Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2003, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 20.01.2003, Qupperneq 8
8 20. janúar 2003 MÁNUDAGUR DÓMSMÁL FISKVEIÐAR Árið 2002 varð metafla- ár við Færeyjar. Þorskaflinn varð 36.300 tonn í stað 26.400 tonna árið 2001. Alls veiddust rúmlega 114 þúsund tonn af botnfiski í stað 97.700 tonna árið áður. Þannig jókst þorskafli um 38 prósent og botn- fiskafli í heild um 17 prósent. Færey- ingar stjórna sín- um veiðum með sóknartakmörkun- um. Fiskifræðingar höfðu lagt til niðurskurð á veiðum við Færeyj- ar um 35 prósent en stjórnvöld tóku ekki mark á þeirri ráðgjöf. Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur verið Færeyingum til ráð- gjafar og hann gjörþekkir stjórn- kerfi veiðanna þar. Meðal and- stæðinga kvótakerfisins á Íslandi eru uppi raddir um að færeyska kerfið kynni að vera farsælt hér. Kvótamenn halda því aftur fram að sóknarstýring leiði ekki til ann- ars en hruns stofnanna. Aðspurð- ur um það hvort Færeyingar séu ekki að ganga af stofnum sínum dauðum með ofveiði segir Jón að því fari víðs fjarri. „Það er mjög ólíklegt að verið sé að klára fiskinn því aflabrögð eru mjög góð, sem bendir til að nóg sé af fiski í sjónum. Það hefur sýnt sig aftur og aftur að stofn- mælingarnar við Færeyjar hafa verið rangar. Ekki hefur verið dregið úr sókn eins og ráðlagt var og afli hefur orðið meiri en reikn- að var með. Eftir á reyndist stofn- inn stærri en fiskifræðingar mældu hann í stofnmælingu, ralli, eins og það er kallað. Ef farið hefði verið að ráðgjöfinni hefði þetta ekki komið í ljós,“ segir Jón. Hann segir að þar sem sóknar- mark er við lýði endurspegli afl- inn nokkurn veginn ástand stofn- anna. Í kvótakerfi eins og er á Ís- landi verði menn að hætta að veiða þegar fyrirskipuðum afla er náð og það fær ekki að koma í ljós ef mælingar á stofnstærð hafa verið rangar. Jón segir að í ljósi þess að þorskafli við Færeyjar hafi aldrei farið yfir 40 þúsund tonn megi reikna með því að afli fari að minnka aftur. „Afli getur ekki haldið áfram að vaxa endalaust, jafnvel ekki með bestu stjórnun. Þetta er eðli- legt og hefur sínar náttúrulegu or- sakir. Þegar eru farin að sjást teikn um fæðuskort hjá þorski, vöxtur er að hægjast og magainni- hald, slöngustjörnur og krossfisk- ur, ber þess merki að það er að harðna á dalnum. Sýnir það að ekki verður hægt að kenna ofveiði um aflaminnkun. Fremur má segja að sóknin sé ekki nægjanleg til að hemja fjölgun fiskanna og koma í veg fyrir að þeir éti sig út á gaddinn,“ segir Jón. rt@frettabladid.is FÆREYJAR Veiðum stjórnað með sóknartakmörkunum. Þorskaflinn nálægt sögulegu hámarki. Stóraukin þorskveiði við Færeyjar Metaflaár í botnfiski við eyjarnar. Jón Krist- jánsson fiskifræðingur segir að stofnmælingar hafi verið rangar en nú sé farið að bera á fæðu- skorti og reikna megi með aflaminnkun. Þegar eru far- in að sjást teikn um fæðuskort hjá þorski, vöxtur er að hægjast. DÓMSMÁL Björgvin Þorsteinsson, verjandi Árna Johnsen, segir að vegna mikillar og neikvæðrar fjölmiðlaumræðu hafi Árni þegar tekið út þunga refsingu fyrir brot sín. Mál Árna var tekið fyrir í Hæstarétti á föstudaginn. Björg- vin sagði skjólstæðing sinn hafa þjáðst vegna þeirrar aðfarar sem fjölmiðlar hefðu gert að honum. Vegna streitu hefði hann verið með óreglulegan hjartslátt og lið- ið andlegar kvalir og meðal ann- ars þurft að leita sér sálfræðiað- stoðar. Árni, sem ávarpaði dóm- ara þegar málflutningi var lokið, sagðist iðrast misgjörða sinna og bað hann íslensku þjóðina afsök- unar. Árni var dæmdur í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Hér- aðsdómi Reykjavíkur en fyrir Hæstarétti fer verjandi fram á mildari refsingu og skilorðsbind- ingu. Fordæmi eru fyrir því að dómstólar hafi virt fjölmiðlaum- fjöllun til refsilækkunar, þrátt fyrir að í lögum sé opinber um- ræða ekki á meðal þeirra atriða sem eiga að geta haft áhrif á þyngd refsingar. Hæstiréttur hefur samt aldrei tekið beina af- stöðu til þessa. Dómur í máli Árna verður kveðinn upp innan fjögurra vikna. ■ Árni Johnsen þjáðist vegna neikvæðrar umfjöllunar: Bað þjóðina afsökunar ÁRNI JOHNSEN Árni var dæmdur í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur en fyrir Hæstarétti fer hann fram á mildari refsingu og skilorðsbindingu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FALSAÐI NÖFN KUNNINGJA Mað- ur sem falsaði nöfn tveggja kunningja sinna á skuldabréf fyrir bílaláni hefur verið dæmd- ur í tveggja mánaða fangelsi. Hann hefur ítrekað verið dæmd- ur fyrir skjalafals og fíkniefna- brot. Stúlku, sem var sextán ára þegar hún aðstoðaði manninn við að falsa annað nafnið, var ekki gerð sérstök refsing að sinni. DRUKKNAÐI BÓTALAUST Í BLÁA LÓNINU Hæstiréttur hefur sýknað Bláa lónið af kröfu manns frá Tævan um fimm milljóna króna bætur vegna eig- inkonu sinnar sem drukknaði í lóninu árið 1999. Konan var ný- komin af Keflavíkurflugvelli í skipulögðum hópi ferðamanna og var í Bláa lóninu með vinkonu sinni. ÞÓKNUN EKKI Í FJÁRNÁMS- BEIÐNI Hæstiréttur segir Sam- keppnisstofnun hafa verið óheim- ilt að innifela rúmlega 523 þús- und króna innheimtuþóknun lög- manns í fjárnámsbeiðni á hendur Skífunni hf. vegna ógreiddrar 12 milljón króna sektar. Skífunni hafði verið gerð sektin vegna ólögmæts samnings við Baug um sölu geisladiska. Framboðslisti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi: Sagn- fræðingur í fyrsta sæti STJÓRNMÁL Kolbeinn Óttarsson Proppé sagnfræðingur skipar fyrsta sæti framboðslista Vinstri- hreyfingarinnar – græns fram- boðs í Suðurkjördæmi. Listinn var samþykktur á fundi kjördæma- ráðs í Fljótshlíð á laugardag. Þórunn Friðriksdóttir fram- haldsskólakennari skipar annað sætið, Ólafía Jakobsdóttir, fyrrum sveitastjóri í Skaftárhreppi, það þriðja og Þorsteinn Ólafsson Sel- fossi það fjórða. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.