Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 49 UMRÆÐAN Í NÆSTU viku, hinn 10. desem- ber nk., er alþjóðlegi mannrétt- indadagurinn haldinn hátíðlegur. Í ár eru 57 ár liðin frá því mannrétt- indayfirlýsing Sam- einuðu þjóðanna var samþykkt. Á sama tíma standa yfir á Al- þingi umræður um fjárlagafrumvarp árs- ins 2006. Margir Ís- lendingar og mann- réttindastofnanir í Evrópu fylgjast með furðu með þróuninni hér á landi; meðan aðrar mannréttinda- stofnanir undirbúa há- tíðahöld vegna mann- réttindadagsins blasir lokun við Mannréttindaskrifstofu Íslands vegna þess að ekki fæst nægt fé til starfseminnar. Þetta er dapurlegt ástand. Vil ég því hvetja ég alla þingmenn til að beita sér fyrir því að beinn fjár- stuðningur við Mannréttinda- skrifstofu Íslands verði tryggður en skrifstofan hefur um árabil unnið að eflingu mannréttinda hér á landi – þar til fyrir skömmu – með opinberum stuðningi. Um daginn var haldin ráðstefna í Ráðhúsi Reykjavíkur undir yf- irskriftinni: „Hvað getur ungt fólk lagt af mörkum til friðar- og mannréttinda á 21. öldinni sem einstaklingar?“ Soka-gakkai (Búddistafélagið) hafði frumkvæði að skipulagningu ráðstefnunnar, í samstarfi við UNICEF, Rauða krossinn o.fl. Ráðstefnan var fjöl- menn og mér fannst stórkostlegt að sjá hversu virkan áhuga ungt fólk hefur á mannréttinda- og frið- armálum og hversu áfjáð það er í að leggja sitt af mörk- um. Ljóst er að fram- tíð þjóðarinnar er björt ef hún er falin þessu kraftmikla hug- sjónafólki. Ég fékk tækifæri til að segja nokkur orð sem gamalmenni, svo ég deildi speki minni með ungmennunum. Hún er sú að mann- réttindi eru ekki eins fjarlæg og fræðileg og margir halda, heldur eru þau áþreifanleg og persónuleg. Mannréttinda- yfirlýsing Sþ er kannski tákn um háleit markmið en birting mann- réttindamála er í raun oftast mjög áþreifanleg og persónuleg. Þau varða mig eða þig. Við þurfum að vera vakandi og láta mannréttinda- mál okkur varða í daglegu lífi okk- ar. Í þessu samhengi er það áþreif- anlegt mannréttindamál dagsins hvort MRSÍ getur haldið áfram mikilvægri starfsemi sinni eða ekki. Í Vestur-Evrópu er engin þjóð sem ekki heldur úti sjálf- stæðri mannréttindastofnun. Fyrir smáþjóðfélag eins og Ísland er bersýnilega nauðsynlegt að ríkið styðji Mannréttindaskrifstofuna fjárhagslega án þess þó að vilja hafa áhrif á starf hennar. Ef MRSÍ þarf að leggja upp laupana verður engin sjálfstæð mannrétt- indastofnun hérlendis er starfar að mannréttindum á heildstæðan hátt. Hvert verður svarið þegar kom- andi kynslóð spyr: „Af hverju eig- um við enga sjálfstæða mannrétt- indastofnun á Íslandi?“ Ég treysti þingheimi til að koma í veg fyrir að Mannréttindskrif- stofunni verði lokað. Jafnframt vil ég biðja alla í þjóðfélaginu að fylgjast með fjárlagafrumvarpinu og framtíð MRSÍ en starfsemi hennar snýst um að vernda rétt- indi OKKAR. Sérstaklega vil ég hvetja ungt fólk til að skoða málið og taka þátt í að efla virðingu fyrir mannréttindum á Íslandi. Þetta er þjóðþrifamál og hvert og eitt ykk- ar getur lagt sitt af mörkum. Hvað ætlar þú að gera til að efla mannréttindi? Toshiki Toma fjallar um fjármál Mannréttindaskrifstofu Íslands ’Ég treysti þingheimitil að koma í veg fyrir að Mannréttindaskrifstof- unni verði lokað.‘ Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda. Síðumúla 34 - sími 568 6076 Ýmislegt áhugavert fyrir safnara ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Dalvegi 28 – Kópavogi Sími 515 8700 BLIKKÁS – Fréttir á SMS Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali YSTASEL - VEL STAÐSETT EINBÝLI Sérlega fallegt og vandað 227 fm einbýlis- hús á tveimur hæðum ásamt tvöföldum 42,2 fm bílskúr og fallegum og grónum garði. Eignin, sem er á tveimur hæðum, skiptist þannig: Efri hæð: Anddyri, hol, borðstofa, eldhús, rúmgóð stofa, fjögur herbergi og baðherbergi. Neðri hæð: Bað- herbergi, sauna, þvottahús, tómstundaher- bergi og hjónaherbergi með fataherbergi. Lóðin er stór, fullfrágengin og falleg. Húsið var nýlega einangrað og múrað að utan og lítur mjög vel út. Örstutt er í Ölduselsskóla og leikskóla. V. 53 m. 5434 AUSTURGERÐI - LAUST STRAX Höfum fengið í sölu fallegt og vel skipulagt hús staðsett á útsýnisstað rétt við Foss- voginn. Arkitekt hússins er Skarphéðinn Jóhannsson. Á efri hæð er innbyggður bíl- skúr, forstofuherbergi, eldhús, borðstofa, stofa, baðherbergi, þvottahús og tvö svefnherbergi. Á neðri hæð er forstofa, geymsla, tvö herbergi (notað sem ein stofa í dag), baðherbergi, sjónvarpsherbergi og svefnherbergi. Sérinngangur er inná neðri hæðina og auðvelt að útbúa þar séríbúð. Glæsilegt útsýni og stutt í gönguleiðir. V. 54,8 m. 5436 LAUGATEIGUR - NEÐRI SÉRHÆÐ Falleg u.þ.b. 130 fm neðri sérhæð í botn- langa við Laugateig í Reykjavík, auk 38,0 fm stórs bílskúrs. Eignin skiptist í forstofu, hol, tvennar stofur, eldhús, baðherbergi og tvö herbergi. Sérinngangur. Rúmgóður bílskúr með gryfju. V. 29,9 m. 5293 TÓMASARHAGI - LAUS STRAX Rúmgóð 3ja herbergja 81 fm íbúð í kjallara með sérinngangi í fallegu húsi á eftirsóttum stað í vesturbænum. Íbúðin er laus strax og skiptist þannig: Anddyri, hol, stofa, tvö svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. Í sameign er þvottahús og þrjár litlar sér- geymslur. V. 16,5 m. 5480 FRAMNESVEGUR 2ja herbergja nýstandsett glæsileg íbúð, sem skiptist í hol, herbergi, baðherbergi, stofu og eldhús. Íbúðin er öll nýlega tekin í gegn að innan. Húsið hefur einnig verið standsett að utan sem innan. Sérgeymsla fylgir í kjallara. V. 15,7 m. 5479 RAUÐHAMRAR - M. BÍLSKÚR Falleg 4ra herbergja 126 fm endaíbúð á 2. hæð ásamt 20,5 fm bílskúr. Íbúðin skiptist m.a. í hol, þvottaherbergi, þrjú góð svefn- herbergi, stóra stofu, eldhús og bað- herbergi. Í sameign er m.a. geymsla, hjóla- geymsla o.fl. Sérgeymsla. V. 28,9 m. 5416 KLEPPSVEGUR - MEÐ ÚTSÝNI Falleg og björt 92 fm endaíbúð á 7. hæð í lyftublokk við Kleppsveginn með frábæru útsýni til þriggja átta. Eignin skiptist í hol, þrjú herbergi, stofu, baðherbergi og eldhús. Stórar vinkilsvalir eru út af stofunni. Parket á gólfum. V. 19,9 m. 5308 GRUNDARSTÍGUR - LAUS STRAX Björt og falleg tveggja herbergja útsýnisíbúð á 3. hæð í fallegu steinhús í Reykjavík. Íbúðin er laus strax. V. 12,9 m. 5478 DUGGUVOGUR - GÓÐ AÐKOMA Atvinnuhúsnæði við Dugguvog. Komið er að húsnæðinu frá Kænuvogi. Fyrir framan húsið er stór malarplan sem er bundið sér- afnotarétti fyrir þennan eignarhluta. Húsið er rúmgott og er með innkeyrsluhurð. Gólf eru stíflökkuð og er léttur milliveggur sem skipt- ir húsnæðinu í tvennt. V. 13,5 m. 5475 Kristján Ólafsson, hrl. og löggildur fasteignasali www.klettur.is GLÆSILEG SÝNINGARÍBÚÐ VIÐ ÁLFKONUHVARF 33-37 VIÐ ELLIÐAVATN Í KÓPAVOGI Hér er um að ræða 94-99 fm íbúðir á öllum hæðum hússins. Íbúðunum er skilað fullbúnum án gólfefna, þó er flísalagt á þvottahúsi og baði. Með hverri íbúð fylgir stæði í bílageymslu. Íbúðirnar eru til afhendingar í des. 2005/jan. 2006. Ásett verð er frá 21,5 millj. Möguleiki er á að fá íbúðirnar afhentar lengra komnar með öllum gólfefnum, lýsingu í loftum, gluggatjöldum og heimilistækjum. Nánari upplýs- ingar um verð og afhendingartíma er hægt að fá hjá sölumönnum Kletts fasteignasölu. SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali LÆKJARHJALLI - PARHÚS Vorum að fá í einkasölu þetta glæsilega 183 fm parhús ásamt 32 fm bílskúr eða alls 215 fm. Lóðin við húsið er hönnuð af arkitekt og er öll hin glæsilegasta, miklir sólpallar og hellulögn með hita undir, heitur pottur, skjólgirðingar, gosbrunnur o.fl. Húsið skiptist þannig að gengið er inn á neðri hæðina, þar eru 4 mjög stór herbergi, baðherbergi og sturtuaðstaða fyrir heita pottinn. Efri hæðin skiptist í góðar stofur með mikilli lofthæð, innbyggð lýsing, suðursvalir, vandað eldhús, hjónaherbergi og mjög stórt baðherbergi með hornkari og sturtu. Vandað massíft heillímt parket er á nánast öllu húsinu, vandað- ir miklir skápar og allur frágangur til fyrirmyndar. SJÓN ER SÖGU RÍKARI. Verð 47,0 millj. 3492
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.