Fréttablaðið - 16.01.2003, Qupperneq 35
23FIMMTUDAGUR 16. janúar 2003
degi til sunnudags kl. 14-18. Sýningunni
lýkur 2. febrúar.
Freygerður Dana Kristjánsdóttir sýnir
tvö verk á sýningu sinni í MOJO á Vega-
mótastíg 4. Annað er háðsádeila á fálka-
orðuna, hitt er um rollur á réttum eða
röngum hillum í lífinu. Sýningin stendur
út janúar.
Anna Guðrún Torfadóttir myndlistar-
maður sýnir verk unnin með blandaðri
tækni í Scala, Lágmúla 5 í Reykjavík.
Birgir Rafn Friðriksson heldur sýning-
una Án samhengis - allt að klámi í
Café Presto, Hlíðasmára 15, Kópavogi.
Birgir sýnir 34 þurrpastelmyndir unnar á
árinu 2000. Sýningin stendur út janúar
og er opin á opnunartíma Café Presto,
10-23 virka daga og 12-18 um helgar.
Ingólfur Júlíusson ljósmyndari stendur
fyrir sýningunni Grænland - fjarri, svo
nærri í Reykjavíkurakademíunni, 4.
hæð. Sýningin er opin virka daga frá 9-
17 og stendur til 31. janúar.
Í hers höndum er yfirskrift á sýningu
sem stendur yfir í Borgarskjalasafni
Reykjavíkur í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15,
6. hæð. Sýningin er opin alla daga
klukkan 12-17 og stendur til 2. febrúar.
Sýning á málverkum Aðalheiðar Val-
geirsdóttur stendur yfir í Hallgrímskirkju
í Reykjavík. Á sýningunni eru málverk
unnin á þessu ári sérstaklega fyrir sýn-
inguna í kirkjunni. Viðfangsefnið er Lífið,
tíminn og eilífðin. Sýningin í Hallgríms-
kirkju er haldin í boði Listvinafélags Hall-
grímskirkju og stendur til loka febrúar-
mánaðar.
Sýning á nokkrum verkum Guðmundar
Hannessonar ljósmyndara stendur yfir í
Gallerí Fold. Sýningin nefnist Reykja-
víkurminningar en myndirnar tók Guð-
mundur um miðja síðustu öld í Reykja-
vík.
Inga Svala Þórsdóttir sýnir Borg í Lista-
safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Inga
Svala fjallar um og endurvekur draum-
sýnina um hið fullkomna samfélag. Hún
leggur fram hugmynd að milljón manna
borgarskipulagi í Borgarfirði og á norð-
anverðu Snæfellsnesi. Sýningin er opin
alla daga klukkan 10-17. Henni lýkur 19.
janúar.
Á Kjarvalsstöðum eru sýnd nokkur verk
eftir Jóhannes S. Kjarval úr Kjarvals-
safni. Sýningin er opin alla daga 10-17.
Henni lýkur 31. janúar.
Íslandsmynd í mótun - áfangar í
kortagerð er yfirskrift sýningar í Þjóð-
menningarhúsinu. Sýnd eru þau kort
sem markað hafa helstu áfanga í leitinni
að réttri mynd landsins. Sýningin stend-
ur þangað til í ágúst.
Milli goðsagnar og veruleika er yfir-
skrift sýningar á nútímalist frá araba-
heiminum í Listasafni Reykjavíkur, Hafn-
arhúsi. Sýningin kemur frá Ríkislistasafn-
inu í Jórdaníu. Á henni er úrval verka
eftir karla og konur frá sextán löndum.
Sýningin er opin alla daga 10-17. Henni
lýkur 19. janúar.
Þórarinn Eldjárn er skáld mánaðar-
ins í bókasal Landsbókasafnsins í
Þjóðmenningarhúsi.
Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóð-
menningarhúsinu. Sýningin er á vegum
Stofnunar Árna Magnússonar. Opið er
frá klukkan 11 til 17.
Guðlaugur Valgarðsson er með sýning-
una Myndir úr lífinu í gluggagalleríinu
að Vatnsstíg 9. Á sýningunni eru átta
ljósmyndir, allar frá síðasta ári.
Sýning á bútasaumsverkum eftir 10
konur stendur nú yfir í Garðabergi, fé-
lagsmiðstöð eldri borgara að Garðatorgi
7 í Garðabæ. Sýningarnar verða opnar
alla daga nema sunnudaga frá kl. 13 til
17.
MYNDLIST „Þótt ég hafi gegnum
tíðina mest verið að mála, þá hef
ég samt aldrei verið neitt bund-
inn af því að ég þyrfti að vinna
með málverk,“ segir Tumi
Magnússon myndlistarmaður,
sem í dag opnar sýningu í Kúl-
unni í Ásmundarsafni við
Sigtún. Þar sýnir hann vídeó-
verk, og er það í fyrsta sinn sem
hann sýnir verk af því tagi opin-
berlega.
Lengi vel málaði Tumi fyrst
og fremst á striga, en fyrir
nokkrum árum fór hann að mála
á veggi og einnig að taka ljós-
myndir þar sem hann var að
vinna með rýmið. „Þetta er bara
svona framhald á því. Þetta er
svipað viðfangsefni, aðeins unn-
ið með annarri aðferð. En reynd-
ar breytist viðfangsefnið þá að-
eins í leiðinni.“
Litir hafa verið ær og kýr
Tuma undanfarin ár. Hann hef-
ur sýnt verk sem eru að uppi-
stöðu nánast hreinir litafletir.
Við fyrstu sýn kann að virðast
lítið í slíkt spunnið, en þegar
nánar er að gætt búa óvæntar
vangaveltur á bak við sem
koma hugarfluginu heldur bet-
ur af stað.
„Þegar ég fór að vinna með
liti ákveðinna efna, þá er það
ekki endilega af því að mér
finnist þetta svo fallegir litir,
heldur er það út af tengingunni
við ákveðið efni. Þegar maður
veit að þetta er litur af ákveðnu
efni þá breytir það tilfinning-
unni, þá finnur maður kannski
næstum því lykt af efninu.“
Kúlan í Ásmundarsafni við
Sigtún er allsérstæður sýning-
arstaður. Tumi hefur látið
myrkva gluggana. Eina lýsing-
in er af vídeóinu, sem lýsir
beint upp í loftið.
„Ég hef ákaflega gaman af
að vinna hlutina inn í ákveðið
rými. Ekki síst svona sérstætt
og fallegt rými eins og hérna
er. Hljóðið er líka mjög óvenju-
legt. Þegar maður talar í miðju
rýminu þá er eins og það heyr-
ist úr öllum áttum í einu. Og ég
notfæri mér það auðvitað í
þessari sýningu líka.“
gudsteinn@frettabladid.is
Tumi Magnússon opnar sýningu í Ásmundarsafni:
Sýnir vídeó í kúlunni
TUMI MAGNÚSSON
Sýnir í fyrsta sinn vídeóverk eftir sig, sem er í beinu framhaldi af rýmis- og litapælingum hans undanfarin ár.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Borgarskjalasafn Reykjavíkur
www.rvk.is/borgarskjalasafn
Sími: 563 1770
Reykjavík í hers höndum.
Sýning á skjölum og ljósmyndum
af Reykjavík á stríðstímum.
Opin alla daga kl. 12-17
á 6. hæð, Tryggvagötu 15.
________________________________________________________
www.ljosmyndasafnreykjavikur.is
Langar þig í mynd af Reykjavík
t.d. frá árinu 1910, 1930 eða 1950?
Verð frá 1000 kr.
Grófarhúsi, Tryggvagötu 15.
Opið mán.-fös. kl. 10-16
________________________________________________________
www.listasafnreykjavikur.is
Sími 552 6131
HAFNARHÚS
Arabíulistsýning,
Inga Svala Þórsdóttir, Erró
Leiðsögn sunnud. kl. 15.00
KJARVALSSTAÐIR
Odd Nerdrum, Kjarval
Leiðsögn sunnud. kl. 15.00
ÁSMUNDARSAFN
Tumi Magnússon,
Ásmundur Sveinsson
________________________________________________________
Minjasafn Reykjavíkur -
Árbæjarsafn - Viðey
www.arbaejarsafn.is
Safnhús Árbæjarsafns eru lokuð
en boðið er upp á leiðsögn alla
mánud., miðvikud. og föstudaga kl. 13.
Einnig er tekið á móti hópum eftir
samkomulagi. Nánari upplýsingar
í síma 577 1111.
Upplýsingar um leiðsögn í
Viðey í síma 568 0535.
________________________________________________________
www.gerduberg.is
Gerðubergi 3-5, s. 575 7700
Opnunartími sýninga frá kl.11-19
mán.-fös., kl.13-16.30 lau.-sun.
Ókeypis aðgangur.
Sýning: Bauhaus ljósmyndasýning.
Sýningin stendur til 23. febrúar. Í fé-
lagsstarfi: Árni Sighvatsson.
________________________________________________________
www.borgarbokasafn.is
s. 563 1717
Upplýsingar um afgreiðslutíma:
s. 552 7545
Nýtt á vef Borgarbókasafns
Lesið um jólabækurnar
og sendið ykkar álit á
www.bokmenntir.is
________________________________________________________
Minjasafn Orkuveitunnar
Minjasafn Orkuveitunnar í Elliðaárdal
er opið sun. 15-17 og eftir samkomu-
lagi í s. 567-9009