Fréttablaðið - 16.01.2003, Side 17
17FIMMTUDAGUR 16. janúar 2003
Létt & laggott er viðbit með litlu fituinnihaldi og bragðast
líkt og smjör. Nú á 20% afslætti í næstu verslun.
N
O
N
N
I O
G
M
A
N
N
I •
5
1
3
2
/ sia
.is
Ráðningar fjögurra stjórnenda hjá RÚV:
Kostuðu tæpar tvær milljónir
RÁÐNINGAR „Það getur kostað fé að
fá gott starfsfólk í mikilvægar stöð-
ur en að það kosti upp undir tvær
milljónir króna að ráða innanhúss-
menn í þessar fjórar stöður er væg-
ast sagt sérkennilegt, sérstaklega
vegna þess að stöðuveitingarnar á
Sjónvarpinu hafa verið opinbert
leyndarmál í nokkur misseri,“ segir
Mörður Árnason, fulltrúi í útvarps-
ráði, og vísar til þess að fyrifram
hafi verið ákveðið hverjir yrðu
ráðnir í umræddar stöður.
Markús Örn Antonsson útvarps-
stjóri lagði í gær fram tölur um
kostnað við ráðningu þriggja stjórn-
enda hjá Útvarpi og Sjónvarpi. Um
er að ræða stöður dag-
skrárstjóra Rásar 1 og
Rásar 2 og fréttastjóra
Sjónvarpsins. Mannafl
annaðist auglýsingar, tók
við umsóknum og gris-
jaði og lagði loks fram
lista fyrir útvarpsráð
með umsögnum. Samtals
hljóðaði reikningur
Mannafls upp á tæpar
900 þúsund krónur án
virðisaukaskatts en
hann fær RÚV endur-
greiddan. Þar af kostaði
ráðning fréttastjóra
Sjónvarpsins tæpar 400
þúsund krónur án virðis-
aukaskatts.
Áður hafði útvarps-
stjóri upplýst að RÚV
hefði greitt 845 þúsund
krónur vegna ráðningar
yfirmanns fréttasviðs
RÚV.
Í heild hafa ráðningar í
þessar fjórar stöður því
kostað tæpar 1.800 þús-
und krónur.
„Ég tel að við í út-
varpsráði þurfum að
ræða betur um aðferðir
við ráðningar og kostnað
við þær. Ríkisútvarpið er
ennþá í fjárhagslegri spennitreyju
og það er ábyrgðarhluti að hella
næstum tveimur miljónum króna í
leikrit af þessu tagi,“ sagði Mörður
Árnason. ■
VIÐSKIPTI Áhugi fjárfesta á bréfum
DeCode hefur vaxið að undan-
förnu eftir að fjármálafyrirtækið
JP Morgan hækkaði mat sitt á fyr-
irtækinu. Bréf félagsins hækkuðu
úr tveimur dollurum á hlut í tæpa
þrjá. Þá hefur umfang viðskipta
með bréfin á Nasdaq-markaðnum
verið margfalt meira en venjulegt
er. Bragi Smith, verðbréfasér-
fræðingur hjá Búnaðarbankanum,
segir hækkun bréfanna hafa vak-
ið athygli. „Bréfin hækkuðu þegar
markaður var að lækka. Þau
vöktu því athygli og fengu um-
fjöllun sérfræðinga, meðal annars
á CNBC-sjónvarpsstöðinni.“
Bragi segir að aukning viðskipta
með bréfin sýni að þeim sé sýnd-
ur áhugi á markaðnum. Hann von-
ar að þessi aukni áhugi geti orðið
til þess að stærri fjárfestar, svo
sem sjóðir, fari að sýna bréfunum
áhuga.
JP Morgan telur að markgengi
bréfa DeCode sé á bilinu 4-5 doll-
arar á hlut á næsta ári. Vonir
standa til þess að rannsóknir fyr-
irtækisins skili á næstunni tveim-
ur uppgötvunum inn á annað stig í
lyfjaþróunarferlinu. Lyfjaþróun
er skipt í þrjú stig og hver áfangi
í þeirri leið skiptir miklu fyrir
endanlega útkomu. Ströng skil-
yrði eru fyrir því að lyf komist í
gegnum hvern áfanga lyfjaþróun-
arinnar.
Bragi segir JP Morgan meta
það svo að ef DeCode nái að landa
tveimur nýjum samningum muni
það hafa jákvæð áhrif á gengið.
Takist það ekki sé gengi DeCode
það lágt að það muni ekki hafa
veruleg áhrif. „Þeir meta það svo
að hækkunarmöguleikar bréfanna
séu meiri en áhættan af því að þau
lækki,“ segir Bragi.
Gengi bréfa DeCode náði há-
marki á föstudag en hefur sigið
síðan. Bragi segir líftæknina hafa
átt undir högg að sækja að undan-
förnu eins og alla nýsköpun. Þar
við bætist að fjárfestar horfi
fremur til árangurs en yfirlýsinga
greiningarfyrirtækja. Mikilvægt
sé því fyrir fyrirtækið að standa
við áætlanir sínar og sýna fram á
jákvætt sjóðstreymi undir lok
ársins.
haflidi@frettabladid.is
NÝTT MAT
Íslensk erfðargreining hefur mátt taka á honum stóra sínum að undanförnu. Aukin bjart-
sýni er nú meðal fjárfesta á framtíð fyrirtækisins.
Aukin bjartsýni
með bréf DeCode
JP Morgan jók tiltrú fjárfesta á DeCode með
nýrri matskýrslu. Áhætta af lækkun bréfa talin
mun minni en möguleikar á hækkun.
MÖRÐUR ÁRNASON
Segir kostnað við ráðn-
ingar fjögurra yfirmanna
sérkennilegan á sama
tíma og RÚV sé í fjár-
hagslegri spennitreyju.
KOSTNAÐUR VEGNA RÁÐN-
INGAR FJÖGURRA STJÓRN-
ENDA HJÁ RÚV ÁN VSK.
Mannafl
* Dagskrárstjóri Rásar 1 237.600 kr.
* Dagskrárstjóri Rásar 2 285.240 kr.
* Fréttastjóri Sjónvarpsins 375.400 kr.
Deloitte & Touche
* Yfirmaður fréttastviðs RÚV 845.000 kr.
Samtals 1.743.240 kr.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT