Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.01.2003, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 16.01.2003, Qupperneq 20
Hleðsluborvélar Margar gerðir hleðsluborvéla eru á mark- aðnum í dag. Gríðarlegur munur er á gæðum vélanna. Almenningur kaupir yfirleitt vélar á verðbilinu 3-14 þúsund krónur en iðnaðarmenn kaupa að jafnaði dýrari vélar, á bilinu 12-45 þúsund krónur. Munurinn á vélunum er fólginn í ýmsu, svo sem mótor, patrónu, húsi, fjölda rafhlaða og endingu þeirra, krafti og svo framvegis. Það tekur fimm til sjö klukkustundir að hlaða ódýrari vélarnar. Í dýrari vélunum er hleðslutíminn yfirleitt klukkustund eða minna. Endingartími rafhlaða er mældur í Ah (amperhour) og því hærri sem talan er því lengur endast þær. Hitachi hleðsluborvélarnar eru 1,4 -2,0 Ah. Hitachi og fleiri framleiðendur bjóða líka vélar með rafhlöðum sem eru 3,0 Ah Ni-MH en þær eru „umhverfisvænar“. Almennt leggja söluaðilar ekki mikla áherslu á þessa gerð rafhlaðna þar sem gæði þeirra eru enn mun lakari en venjulegar rafhlöður. Gott er að athuga hvort tvær rafhlöður fylgi vélunum. Aukarafhlaða getur numið allt að helmingi af verði vélarinnar. Hleðsluborvélar eru til 9,6 til 24 volta. Það segir þó lítið til um kraft þeirra. Kraftur hleðsluborvéla getur verið afar mismunandi og er hann mældur í Nm. Framleiðendur vélanna nota tvær til þrjár mæliaðferðir á Nm. Gullna reglan er þó að dýrari vélar eru öflugri en þær ódýrari. Hleðsluborvélar með stiglausum hraða gera notanda kleift að stýra snúningshraða þeirra. Sumar vélar eru ekki með stiglausum hraða sem þýðir að þær fara á fullan snúning um leið og þrýst er á rofann. en veljum vél sem hentar 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.