Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 31 „GJÖRÐU svo vel, það er þá ein milljón, þrjátíu og eitt þúsund og átta hundruð,“ segir konan í bankanum og réttir mér þykkt seðla- búnt. Ég stari á búntið, mæli það út á einni örskotsstundu og kemst að þeirri niðurstöðu að það sé nákvæmlega fimm sinnum of þykkt í innanklæðaveskið mitt. Samt samsvarar upphæðin ekki nema 7.000 íslenskum krón- um. Í Laos heitir gjaldmiðillinn kip og ein ís- lensk króna samsvarar 150 kip. Verðbólgan hefur verið mikil. Stærsti seðillinn sem til er í landinu jafngildir 130 íslenskum krónum. Það er engin furða að ég enda með þykkt seðla- búnt þegar ég ætla að skipta nokkrum þús- undköllum. „Mín bara orðin milljónamæringur,“ segi ég glottandi og tek til við að deila búntinu á milli peningaveskisins míns, bakpokans og dagpokans. Ég er eins og Jóakim Aðalönd. Ekki einungis er ég beinlínis með fulla vasa fjár, heldur á ég margfalt meira en meðalíbúi í Laos. Ég borga 100 krónur fyrir gistiheimili og nokkra tíkalla fyrir máltíð. Meðalmán- aðarlaun hér eru ekki nema nokkur þúsund krónur. Sá fyrsti til að fara í framhaldsskóla „Ég var sá fyrsti til að fara í burtu úr þorpinu mínu og í háskóla,“ segir ungur mað- ur næsta dag. Við erum á leið að fæðing- arstað hans, úti á landsbyggðinni í norður- hluta landsins. Á þessum slóðum fara fáir í langskólanám. Þriðjungur landsmanna er raunar ólæs og margir hafa úr litlu að moða. „Það er svo gaman að læra,“ segir hann með glampa í auga og bendir mér á húsaþyrpingu framundan. Þarna er þorpið. Bæjarstæðið er magnað. Síðdegissólin sendir geisla sína yfir stráhús sem kúra undir háu fjalli. Barnahópur hleypur hlæjandi um og hænur taka gaggandi á móti okkur. Úr vatnsrennu neðan við þorpið rennur kalt vatn ofan af fjallinu og þar baðar heimafólk sig. Það er gott að skola af sér skítinn eftir göng- una. Kvöldmatur er framreiddur í húsi bæj- arstjórans sem stendur reisulegt í miðri þyrpingunni. Þar er lítil sjoppa þar sem kaupa má kex og gos, sápu og sælgæti. Myrkur skellur á og örskömmu síðar brestur á með miklum hávaða. Það kviknar á dís- elrafli, þeim eina í þorpinu, og í framhaldinu á sjónvarpi. Hundrað manns hjá bæjarstjóranum Þegar ég stend upp frá kvöldmatarborðinu til að ná í flugnafælu fæ ég áfall. Moskítóflug- urnar eru komnar á kreik og farnar að bíta mig. Ég bregð mér hinum megin við vegginn hjá bæjarstjóranum, þar sem sjónvarpið stendur, og krossbregður. Hundrað dökkbrún augu virða mig fyrir sér. Hálft þorpið er mætt til að horfa á eina sjónvarpið á staðn- um. Einungis hús bæjarstjórans og gistiskáli við hliðina hafa rafmagn. Hér nást engar sjónvarpsstöðvar en aðalmaðurinn í þorpinu býr vel og á vídeótæki. Kínversk mynd með taílensku tali skemmtir heimafólki þetta kvöld. Taílenska og lao, opinbera tungumálið í Laos, eru skyld tungumál. „Já, já, svona eins og ég horfði ofsalega spennt á kínverska mynd með sænsku tali, sitjandi á moldargólfi eða trébekk,“ muldra ég og verður hugsað til íslenskra heimabíó- kerfa, 32 tommu sjónvarpa, ljósleiðara og óþolinmóðra áhorfenda með fjarstýringuna útrétta „því það er fjandinn hafi það ekkert almennilegt í sjónvarpinu“. Haninn sem skammaðist á nóttunni Um nóttina brestur á með hanagali. Ég gref upp eyrnatappana en heyri gólið í han- anum í gegnum tappana. Ætlar vinurinn ekk- ert að fara að halda kjafti? Ég rétt næ að dotta. Haninn byrjar aftur. Það er derringur í honum og hinir hanarnir á staðnum greinilega orðnir pirraðir. Þeir öskra á móti og umræðurnar eru æði hávær- ar. Klukkustund líður. Haninn í næsta þorpi byrjar nú að gera sig breiðan og býður að- alhananum í mínu þorpi birginn. Hann lætur ekki fara svona með sig og þeir gargast lengi á. Þegar ég skríð út um morguninn og hálf- hrasa um búlduleitan hana sem galar ólund- arlega framan í mig froðufelli ég af reiði. Á ég að fara í hanaslag við þig, þarna? Ég hvessi á hanann augun en tek um leið eftir ungri stúlku sem stendur fyrir aftan. Það kemur á mig. Sú litla brosir sposk. Ég hef á tilfinning- unni að hún sé að brosa að mér en ekki til mín og verð asnaleg á svipinn. Stúlkan virkar ekki nema sex til sjö ára gömul og er með ný- fætt barn vafið með sjali utan um sig. Agn- arsmá stúlka með kolsvart hár sefur vært. Ég mæli eldri stúlkuna á alla enda og kanta og fæ út að þótt hún sé eldri en ég held geti hún í mesta lagi verið níu ára. Hún og sú ný- fædda hljóta að vera systur. Ég hnykla brýr, set hendur í vasa og finn um leið fyrir pen- ingabúntinu innanklæða. Milljónamæringurinn kinkar kolli til stúlknanna og minnist þess að þegar hann var lítil stúlka lék hann sér í barbí, safnaði límmiðum og grenjaði í foreldrum sínum að kaupa kók á laugardögum. sigridurv@mbl.is Milljónamæringur í hanaslag Morgunblaðið/Sigríður Víðis Karlmaður fyrir utan heimili sitt í þorpi úti á landi í Suðaustur-Asíu ríkinu Laos. Svipmynd frá Laos Sigríður Víðis Jónsdóttir ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U R V 3 05 20 1 2/ 20 05 www.urvalutsyn.is Ferðir í eina og tvær vikur í desember og janúar á hreint ótrúlegu verði. 39.900kr.* Verð óháð fjölda, þó lágmark 2 í íbúð *Innifalið: Flug, gisting, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. Skelltu þér í sólina á frábæru verði! Brottfarir Gistingar í boði 7. des. Bahia Meloneras, Santa Barbara og Las Camelias 4. og 11. jan. Cay Beach Princess 18. og 25. jan. Montemar Fáðu ferðatilhögun, nánari upp- lýsingar um gististaðina og reiknaðu út ferðakostnaðinn á netinu! Verð frá: S U N N U D A G U R 5 D A G A V E Ð U R S P Á F Y R I R G R A N C A N A R I A 23ºC 17ºC Heiðskírt M Á N U D A G U R 23ºC 17ºC Létt- skýjað Þ R I Ð J U D A G U R 22ºC 17ºC Létt- skýjað M I Ð V I K U D A G U R 22ºC 16ºC Skúrir F I M M T U D A G U R 22ºC 16ºC Skýjað SIGURÐUR Flosason, saxófónleikari og bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2005, flutti tónlistaratriði ásamt söngkonunni Sólrúnu Bragadóttur á bæj- arskrifstofum Garðabæjar í gærdag þegar fagnað var lokum vinnu við mótun menningarstefnu bæjarins. Í stefnunni er m.a. lögð áhersla á að efla menningu fyrir börn og ungmenni, það verður til að mynda gert með því að halda listahátíð barna og ungmenna á næsta ári. Þá verður einnig lögð rík áhersla á hönnun í tengslum við Hönnunarsafn Íslands sem staðsett er í Garðabæ. Morgunblaðið/RAX Stefna í menningarmál- um Garðabæjar gefin út Á MORGUN, 5. desember, er al- þjóðlegur dagur sjálfboðaliðans. Á vegum Rauða krossins er öflugt inn- anlandsstarf sem meira og minna er unnið af sjálfboðaliðum en starf sjálfboðaliða er einmitt undirstaða starfsemi Rauða krossins um allan heim. Tvær deildir á höfðuborgar- svæðinu, Reykjavíkurdeild og Kópa- vogsdeild, fagna degi sjálfboðaliðans með opnu húsi fyrir sína fjölmörgu sjálfboðaliða. Hjá Reykjavíkurdeild verður opið hús kl. 17–19 á Laugavegi 120, 5. hæð. Ýmislegt verður á dagskrá og má þar nefna að sagt verður frá heimsókn til Gambíu sl. haust og Pétur Pókus og Heiða úr Idol skemmta. Hjá Kópavogsdeild verður opið hús þriðjudaginn 6. desember kl. 19.30–21.00 í Hamraborg 11, 2. hæð. Þráinn Bertelsson les upp úr nýjustu bók sinni Valkyrjum, Oddný Sturlu- dóttir flytur erindi um jólahald Ís- lendinga og Vallargerðisbræður flytja nokkur lög. Einnig býður Laugarásbíó, eins og oft áður, börnum sem haldið hafa tombólu á árinu í bíó. Alþjóðlegur dagur sjálfboða- liðans á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.