Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.01.2003, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 16.01.2003, Qupperneq 44
TÍSKA Á miðvikudag tóku tíu ungir tævanskir fatahönnuðir sig til og sýndu föt sín á tískuvikunni í Hong Kong sem nú stendur yfir. Um var að ræða haust- og vetrar- tískuna í ár. Það er greinilegt að sköpunar- gáfan ræður ríkjum þar í landi því það var engu líkara en hönnuðirn- ir væru að keppa á heimsmeist- aramótinu í frumlegum klæðnaði. Hver flíkin á fætur annarri fékk sýningargesti til þess að gapa af undrun. allt frá sjálflýsandi kjól- um upp í stórhættulega gadda- kjóla. Tískuvikan í Hong Kong renn- ur saman við karlatískuvikuna sem nú stendur yfir í Mílanó á Ítalíu. Það er hins vegar deilumál hvort þægilegt sé að vera í kven- fatnaðinum sem kemur frá fata- hönnuðum Tævan þessa dagana. Listin er þar auðsjáanlega ofar þægindum. ■ 32 16. janúar 2003 FIMMTUDAGUR Pondus eftir Frode Øverli UMHVERFISMÁL Fullt var út að dyr- um í Austurbæ við Snorrabraut í fyrrakvöld þegar Ómar Ragnars- son sýndi þar kvikmyndir sem hann hefur gert um virkjanir og þjóðgarða víða um heim: „Það var gaman að sjá þennan áhuga. Sumir þurftu að standa,“ segir Ómar, sem vel gæti hugsað sér að sýna myndirnar aftur finni hann fyrir frekari áhuga. Ómar sýndi myndir sem hann tók af virkjunum og þjóðgörðum í Kanada og Bandaríkjunum. Þá brá hann sér yfir til Noregs og svo var það Vatnajökull og ná- grenni: „Kárahnjúkavirkjun er stærsta framkvæmd sem ráðist hefur verið í á Íslandi og hún er óafturkræf fyrir komandi kyn- slóðir. Hér er verið að taka ákvörðun fyrir alla þá sem á eftir koma. Þetta er stórmál,“ segir Ómar, sem vinnur nú að því að betrumbæta sýningu sína í ljósi viðbragða áhorfenda sem fylltu Austurbæ í fyrrakvöld. ■ Virkjanir: Troðfullt hjá Ómari ÓMAR RAGNARSSON Náði til margra. VINSÆLIR Big Boi, rappari Outkast, og Killer Mike hampa hér verðlaunum á Bandarísku tón- listarverðlaununum. Þeir hlutu verðlaun fyrir besta samstarf tvíeykis. Tíska í Hong Kong: Frumlegheit í fyrirrúmi Heyrðu... ertu með kafaraveiki? Nei, ég er bara eitthvað slappur á taugum! Komdu Bjöggi! Nú förum við heim! Heyrðu... ertu með kafaraveiki? VÆNGIR Í stað erma notar fatahönnuðurinn Lin Kuo-chi eins konar vængi. Þessi vínrauði „vængja“-bolur vakti verðskuldaða athygli á tískuvikunni í Hong Kong. Buxurnar eru úr flaueli og svörtu gerviefni. TVÍBURABÚNINGAR Þessar stelpur eru nánast eins og beint úr myndböndum New Order á níunda áratugnum. Þessir brúnu búningar eru aðallega úr leðri og plasti. Pils stúlkunnar til hægri er úr ein- hvers konar dýraskinni. Það var hönnuðurinn Chao Shu-Yun frá Tævan sem bjó þetta til. SJÁLFLÝSANDI Það er örugglega ekki óhentugt fyrir herr- ann að fara með þessari stúlku á dansleik. Það er að minnsta kosti engin leið að hún geti stungið hann af. Þessi skemmtilegi sjálflýsandi kjóll er hönnun Shih Yu-peng. LAFANDI ERMAR Þessi glæsilegi vínrauði kjóll var hluti af sýningu Chao Shu-Yun. Hún leitar greini- lega mikið í uppruna sinn en hún kemur frá Tævan. GADDAKJÓLL Það getur verið stórhættulegt að móðga þessa dömu. Þessi skærbleiki gaddakjóll er hugarsmíð Lin Kuo-chi. Stórútsala 30-70% afsláttur Kápusalan Snorrabraut 38, sími 563 4362

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.