Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Yfirgripsmesta verk sem út hefur komið um íslenska málnotkun. SVO MIKLU MEIRA EN HEFÐBUNDIN ORÐABÓK Rafræn útgáfa á geisladiski fylgir bókinni ORÐABÓK FRAMTÍÐARINNAR Bókin er yfir 1600 bls. í stóru broti. www.jpv.is METSÖLULISTI EYMUNDSSON aðallisti 30. nóv. EIRÍKUR Jónsson, formaður Kennarasam- bands Íslands, segir að kennarar hafi alveg við- urkennt það að fyrstu kröfur vegna kjarasamn- inganna í fyrra hafi ekki verið nægilega vel unnar, en búið hafi verið að sníða þær til og inn í ákveðinn ramma fyrir vorið löngu áður en verkfall hafi skollið á. Í nýrri skýrslu mennta- ráðs Reykjavíkurborgar um aðdraganda kenn- araverkfallsins í fyrra eru undirbúningur og kröfugerð kennara meðal annars gagnrýnd. Eiríkur sagði að fyrstu drög að kröfugerð kennara vegna samningaviðræðnanna hefðu í raun verið hugsuð sem stefnumótun til langs tíma, en hefði mátt skilja sem kröfur vegna einna samninga. Hins vegar hefðu kröfur reyndar alltaf verið miklu hærri heldur en við- semjendur hefðu talið sig geta komið til móts við. „Mér finnst margt í þessari skýrslu skrítið og annað er skárra, en það hefur margoft komið fram að það vantar allan trúnað á milli samn- ingsaðila. Stuttu eftir þetta verkfall fór ég að vinna með leikskólakennurum í kjarasamninga- gerð og það var allt öðru vísi,“ sagði Eiríkur ennfremur. Hann sagði að í samningunum vegna grunn- skólanna hefðu allir útreikningar þeirra verið dregnir í efa af launanefndinni, alveg sama hvað þeir hefðu lagt fram. Í samningunum vegna leikskólakennara hefðu aðrir verið í for- svari hjá launanefndinni. Þar hefði hann verið að reikna og launanefndin á móti og í þeim efn- um hefði allt gengið upp „Það var mikil stífni í þessu og það var ekki traust á milli aðila,“ sagði Eiríkur einnig. Aðspurður hvort hluta skýringarinnar á því hvernig gengið hefði mætti ekki rekja til þess hvernig til tókst um samninga kennara 2001 sagði Eiríkur að framkvæmd þeirra samninga og deilumál sem upp risu vegna þeirra, sem meðal annars hafa endað fyrir dómstólum, hefðu valdið verulegum pirringi og menn hefðu talið að framkvæmd þess samnings hefði verið með öðrum hætti en lagt hefði verið upp með. Hins vegar hefði það að sjálfsögðu verið mis- jafnt á milli skóla og milli sveitarfélaga. Miðstýringin gagnrýnd „Menn hafa líka gagnrýnt verulega þessa gíf- urlegu miðstýringu sem er hjá launanefnd sveitarfélaga í grunnskólunum. Sveitarfélag sem vill gera eitthvað betur eða öðru vísi heldur en samningurinn segir nákvæmlega til um er nánast elt uppi og bannfært, ef svo má að orði komast,“ sagði Eiríkur einnig og benti á að miðstýringin væri einnig gagnrýnd í skýrslunni. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, um skýrslu um aðdraganda kennaraverkfalls Vantaði allan trúnað á milli samningsaðila í viðræðunum Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is ÞÓTT hvolpurinn Tító sé ekki nema sjö vikna gamall er hann þeg- ar farinn að sýna að hann er gott efni í veiðihund. Eigandi hans er farinn að þjálfa hann og notar til þess gervibráð og eins og sjá má skortir ekki áhugann hjá hund- inum. Flest bendir því til að Tító verði orðinn góður næsta haust. Morgunblaðið/Ingó Tító er efnilegur veiðihundur GESTUR Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, segir dóm Hæstaréttar frá því á fimmtu- dag, þar sem felldur var úr gildi úrskurður héraðsdóms um að settur ríkissaksóknari væri ekki til þess bær að fara með ákæruvald í átta liðum ákærunnar sem enn eru fyrir héraðsdómi, bera það með sér að rétturinn taki ekki afstöðu til þeirra álitaefna sem hafa verið uppi í málinu. „Menn standa einfaldlega frammi fyr- ir því að það hefur ekki verið skorið úr því,“ segir Gestur. Líkt og Sigurður T. Magn- ússon býst Gestur við því að héraðsdómari muni í fram- haldinu boða nýtt þinghald í málinu og segist hann jafn- framt reikna með að verjend- ur í málinu muni halda fast við dómkröfur sínar um að tekið verði á hæfi dómsmálaráð- herra. „Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir þetta mál að það lendi ekki í síðbún- um ógöngum vegna hæfis ráð- herra.“ Áfram kröfur um hæfi ráðherra STÚDENTUM við Háskóla Íslands býðst nú, líkt og síðastliðið vor, að lesa undir próf til klukkan fjögur að nóttu í þremur byggingum háskól- ans og tók nýtt fyrirkomulag gildi 1. desember sl. Leyfið er gefið af há- skólayfirvöldum gegn því að stúd- entaráðsliðar ásamt fjölda nemenda taki ábyrgð á frágangi bygginganna, gangi um í lok nætur og sjái til þess að aðkoman sé viðunandi. Á fyrstu nóttunni sem lengur var opið kom hins vegar til þæfings milli stúdenta og öryggisvarða sem ætl- uðu að vísa nemendum út. Eftir rök- ræður kom þó ekki til þess og var nemendum leyft að halda lestri áfram. Ástæða misskilningsins er sögð innanhúss hjá Öryggismiðstöð- inni en þar hafi skilaboð um lengri opnunartíma ekki borist öryggis- vörðum í tæka tíð. Samkvæmt upp- lýsingum frá Andra Heiðari Krist- inssyni, formanni hagsmunaráðs SHÍ, hefur nú verið tryggt að slík uppákoma endurtaki sig ekki og stúdentar geti því helgað sig lestr- inum fram að prófum. Öryggisverðir ætluðu að vísa nemendum í próflestri á dyr Morgunblaðið/Kristinn TIL VANSA Ragnar Jónsson í Smára, Sig- urður Nordal, Jón Helgason og Pet- er Hallberg undirrituðu skeyti til Lærdómslistafélagsins í Svíþjóð árið 1955 vegna Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum þar sem sagði að það væri til vansa ef Gunnar Gunnarsson fengi Nóbelsverðlaunin. Þetta kem- ur fram í nýrri bók Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar prófessors um Halldór Laxness. Of mikið á milli „Það ber of mikið í milli að okkar mati. Nýjasta útspil borgarinnar var það langt frá því sem okkur í samn- inganefndinni er heimilt að semja um,“ segir Sjöfn Ingólfsdóttir, for- maður Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar, um viðræður félagsins við Reykjavíkurborg um gerð nýs kjarasamnings Vaðlaheiðargöng 2011 Vaðlaheiðargöng gætu orðið tilbú- in 2011 samkvæmt þeim viðmiðum sem lögð eru til grundvallar í und- irbúningsvinnu vegna borunar gang- anna. Rannsóknarborunum er nú lokið og er jarðfræðiskýrsla vænt- anleg í vor. Spenna í Venesúela Hugo Chavez, forseti Venesúela, skipaði í gær öryggissveitum lands- ins að vera við öllu búnar og hélt því fram, að stuðningsmenn stjórnar- andstöðunnar ætluðu að grípa til of- beldisverka til að trufla þingkosn- ingarnar í dag. Sagði hann, að fundist hefði sprengiefni og annar búnaður, sem sýndi fram á þetta, en skýrði það ekki nánar. Flestir helstu stjórnarandstöðuflokkarnir ætla hins vegar ekki að taka þátt í kosn- ingunum og segja, að þær verði ekki leynilegar. Sakar Chavez Bandarík- in um að standa á bak við ákvörð- unina en stjórnarandstaðan segir, að Chavez noti Bandaríkjastjórn sem grýlu til að draga athygli almenn- ings frá ófremdarástandi í landinu. Y f i r l i t Kynningar  Morgunblaðinu fylgir bæklingurinn Jólin 2005 frá Lan- come og Helena Rubinstein. Í dag Fréttaskýring 8 Minningar 52/55 Ummæli 29 Myndasögur 60 Hugsað upphátt 29 Dagbók 60/63 Forystugrein 38 Víkverji 60 Reykjavíkurbréf 38 Staður og stund 62 Sjónspegill 40 Leikhús 64 Menning 40/44 Bíó 70/73 Umræðan 45/50 Sjónvarp 74 Bréf 47 Staksteinar 75 Hugvekja 52 Veður 75 * * *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.