Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 329. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Samhent systkini Sólveig Samúelsdóttir vinnur sóló- plötuna með bróður sínum Menning Tímarit og Atvinna 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 „Í ÞESSARI heimsókn í Öskjuhlíðarskóla upplifði ég sterkt að börnin fá að vera þau sjálf og það dylst engum að fólkið sem vinnur þarna elskar börnin,“ sagði Mary Ellen Mark, einn þekktasti ljósmyndari samtímans, sem fylgdist með degi í lífi barna í Öskjuhlíðarskóla fyrir Morgunblaðið. Skólinn er fyrir þroskaheft og fjölfötluð börn. Steinunn Sigurðardóttir og Páll Hjaltason eiga tíu ára son í skólanum og segja að þar eigi sonur þeirra sér griðastað. „Það er falleg hugsun að all- ir geti verið í einu skólaumhverfi en raunveruleik- inn er ekki þannig,“ segir Páll./10 Morgunblaðið/Mary Ellen Mark Hreyfiþjálfun er mikilvæg í Öskjuhlíðarskóla og fara nemendur oft í sund. Einar Hólm Ólafsson skólastjóri segir að í skólanum eigi að sinna breiðum hópi. Börnin fá að vera þau sjálf RAGNAR Jónsson í Smára, Sigurð- ur Nordal, Jón Helgason og Peter Hallberg undirrituðu skeyti til Lær- dómslistafélagsins í Svíþjóð árið 1955 vegna Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum þar sem sagði að það væri til vansa ef Gunnar Gunnarsson fengi Nóbelsverðlaunin. Þetta kem- ur fram í nýrri bók Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar prófessors um Halldór Laxness. Um þetta segir svo orðrétt í bók- inni: „Þriggja manna Nóbelsnefndin innan lærdómslistafélagsins lagði til, að verðlaununum yrði skipt milli ís- lensku rithöfundanna Laxness og Gunnars Gunnarssonar. Österling skrifaði Hammarskjöld í október- byrjun: „Það er alls óvíst, að tillaga nefndarinnar verði samþykkt. En sjálfur er ég efins um, að Laxness sé einn sér verðugur. Það er sagt, að Ís- lendingar muni hneykslast, ef verð- laununum er skipt, en ég mun reyna að kanna, hvort það sé rétt.“ Nokkur undirmál urðu þetta haust og all- söguleg, þótt hljótt færu. Haft var samband við Gunnar Gunnarsson frá lærdómslistafélaginu og hann beð- inn um upplýsingar um æviatriði sín og ljósmyndir. Hann hafði þess vegna fulla ástæðu til að ætla, að hann kæmi sterklega til greina við úthlutun verðlaunanna. Daginn, sem hringt hafði verið í Gunnar að utan, kom Ragnar Jónsson í Smára í kaffi, sem alltaf var borið fram klukkan þrjú heima hjá Gunnari á Dyngju- vegi. Ragnar átti erindi við húsráð- anda vegna útgáfumála. Þegar Gunnar sagði frá símtalinu frá Sví- þjóð umhverfðist Ragnar. Hann sagði, að þetta væri stórkostlegt, en æddi fram og aftur um gólf. Hann hafði ætlað að snæða kvöldverð með Gunnari og fjölskyldunni klukkan sjö, en afsakaði sig og sagðist hafa gleymt mikilvægum fundi, sem hann yrði að sækja. Nokkrum dögum síð- ar kom Andrés Þormar, aðalgjald- keri Landsímans, heim til Gunnars. Hann var frændi og vinur Gunnars. Hann sýndi Gunnari símskeyti til lærdómslistafélagsins, sem undirrit- að var af þeim Ragnari Jónssyni í Smára, Sigurði Nordal, Jóni Helga- syni og Peter Hallberg. Þar sagði, að það væri til vansa, ef Gunnar fengi Nóbelsverðlaunin. Gunnari sárnaði þetta mjög. Honum fannst sem þess- ir fornu vinir væru að reka rýtinginn í bak sér. En hann gat engum sagt þetta nema nánustu fjölskyldu, því að Andrés hafði brotið embættis- skyldu sína með því að sýna honum skeytið. Hafði einn starfsmaður Landsímans komið með skeytið til Andrésar. Hafa þeir Ragnar og fé- lagar hans eflaust haldið ranglega, að veita ætti Gunnari einum verð- launin og ganga þannig fram hjá Laxness, sem þeir töldu merkari rit- höfund.“ Sendu skeyti vegna Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum Töldu Gunnar Gunn- arsson ekki verðugan  Laxness | 24 Washington. AP. | Bandaríkjamanni á áttræðisaldri varð það á að fara yf- ir götu utan gangbrautar og skipti þá engum togum, að hann varð fyr- ir bíl. Þegar lögreglan kom á vett- vang var það hennar fyrsta verk að sekta manninn og var sektarmið- anum troðið upp á hann þar sem hann lá mikið slasaður í götunni. Charles Atherton var að vísu með meðvitund en átti mjög erfitt með andardrátt og virtist ekki vera al- veg með á nótunum þegar hann fékk sektarmiðann en hann hafði kastast upp á bílinn, á framrúðuna, og var alblóðugur í framan. „Hann var sektaður vegna þess, að hann var ekki í rétti. Það get ég sagt þér,“ sagði einn lögreglu- mannanna. „Sá, sem ekki notar gangbrautina, er ekki í rétti.“ Engin miskunn hjá Magnúsi Caracas. AP. | Hugo Chavez, forseti Venesúela, skipaði í gær öryggis- sveitum landsins að vera við öllu búnar og sagði, að stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar ætluðu að grípa til ofbeldisverka til að trufla þingkosningarnar í dag. Chavez sagði, að lögreglan hefði gert upptækt sprengiefni, bensín- sprengjur og „annan búnað til of- beldisverka“ en gaf engar nánari upplýsingar um það. Helstu stjórn- arandstöðuflokkarnir ætla ekki að taka þátt í kosningunum í dag og segja talsmenn þeirra, að þær verði ekki leynilegar. Sakar Chavez Bandaríkjamenn um að standa á bak við þá ákvörðun en stjórnarandstað- an segir, að hann noti deilurnar við Bandaríkjastjórn sem allsherjar- skálkaskjól og til að draga athyglina frá ófremdarástandi í landinu. Viðbúnaður auk- inn í Venesúela Tímarit | Bræður og rithöfundar  Heljarstökk Labba í Mánum  Ævintýri Johns De Loreans  Að auka skilning á mannlífinu  Einlæg sköpun Sigurðar Ármanns Atvinna | Tilboð og útboð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.