Morgunblaðið - 16.12.2005, Síða 58

Morgunblaðið - 16.12.2005, Síða 58
58 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Tækni- og gæðadeild Óskum eftir að ráða starfsmann á rannsóknar- stofu BM Vallá, Suðurhrauni, Garðabæ. Starfið felst í daglegu eftirliti með framleiðslu fyrirtæk- isins, svo sem mælingum á rannsóknarstofu og í verksmiðju. Æskilegt er að umsækjendur hafi lágmarks tölvuþekkingu, séu samvisku- samir og skipulagðir. Þekking á steypu eða rannsóknarstörfum ekki nauðsynleg. Áhugasamir hafi samband við Jón Ólafsson (jon.olafsson@bmvalla.is eða 565 1444). Bíldshöfða 7 Raðauglýsingar 569 1100 Tilkynningar BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 411 3000 • MYNDSENDIR 411 3090 Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Tillaga að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 Þétting íbúðarbyggðar á miðborgarsvæði Reykjavíkur Borgarstjórn Reykjavíkur auglýsir skv. 2. mgr. 14. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. Gerð er tillaga um að heildaríbúðafjöldi árið 2024 á byggðasvæðum nr. 2-4 (Nesið norðan Miklubrautar og vestan Kringlumýrabrautar), verði aukinn úr 10.700 íbúðum í 12.000 íbúðir. Hér er um að ræða 12% viðbótaraukningu á fjölda íbúða á umræddu svæði. Telji einstakir aðilar sig verða fyrir tjóni samfara þessari breytingu munu borgaryfirvöld Reykjavíkur taka að sér að bæta það tjón. Tillagan hefur verið send sveitstjórnum á höfuðborgarsvæðinu til kynningar. Tillagan verður send Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna geta snúið sér til skrifstofu skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar, Borgartúni 3. Sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgarr Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtalin framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b. Rannsóknir á niðurrennslissvæði Hellis- heiðarvirkjunar, Sveitarfélaginu Ölfusi. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofn- un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnun- ar: www.skipulag.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 13. janú- ar 2006. Skipulagsstofnun. Auglýsing um tillögu að aðalskipulagi Álftaness 2005-2024 Sveitarstjórn Álftaness hefur tekið aðalskipulag Álftaness til fyrri umræðu sbr. 2. mgr. 17. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Sveitarstjórn Álftaness hefur samþykkt að aug- lýsa, samkvæmt 18. gr. Skipulags- og bygging- arlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum, til- lögu að aðalskipulagi Álftaness 2005-2024. Til- lagan samanstendur af greinargerð og upp- drætti í mælikvarðanum 1:10.000. Aðalskipu- lagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitar- félagsins Álftaness, Bjarnastöðum, 225 Álfta- nesi, frá og með 16. des. 2005 til 12. jan. 2006. Ennfremur er tillagan til sýnis á heima- síðu sveitarfélagsins, www.alftanes.is, og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athuga- semdir við skipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 27. janúar 2006. Athugasemdir skulu vera skrif- legar og þeim skilað til skrifstofu Sveitarfélags- ins Álftaness, Bjarnastöðum. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkja hana. Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi Norðurness á Álftanesi Sveitastjórn Álftaness hefur samþykkt að aug- lýsa, samkvæmt 25. gr. Skipulags- og bygging- arlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum, til- lögu að deiliskipulagi Norðurness á Álftanesi. Í deiliskipulagstillögunni er m.a. gert ráð fyrir nýjum íbúðarsvæðum, golfvallarsvæði, hest- húsasvæði, smábátahöfn, þjónustusvæði og athafnasvæði. Deiliskipulagið er lagt fram á uppdrætti og í greinargerð. Uppdrátturinn er í mælikvarðanum 1:2500. Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á skrif- stofu Sveitarfélagsins Álftaness, Bjarnastöð- um, 225 Álftanesi og á heimasíðu sveitarfélags- ins, www.alftanes.is, frá og með 16. des. 2005 til 12. jan. 2006. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athuga- semdir við deiliskipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 27. janúar 2006. Athugasemdir skulu vera skriflegar og þeim skilað til skrifstofu Álftaness, Bjarnastöð- um. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkja hana. Deiliskipulagstillagan er byggð á tillögu að að- alskipulagi Álftaness 2005-2024 sem auglýst er samhliða. Hægt er að nálgast upplýsingar um aðalskipulagið á skrifstofu Sveitarfélagsins Álftaness og á heimasíðu þess. Auglýsing um breytingu á svæðisskipu- lagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 Sveitarstjórn Álftaness auglýsir hér með, skv. 2. mgr. 14. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum, tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgar- svæðisins 2001-2024. Gerð er tillaga um að árið 2024 verði fjöldi íbúða í sveitarfélaginu 1.080 talsins árið 2024, í stað 850 eins og kem- ur fram í núgildandi svæðisskipulagi. Sveitar- stjórn bætir það tjón sem einstakir aðilar kunna að verða fyrir við breytinguna. Tillagan hefur verið send sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu til kynningar. Tillagan verður send Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna geta snúið sér til skrifstofu sveitarfélagsins Álfta- ness, Bjarnastöðum, 225 Áfltanesi. Samhliða auglýsingu á breytingu á svæðis- skipulagi höfuðborgarsvæðisins er auglýst aðalskipulag Álftaness 2005-2024. BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 411 3000 • MYNDSENDIR 411 3090 Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 18. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breyt- ingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 - 2024. Mýrargötusvæði. Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum: Þéttingarsvæði nr. 4 er endurskilgreint og verður nú gert ráð fyrir 700 íbúðum á svæðinu (þar af allt að 200 hjúkrunaríbúðum), í stað 200 íbúða áður. Þéttingarsvæði nr. 4 markast af Ánanaustum og Grandagarði í vestri, Ægisgarði til norðurs, Verbúðarbryggjum og Hafnarbúðum að austan og að sunnanverðu af Mýrargötu, Ægisgötu, lóðamörkum milli Nýlendugötu og Vesturgötu, Seljavegi og Vesturgötu að Ánanaustum, sbr. afmörkun rammaskipulags Mýrargötu-Slippasvæðis. Gert er ráð fyrir færslu Mýrargötu sem stofnbrautar til norðurs inná núverandi Slippasvæði. Stofnbrautin verður lögð í stokk og er gert ráð fyrir gangamunnum, annars- vegar skammt vestan Seljavegar og hins- vegar austan Ægisgötu. Stofnstígur sem samkvæmt aðalskipulagi liggur með Mýrar- götu að norðanverðu, mun áfram liggja með- fram núverandi götu. Umhverfisáhrif gatna- framkvæmdanna verða metin samkvæmt lögum nr. 106/2005 m.s.br. Ofangreindar breytingar ná til skipulagsuppdráttar og 5. myndar í staðfestri greinargerð (1. mynd í netútgáfu), samanber myndir á uppdrætti. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 08:20 – 16:15, frá 16. desember 2005 til og með 27. janúar 2006. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulagsfulltrúa, merkt viðkomandi svæði og undirritað skilmerki- lega, eigi síðar en 27. janúar 2006. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 16. desember 2005 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.