Fréttablaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 11
11MÁNUDAGUR 20. janúar 2003 AMERÍKA BARNAMORÐINGI LÍFLÁTINN Maður hefur verið tekinn af lífi í Oklahoma í Bandaríkjunum fyrir morð sem hann framdi 1987. Þá barði hann rúmlega árs gamalt barn sambýliskonu sinnar til ólíf- is. HALLINN ALDREI MEIRI Við- skiptahalli Bandaríkjanna gagn- vart útlöndum nam 40 milljörð- um króna í nóvember. Hallinn hefur aldrei verið meiri. Skipsflak í Svartahafi: Grikkir á Krímskaga WASHINGTON, AP Skipsflak sem fannst á botni Svartahafsins er talið sönnun á því að Forn-Grikkir hafi flutt inn mat alla leið frá norðurströnd Svartahafs. Flakið, sem fannst skammt undan strönd- um Búlgaríu, er það elsta sem fundist hefur í innhafinu eða frá 3.-5.öld f.Kr. Það var könnuðurinn Robert Ballard sem fann skipið en hann er frægastur fyrir að hafa fundið flak Titanic á botni Atl- antshafsins. Lítið er heillegt af skipsflakinu annað en farmur þess, sem sam- anstendur af stórum forngrískum leirkrukkum. Í krukkunum hafa fundist bein ferskvatnsfisks frá Krímskaga. Þetta bendir til þess að Grikkir hafi flutt inn fisk frá Krímskaganum, þar sem nú er Úkraína. Í fornum heimildum er getið um að Grikkir hafi átt ný- lendur á þessu svæði og rennir fundurinn stoðum undir það. ■ Evrópusambandið: Kúariðutil- fellum fækk- ar um 17% LANDBÚNAÐUR Kúariðutilfellum innan Evrópusambandsins fækk- aði um 17% milli áranna 2001 og 2002, samkvæmt sænska land- búnaðarblaðinu Lantbruk. Árið 2001 komu upp 2.162 kúariðutilfelli innan Evrópusam- bandsins en í fyrra hafði þeim fækkað í 1.797. Kúariða greindist oftast á Bretlandi en þar komu upp 907 tilfelli á sl. ári. Það er þó lægsta tíðni síðan árið 1988. Í Frakklandi greindust 177 tilfelli og 97 í Þýskalandi. Á Írlandi greindust fleiri nautgripir með kúariðu en undanfarin ár, eða 313. ■ IÐNAÐUR Trúnaðarmannaráðs- fundur í Félagi járniðnaðar- manna lýsir áhyggjum yfir mikl- um samdrætti í málmiðnaði og fleiri iðngreinum og hvetur stjórnvöld til aðgerða gegn vax- andi atvinnuleysi. Járniðnaðar- menn benda á að stóriðjufram- kvæmdir á Austurlandi skila ekki atvinnu í málmiðnaði fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári og þá því aðeins að notast verði við innlent vinnuafl. Enn fremur er minnt á að verktakar hafi ítrek- að flutt inn erlent vinnuafl á fölskum forsendum og verið staðnir að svikum með launa- greiðslur. Þess er krafist að Landsvirkjun og stjórnvöld tryggi fulla atvinnuþátttöku Ís- lendinga í framkvæmdunum, ásamt því að ganga ríkt eftir því að erlendir launþegar njóti sömu kjara. ■ Félag járniðnaðarmanna lýsir áhyggjum vegna atvinnuleysis: Varar við svikul- um verktökum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.