Fréttablaðið - 16.01.2003, Síða 26

Fréttablaðið - 16.01.2003, Síða 26
Töluvert tjón hjá iðnaðarmönnum Iðnaðarmenn verða fyrir töluverðu tjóni á ári hverju vegna verkfæra- missis. Þá er stolið allt frá léttum verkfærum upp í stór rafmagns- verkfæri. „Það eru margir iðnaðarmenn sem sjá ástæðu til að tryggja verkfæri sín í húsnæði sem þeir eru að vinna í, hvort sem það er fullbúið eða í byggingu,“ segir Sveinn Segatta, forstöðumaður fyrirtækjaþjónustu hjá Sjóvá- Almennum. „Þetta er vandamál á nýbyggingasvæðum, sérstaklega þar sem svæðið hefur ekki verið lokað af.“ Sveinn segir einyrkja frekar verða fyrir barðinu á þjófum en stærri verktaka þar sem þeir síðarnefndu loka byggingasvæðum frekar af. Sjóvá- Almennar bjóða upp á svokallaða iðnaðarmannatryggingu. Nokkur hundruð einyrkjar eru nú með slíka tryggingu. Iðgjald iðnaðarmannatryggingar er um 8-10 þúsund krónur á ári fyrir verkfæri sem metin eru á um eina milljón. Vátryggingavernd- in er þó löguð að þörfum hvers og eins. Víðtæk eignatrygging gildir hvar sem er í heiminum og er sjálfsábyrgð í hverju tjóni 26 þúsund krónur. Sjóvá-Almennar hefur á síðustu mánuðum boðið iðnaðar- mönnum upp á heildstæða vernd, þar sem tekið er tillit til persónuverndar, sem jafnframt eru sniðin að þörfum heimilisins. Iðnaðarmaður sem lendir í tjóni þar sem grunur leikur á refsiverðu athæfi skal undantekningarlaust kalla til lögreglu. Þegar uppvíst verður um tjón skal láta tryggingarfélag vita um leið og gefa því tækifæri á að skoða aðstæður. Iðnaðarmaður verður að senda tryggingarfélagi skýrslu um tjónið. Tryggingarfélög ganga út frá því að þar sem húsnæði í byggingu er ekki orðið fokhelt eða hefur ekki verið lokað með fullnægjandi hætti þá séu iðnaðarmenn með læsta vinnuskúra sem hægt er að geyma verkfærin í. Tryggingafélögin eru ekki bótaskyld nema farið sé inn í verkfærageymsluna með afbrigðilegum hætti og það séu merki um það. - sjálfsögð varúðarráðstöfun 8

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.