Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.01.2003, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 16.01.2003, Qupperneq 39
27FIMMTUDAGUR 16. janúar 2003 Farðu úr bænum á góðum bíl frá Avis – Helgarbíllinn þinn Hringdu í Avis sími 5914000 Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík – www.avis.is Við gerum betur Helga rbíll frá Ope l Cor sa kr. 9.999 Helga rleig a Eign Kurt Cobain á uppboði: Svarti Stratocaster gítarinn seldur TÓNLIST Gítarinn sem Kurt Cobain lék á í „Nevermind“-tónleika- ferðalagi Nirvana verður seldur á uppboði þann 20. febrúar næst- komandi. Svarti Stratocaster-gítarinn var notaður á einu frægasta tón- leikaferðalagi sögunnar í kjölfar útgáfu plötunnar „Nevermind“, sem kom út árið 1991. Talið er að allt að 15 þúsund pund, um rúmar tvær milljónir króna, fáist fyrir gítarinn þegar hann fer undir hamarinn. Auk gítarsins verða óútgefnar upptökur með John Lennon og Mick Jagger boðnar upp. ■ Stórhuga Hafnfirðingar: Ætla að grafa sig inn í klett HÓTEL Eigendur Víkingahótelsins í Hafnarfirði eru með stórbrotn- ar hugmyndir um frekari fram- kvæmdir á staðnum en hótelið er rekið í tengslum við Fjörukrána og er í eigu sömu aðila. Víkinga- hótelið stendur við hlið Fjöru- kráarinnar, 29 herbergi í vík- ingastíl: „Næsta sumar er fyrirhugað að búa til alvöru helli við annan enda hótelsins með því að grafa sig inn í klettinn hérna á bak við,“ segir Benedikta Þorsteins- son, starfsmaður hótelsins, en Benedikta var eitt sinn félags- málaráðherra Grænlands en starfar nú við útbreiðslu á vest- norrænni menningu hér á landi. „Þá er einnig hugmynd uppi um að reisa risastyttu af víkingi með sverð hér fyrir framan, svona í líkingu við Frelsisstyttuna í New York þó hún verði að sjálfsögðu ekki jafn stór,“ segir Benedikta. Nýr hótelstjóri hefur verið ráðinn að Víkingahótelinu í Hafnarfirði en það er Karl Rafnsson, sem áður var hótel- stjóri á Selfossi. ■ KURT COBAIN Platan „Nevermind“ hafði mikil áhrif á rokkheiminn þegar hún kom út. Imbakassinn eftir Frode Øverli Éta minna, hreyfa sig meira. Megrunar- kúr Visamlegast látið vita ef blaðið berst ykkur ekki! Dreifingardeild Sími 515 7520

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.