Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.01.2003, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 16.01.2003, Qupperneq 32
20 16. janúar 2003 FIMMTUDAGUR TÓNLIST Breska hiphopsenan nýtur greinilega mikilla vinsælda í heima- landi sínu. Eins manns sveitin The Streets og söngkonan Ms. Dynamite fengu nefnilega flestar tilnefningar til Brit-verðlaunanna í ár, fjórar hvor. Það vekur einnig mikla athygli að söluhæstu listamenn Breta, Robbie Williams og Kylie Minogue, eiga ekki velgengni að fagna í til- nefningunum. Kylie fær enga, þrátt fyrir að hafa smalað inn verðlaun- um á síðustu hátíð, og Robbie aðeins eina. Poppgrúbban Sugababes, Will Young, Gareth Gates, Pink og djasssöngkonan Norah Jones eru með þrjár tilnefningar hvert. Hátíðin fer fram í Earls Court í London 20. febrúar næstkomandi. Fyrsta plata Mike Skinner (sem mannar eins manns sveitina The Streets), „Original Pirate Material“, endaði í efsta sæti fjölda breskra gagnrýnenda á ársuppgjörslistum þeirra. Í alþjóðlega geiranum keppast Eminem, Norah Jones, Alicia Keys, Pink og Red Hot Chili Peppers um „alþjóðlega plötu ársins“. Söngvar- inn Tom Jones, sem er fæddur og uppalinn í Wales, fær sérstök verð- laun fyrir framlag sitt til tónlistar í gegnum árin. ■ MS. DYNAMITE Brit-verðlaunin eru stærsta verðlaunahátíð breska tónlistariðnaðarins. Tilnefningar til Brit-verðlaunanna 2003: Ms. Dynamite og The Streets með fernu BRESKUR KARLTÓNLISTAR- MAÐUR ÁRSINS Badly Drawn Boy Craig David David Gray The Streets Robbie Williams BRESKUR KVENTÓNLISTAR- MAÐUR ÁRSINS Sophie Ellis Bextor Ms. Dynamite Beverley Knight Alison Moyet Beth Orton BRESK HLJÓMSVEIT ÁRSINS Blue Coldplay Doves Sugababes Oasis BRESKT LAG ÁRSINS Atomic Kitten The Tide Is High (Get the Feeling) Gareth Gates Anyone of Us (Stupid Mistake) Gareth Gates Unchained Melody Liberty X Just A Little Will Young Anything Is Possible/Evergreen BRESK PLATA ÁRSINS Coldplay A Rush of Blood to the Head Ms Dynamite A Little Deeper The Coral The Coral The Streets Original Pirate Material Sugababes Angels with Dirty Faces TÓNLIST Bono og The Edge úr hljómsveit- inni U2 vöktu mikla lukku á dögunum þeg- ar þeir fluttu lagið „The Hands that Built America“ órafmagnað í veislu sem haldin var eftir frumsýningu k v i k m y n d a r i n n a r „Gangs of New York“ í Dublin á Írlandi. Lagið er að finna í myndinni, sem leik- stýrt er af Martin Scorsese. Þess má geta að 8. febrúar hefst sýning á munum tengdum U2 í frægðarhöll rokksins í Cleveland í Bandaríkj- unum. Sýningin kallast „In the Name of Love: Two Decades of U2“. ■ BONO Bono var í góðum gír í veisl- unni sem haldin var eftir frumsýninguna í Dublin. Bono og The Edge í stuði: Órafmögnuð veisla í Dublin Ozzy Osbourne: Gesta- söngvari á nýrri plötu TÓNLIST Ozzy Osbourne hefur sung- ið inn á plötu nýtt lag með þunga- rokkhljómsveitinni Black Label Society. Lagið kallast „Stillborn“ og verður fyrsta smáskífan af plöt- unni „The Blessed Hellride“, sem kemur út í apríl. Myndavélar frá MTV-sjónvarpsstöðinni sveimuðu um allt í kring til að taka upp at- burðinn. Osbourne er eins og kunn- ugt er aðalpersónan í „raunveru- leikaþáttunum“ „The Osbournes“ sem sýndir eru á stöðinni. ■ MENNING „Ég tók við rekstri Aust- urbæjar í október og samkvæmt uppgjöri fyrir þrjá síðustu mán- uði ársins var hagnaður af rekstrinum. Það sýnir að þetta er hægt,“ segir Óttar Felix Hauks- son sem tók Bíóborgina á leigu af byggingaverktökum, sem keypt höfðu kvikmyndahúsið af Árna Samúelssyni og fjölskyldu, hugð- ust rífa það og byggja nýtt hús á lóðinni. „Bókanir í byrjun árs eru góðar. Það er þéttbókað allt fram í apríl,“ segir Óttar Felix sem staðið hefur fyrir alls konar menningaruppákomum eftir að hann tók við rekstri hússins. Standa vonir hans til að áfram- hald verði á og að byggingin verði ekki jöfnuð við jörðu fyrir aðra og nýrri: „Ég vona að byggingarverktak- arnir sjái sér hag í því að byggja á reitnum fyrir neðan húsið en leyfa gamla Austurbæjarbíói að standa. Þetta er of gott hús til að rífa og ég þykist hafa sýnt fram á að hægt sé að reka það með þeim hætti sem ég hef verið að gera,“ segir Óttar Felix. ■ ÓTTAR FELIX HAUKSSON Þéttbókað í Austurbæ fram í apríl. Gamla Austurbæjarbíó í blóma: Hagnaður af Austurbæ KVIKMYNDIR Leikkonan Catherine Zeta Jones ætlar á næstunni að hefja framleiðslu á barnafötum undir vörumerkinu Zeta. Að því er segir í breskum fjölmiðlum ætlar leikkonan að hella sér í verkefnið ásamt Ray Williams, fyrrverandi rugby-leikmanni og landa sínum frá Wales. Talið er að vörumerkið verði sett á laggirnar á sama tíma og Catherine Zeta eignast annað barn sitt í mars. Hún á fyrir tveggja ára gamla soninn Dylan með eigin- manni sínum Michael Douglas. ■ Catherine Zeta Jones: Framleiðir barnaföt ZETA JONES Catherine Zeta Jones ætlar sér stóra hluti í barnafatabransanum. DANSAÐ VIÐ VAMPÍRU Michael Crawford og Mandy Gonzales eru hér í hlutverkum sínum í Dansað við vamp- íru sem sett var upp á Broadway. Sýning- unni var hætt eftir aðeins 56 skipti og er talið að hún skili tólf milljón dollara tapi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.