Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 23
brigði í músíkinni. Ég held að platan hefði ekki breytt miklu, þeir hefðu bara lent einhvers staðar annars staðar í tónlistinni. Og ég hefði kannski endað í því að sérhæfa mig í ljóðum Schumanns og Schuberts!“ segir Egill og hlær. „Það er erfitt að segja til um þetta eftir á en í dag er erfitt að ímynda sér að þetta hefði farið á annan veg.“ Lókalbandið En hvernig finnst þér frami ykkar hafa verið? „Við höfum verið mjög lánsamir, Stuðmenn. Alltaf verið lókalband, ekki allra, enda vitað það allan tím- ann að það er ekki hægt að gera öll- um til hæfis. En við höfum litið á þetta sem skemmtun fyrir okkur sjálfa. Við höfum yfirleitt skemmt okkur vel yfir þessum pródúktum okkar og upptakan á Sumari á Sýr- landi var konungleg skemmtun, við áttum okkar bestu daga þegar við vorum að gera þettta. Við bjuggum allir saman í Englandi, fórum saman á pöbbinn og fengum okkur bjór, rif- umst og bitumst og svo féll allt í ljúfa löð og allir urðu vinir á ný eins og gengur. Svo eftir það hefur mottóið alltaf verið að menn verði að hafa af þessu skemmtun, vinna er það auð- vitað en skemmtileg vinna.“ Hefur það alltaf tekist? „Stundum hefur það tekist og stundum ekki. Þegar mikið er skapað og framleitt, þá er það eðlilegur fylgi- fiskur að horfast í augu við mistökin og taka þeim með jafnaðargeði og eins hitt að fyllast æðrulausu þakk- læti þegar vel tekst til.“ Framboðið og eftirspurnin Datt þér í hug fyrir þrjátíu árum að þið yrðuð enn að þrjátíu árum síð- ar? „Nei, nei, alls ekki. Hljómsveitin var í byrjun hugsuð sem hálfgildings skólaband og okkar helstu áhangend- ur voru þeir sem voru samskóla okk- ur.“ Nú er væntanlegur DVD-diskur með tónleikum ykkar í Royal Albert Hall um síðustu páska. Hvað finnst þér um þessa stórkostlegu aðdá- endur Stuðmanna sem elta þá yfir höf til að sjá þá spila? „Þessir tónleikar voru magnaðir en þó svo að aðeins 150 manns hefðu komið þá hefði maður verið þeim þakklátur engu að síður og hljóm- sveitin hefði gefið jafn mikið af sér.“ Nú eru margar kynslóðir í aðdá- endaklúbbnum, hvernig stendur á því að nýjar og nýjar kynslóðir taka þetta upp? „Ég tel að foreldrar haldi uppi góð- um siðum og treysti því að þeir haldi góðum hlutum að börnum sínum, það er þessum foreldrum að þakka að við erum enn að. Á dansskemmtununum eru gestirnir auðvitað helst ungt fólk á aldrinum ca 18–35. Það er óneit- anlega svolítið sérstakt að vera alltaf að spila fyrir sama aldurshópinn en eldast stöðugt sjálfur, ekki laust við að stundum líði manni eins og tíminn standi í stað.“ Og er eftirspurnin alltaf jafn mikil? „Já, það virðist vera og alltaf er gaman að sjá þegar fólk á okkar reki lætur sjá sig, það gerist sem betur fer æ oftar.“ gengið lengra en nokkurn hafði kannski grunað. En platan vann á og varð vinsæl þegar leið á.“ Hvað varð til þess að platan fékk uppreisn æru? „Það sem kannski margir tóku eftir, og þar á meðal ég, var að hún var skipuð afskaplega færum „session“-spilurum á borð við Chris Spedding sem var afburða gít- arleikari. Hljómurinn var „erlend- is“ án nokkurs vafa. Síðan var ákveðin uppreisn í henni, hún daðr- aði við dóp enda Sumar á Sýrlandi skírskotun til sumars á sýru. Ómar Valdimarsson skrifaði mikla gagn- rýni um plötuna í Morgunblaðið á sínum tíma sem fjallaði að mestu leyti um fíkniefni. Á þessum tíma var þetta náttúrulega partur af poppmenningunni að ögra samtíð- inni. Þó verður hennar minnst sem glaðhlakkalegrar stuðplötu.“ Hvernig finnst þér platan í dag? „Mér finnst hún æðisleg og minnir mig enn á þennan tíma. Ég man ennþá þegar ég hlustaði á kassettuna í fyrsta skiptið í Faco og finnst hún í dag jafngóð og þá.“ Myndir þú gera þetta aftur í dag, ef þú værir 22 ára? „Já ég myndi gera þetta aftur. Þetta var mjög skemmtilegt og nokkrum sinnum síðar þá leit mað- ur til baka og spurði sjálfan sig: „Hefði ég ekki átt að klára stúd- entinn og fara í háskólann?“ Það var gjörsamlega enginn grundvöll- ur fyrir því að lifa á íslenskri plötuútgáfu árið 1975 og síður núna.“ En þetta tókst. „Já þetta tókst, og ég er ennþá að. Rek litla útgáfu sem gengur mjög vel,“ segir plötuútgefandinn Steinar Berg að lokum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 23 RopeYoga Jólakaffi Hringsins verður haldið á Broadway á morgun sunnudaginn 1. desember kl. 13:30 Dagskráin verður sem hér segir: Nemendur úr dansskóla Jóns Péturs og Köru sýna dans Örn Árnason mætir með grín og glens Bjarni Ara og Silja syngja Feðgarnir Jónas Þórir Dagbjartsson og Jónas Þórir Jónasson leika ljúfa tónlist á fiðlu og píanó. l k ff hl ðb ð l l h dl ff l l l Jólakaffi Hringsins verður haldið á Broadway á morgun, sunnudaginn 4. desember, kl. 13:30 Dagskráin verður sem hér segir: Ósk r Pétursson syngur nokkur lög N mendur úr Dansskóla Auðar Haralds sýna dans Stúlknakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur Feðgarnir Jónas Þórir Dagbjartsson og Jónas Þórir Þórisson leika ljúfa tónlist á fiðlu og píanó Girnilegt kaffihlaðborð – Glæsilegt happdrætti AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.