- unum og gerði það sem ég þurfti að gera … Þegar þessu var lokið kom ég fram og rétti einhverjum lækni málið. Cord og Kevin sögðu ekki orð. Ég flýtti mér að fylla út eyðublöð og sagði hjúkrunarkonunum að ég myndi senda frekari upplýsingar seinna. Mig langaði bara til að komast burt. En þegar við vorum að fara kom læknirinn fram aftur. „Sæðistalan er mjög lág,“ sagði hann. Bókarkafli | Hjólreiðamaðurinn Lance Armstrong var farinn að vekja mikla athygli í íþróttaheiminum þegar hann greindist með eistnakrabbamein 25 ára gamall. Meinið reyndist auk þess hafa sáð sér í lungu og heila og var honum vart hugað líf. Armstrong sigraðist engu að síður á veikindum sínum og hefur í kjölfarið farið með sigur af hólmi í Tour de France, Frakklandshjólreiðakeppninni, sjö sinnum í röð. „Ég verð að harka af mér“ Reuters Hjólreiðakappinn Lance Armstrong er hér ásamt þremur börnum sínum, Luke, Isabelle og Grace, eftir að hafa farið með sigur af hólmi í sjöunda sinn í Frakklandshjólreiðakeppninni nú í sumar. Þetta snýst ekki um hjólið – Leið mín aftur til lífsins eftir þau Lance Armstrong og Sally Jenkins kemur út í þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur. Bókin kem- ur út hjá bókaforlaginu Græna húsinu og er 269 bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.