Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 41 MENNING Málstofan hefst kl. 15:00 í Ásgarði (nýja skóla) á Hvanneyri Allir velkomnir Fræðsluerindi Landbúnaðar- háskóla Íslands á Keldnaholti Mánudaginn 5. desember mun Hákon Sigurgrímsson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu vera í Málstofu með umræðuefnið: „Hvað er landbúnaður?” Inntökuviðtöl vegna náms á kvikmyndabraut vorönn 2006 verða haldin 5. til 9. desember. Umsækjendur verða að hafa lokið 30 einingum úr framhalds- skóla en ekki er gerð krafa um reynslu í kvikmyndagerð. Leitað er að fjölbreyttum hópi nemenda með ólíkan bakgrunn, þar sem saman fer brennandi áhugi á kvikmyndum og sjónvarpi, sköpunargleði og dugnaður. Upplýsingar um hverjir hljóta inngöngu munu liggja fyrir 13. desember. | Kvikmyndaskóli Íslands | Laugavegi 176 Reykjavík | | Sími 5333309 | Tölvupóstur: kvikmyndaskoli@kvikmyndaskoli.is | Nánari upplýsingar um námið á heimasíðu skólans kvikmyndaskoli . is     Þrjár systur er ástríðufulltragikómedía um ungt fólkí leit að hamingju og ást umleið og það gerir allt til að flýja raunveruleikann, hvort sem er á vit drauma, fortíðar eða framtíðar. Þar segir af Prozorov systkinunum, Olgu, Möshu, Irinu og Andrei sem láta fyrirberast á ættarsetri foreldra sinna og láta sig dreyma um betra líf, helst í stórborginni Moskvu. Leik- stjóri verksins er Harpa Arnardóttir en Nemendaleikhúsið í ár skipa þau Birgitta Birgisdóttir, Dóra Jóhanns- dóttir, Halldóra Malín Pétursdóttir, Jörundur Ragnarsson, Magnea Björk Valdimarsdóttir, Stefán Hall- ur Stefánsson, Sveinn Ólafur Gunn- arsson og Víðir Guðmundsson. Leik- ararnir Árni Pétur Guðjónsson, Björn Ingi Hilmarsson og Kristbjörg Kjeld veita Nemendaleikhúsinu liðs- styrk að þessu sinni. Krefjandi leiktækni Blaðamaður sest niður með þrem- ur fulltrúum hópsins, þeim Jörundi, Halldóru og Stefáni Halli er tími gefst í hádegishléi milli stífra æfinga. Við tyllum okkur niður í gerð- arlegum hægindastólum í miðri leik- myndinni á Litla sviðinu í Borg- arleikhúsinu, en leikmyndin hefur tekið á sig form sexhyrnings á hring- laga sviði sem umkringt er áhorf- endapöllum. Viðmælendurnir segja leikferlið hafa verið ákaflega stíft, en að sama skapi lærdómsríkt, og hafi verið gaman að takast á við hið margbrotna en sígilda leikverk Tsjekhovs eftir að hafa fengið að spreyta sig á frumsömdu íslensku verki. „Við höfum lært mikið af báð- um ferlunum. Leiktæknilega séð eru þetta gjörólík ferli og er sú leið sem Harpa fer með okkur í þessu verki ákaflega krefjandi. Við erum bæði að steypa okkur ofan í ákaflega flókið og merkilegt verk og þurfum jafn- framt að geta miðlað í allar áttir úr þessum hring sem sviðsmyndin er. Í hefðbundnu leikhúsi leikur maður bara í eina átt, en hér erum við að leika í allar áttir sem þýðir að fók- usinn þarf að vera opinn allan hring- inn. Þannig verður maður að hafa ótal þætti í huga jafnframt því að leggja grunn að persónusköpun, halda sambandi við áhorfendur og halda orkunni í hópnum. Það er því meira en að segja það að flytja verkið í þessum aðstæðum,“ segir Stefán Hallur og hlær. Þau bæta því við að með því að stíga talsvert ákveðið út fyrir hina realísku umgjörð stofudramans, leyfi leikmyndin alls kyns leik með merk- ingu verksins. „Þótt leikmyndin sé krefjandi býður hún líka upp á óend- anlega margar lausnir,“ segir Jör- undur. Halldóra bætir því við að Harpa Arnardóttir leikstjóri hafi lagt mikla áherslu á spuna í æf- ingaferlinu. „Ekkert var niðurneglt nema grunndrættir verksins, og hef- ur það því fengið svigrúm til að þroskast í gegnum æfingatímann. Vinnan með Hörpu og öllum sem koma að sýningunni hefur verið ein- staklega lærdómsrík enda einstakt hæfileikafólk þar á ferð. Svo má ekki gleyma hljómsveitinni Strakovsky Horo sem leikur stórt hlutverki í sýningunni en þau koma með dásam- lega orku inn í rýmið.“ Sígilt en nútímalegt Persónurnar sem viðmælendurnir leika, mynda ástarþríhyrning í verk- inu. Halldóra fer með hlutverk mið- systurinnar Olgu Pozorov, Jörundur leikur eiginmann hennar, kennarann Kulygin en Stefán Hallur fer með hlutverk Vershinin undirofursta sem hin óhamingjusamlega gifta Olga á í ástarsambandi við. Stefán Hallur segir verkið gríð- arlega margbrotið og hafi það verið upplifun út af fyrir sig að kafa ofan í það og kynnast víddum þess. „Þó svo að þetta sé hádramatískt verk, sem fjallar um hinar stóru spurningar lífsins, s.s. hamingjuleitina, ástina og valkostina í lífinu, þá eru persón- urnar ákaflega nútímalegar, einmitt vegna þess að þær eru að glíma við tilfinningar sem við þekkjum svo vel. Þetta eru þeir þættir verksins sem gera það að verkum að það hefur lif- að í þessi rúmu hundrað ár sem liðin eru frá því að það var skrifað.“ Halldóra bætir við að samhliða því að vera mjög nútímalegt fjalli verkið um ákveðið tímabil í sögunni. „Systk- inin láta fyrirberast á heimili for- eldra sinna sem fallin eru frá. Olga er í raun flutt að heiman er engu að síð- ur alltaf í föðurhúsunum. Æskuheim- ilið er arfurinn frá foreldrunum og er það í raun það eina sem þau eiga eftir af einhvers konar hástétt sem þau tilheyra. Systurnar reyna að halda uppi slíkri ímynd gagnvart bæjar- búum en í raun er það fals, því ekkert er eftir af auðnum nema húsið.“ Jörundur: Það sem gerir verkið svo kunnulegt er að persónurnar tala stöðugt en aðhafast lítið í málunum. Þær tala í raun þvert á tilfinningar sínar og langanir. Og á meðan líður tíminn. Það má kannski segja að verkið fjalli um það sem John Lenn- on orðaði svo eftirminnilega: „Life is what happens when you are making other plans.“ Morgunblaðið/ÞÖK Nemendaleikhúsið frumsýnir hið ástríðufulla verk Antons Tsjekhovs Þrjár systur í kvöld. Lífsspeki Lennons í Tsjekhov Nemendaleikhúsið er mætt aftur á fjalirnar með uppfærslu á einu af merkustu leik- verkum 20. aldarinn- ar, Þremur systrum eftir Anton Tsjekhov. Frumsýningin er í kvöld kl. 20. Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.