Fréttablaðið - 20.01.2003, Page 24
24 20. janúar 2003 MÁNUDAGUR
GILBERTO GIL
Nýr menningarmálaráðherra Brasilíu treð-
ur upp á samkomu þar sem hann kynnti
starfslið sitt. Skipun Gils í embætti þykir
sýna fram á að forseti landsins, Luiz
Inacio da Silva, sé í nánum tengslum við
fátækan og þeldökkan almenning. Gil
hlaut Grammy-verðlaun árið 1998 en
áður en hann var skipaður í embætti
hafði aðeins einn hörundsdökkur maður
verið skipaður ráðherra í Brasilíu, en það
var fótboltakappinn Pele sem var skipað-
ur af fyrrum forseta Brasilíu, Fernando
Henrique Cardoso.
Drauga- og tröllaskoðun-
arfélag Evrópu:
Vilja pen-
inga í bíó
KVIKMYNDIR Á síðasta fundi bæjar-
ráðs Árborgar var fjallað um um-
sókn frá Drauga- og tröllaskoðun-
arfélagi Evrópu þar sem leitað
var eftir styrk til kvikmyndagerð-
ar. Bæjarráðsmenn bundust sam-
tökum um að fresta ákvörðun í
málinu þar til fjárhagsáætlun
sveitarfélagsins lægi fyrir.
Ekki tókst að afla upplýsinga
um hverjir standa að baki um-
sókninni en hún var einfaldlega
undirrituð „Drauga- og trölla-
skoðunarfélag Evrópu“. Ekki er
heldur vitað um hvað kvikmynd
félagsskaparins á að fjalla en bæj-
arráðsmenn gera þó fastlega ráð
fyrir að þar komi draugar og tröll
á Suðurlandi við sögu. ■
BÆKUR „Á Akureyri er nánast
hver einasti maður uppnefndur.
En þeir verða alltaf voðalega
hissa þegar þetta er hermt upp á
þá. Því er það nú svo að við lögð-
umst í miklar rannsóknir og nið-
urstöðurnar munum við svo
kynna í bókinni,“ segir Ragnar
Gunnarsson, betur þekkur sem
Raggi Sót, forsöngvari Skrið-
jökla. Raggi Sót er ásamt félaga
sínum Jóni Hauki Brynjólfssyni
þýðanda (sem nefndur hefur ver-
ið „Þögli útvarpsmaðurinn“) með
bók í smíðum sem ber vinnuheit-
ið „Norðlensk viðurnefni“.
Til stóð að henda sér í jóla-
bókaflóðið en svo vannst ekki
tími til og bókin því væntanleg í
október. „Jú, ég get ekki neitað
því að þarna eru vafasöm viður-
nefni og ágætt væri að prufu-
keyra þau í Fréttablaðinu til að
athuga hvort bókin á nokkuð yfir
höfði sér lögbann.“ Ragnari verð-
ur ekki að ósk sinni. Blaðið er
vant að virðingu sinni og kýs að
hafa ekki eftir þau allra skraut-
legustu. „Hvað er þetta?“ spyr
Raggi Sót undrandi. „Það verður
nú að gera eitthvað til að lyfta
munnvikunum á Íslendingum nú
á þessum síðustu og verstu þegar
hálf þjóðin arkar um í jakka-
fötum, grallaralaus á svip, með
misverðmikil verðbréf upp á
vasann.“
Einn þeirra sem koma við
sögu í bókinni er kallaður Kalli
með viðurnefni sem vísar til
þess helgasta á kúm. „Já, það er
afskaplega gaman að vinna þessa
bók. Ég hitti til dæmis Kalla um
daginn og var að velta fyrir mér
þessu sérstæða viðurnefni - sem
þú þykist ekki mega nefna. Eftir
að hafa haft hann fyrir augunum
í góða stund og hugleitt þetta þá
hallast ég helst að því að það sé
munnsvipurinn.“
Ragnar vill ekki ljóstra upp
um þau nöfn sem koma fyrir í
bókinni þó tókst að kreista úr
honum nöfnin: Lúlli límónaði,
Jón í loftinu, Tarzan taugahrúga,
Jói hrúðurkarl að ógleymdum
Jóni í pútnahúsinu. Það viður-
nefni hlaut hann blásaklaus
vegna kvensemi sonar síns Jak-
obs Jónssonar gítarleikara.“
Ragnar telur bókina líklega til
vinsælda og gefur lítið fyrir það
hvort hún muni reynast við-
kvæmum sálum nyrðra erfið.
„Ég reikna með að hún fari í
svona 3.500 eintökum í Eyjafirði
einum. Viðkvæmt? Það er búið
að kalla mig Ragga Sót frá blautu
barnsbeini. Aldrei hef ég steytt
hnefann þess vegna og látið mér
vel líka. Þetta var starfsheiti föð-
ur míns á sínum tíma og festist
við fjölskylduna. Var kannski
viðkvæmt meðan barnsskóm var
slitið en alls ekki á seinni árum.
Er nú svo komið að þetta er eig-
inlega meira svona ættarnafn en
viðurnefni.“
Að sögn Ragnars slást
forleggjarar um verkið og óvíst
hver hreppir hnossið. „Þar sem
bókin mun auglýsa sig að mestu
leyti sjálf kæmi alveg eins til
greina að gefa hana út sjálfur.“
jakob@frettabladid.is
Lúlli límonaði og
Tarzan taugahrúga
Norðlendingar eiga von á glaðningi í tengslum við bókaútgáfu. Ekki er þó víst að öllum falli það í
geð. Sjálfur Raggi Sót vinnur nú að bók um norðlensk viðurnefni, sem mörg hver eru skrautleg
með afbrigðum.
RAGGI SÓT
Segir svo komið að viðurnefni sitt sé orðið hálfgildings ættarnafn fremur en uppnefni.
Metsölulistinn:
King lækkar
flugið
BÆKUR Iris Johansen býður upp á
morð, misþyrmingar, sprenging-
ar, eiturbrugg og bílaeltingaleiki í
Body of Lies,
fjórðu bókinni
um Eve Duncan
sem var fyrst
kynnt til sög-
unnar í The
Face of Decept-
ion. Eitthvað
þykir henni þó
vera að fatast
flugið og um-
fangsmikil flétt-
an þykir vera
farin að skyggja
á persónusköp-
un. Þetta breyt-
ir því þó ekki að henni tekst að ýta
meistara Stephen King niður í
annað sætið með smásagnasafnið
Everything´s Eventual. Kóngur-
inn hefur líka sjálfur oft verið í
betra formi og þó hann bregðist
vart hörðustu aðdáendunum þá
skákar þessi bók seint eldri smá-
sagnasöfnum hans. ■
1
METSÖLULISTI
2
3
4
5
6
7
8
9
10
MEST SELDU ERLENDU BÆKUR Í VERSL-
UNUM PENNANS/EYMUNDSSONAR
BODY OF LIES
Iris Johansen
EVERYTHING´S EVENTUAL
Stephen King
MIDNIGHT BAYOU
Bora Roberts
ONCE A THIEF
Kay Hooper
THE GRAVEYARD SHIFT
Jack Higgins
BEGGAR´S BANQUET
Ian Rankin
STRANGERS IN THE NIGHT
Linda Howard
THE AMAZING MAURICE
Terry Pratchett
HER FATHER´S HOUSE
Belva Plain
THE SUMMONS
John Grismham
STEPHEN KING
Fellur niður um sæti
á metsölulista er-
lendra bóka í versl-
unum Pennans/Ey-
mundssonar með
smásagnasafninu Ev-
erything´s Eventual.
MANNRÆKT OG LANDRÆKT Þrjátíu og
sjö aðilar fengu styrk úr Menning-
ar- og styrktarsjóði Búnaðarbanka
Íslands á föstudaginn. Sjóðurinn
var stofnaður árið 1999 og er ætlað
að styrkja íslenska menningu og
listir, liðsinna líknar- og mannúðar-
málum, stuðla að menntun, vísind-
um og tækni og loks að styrkja
verkefni á sviði umhverfismála.
Sjóðurinn ráðstafaði 9.350.000
krónum til 37 styrkþega að þessu
sinni og í hópi þeirra eru Þorsteinn
Jónsson, sem hyggst gera heimild-
armynd um meðferðarheimilið
Rockville, og Áskell Másson, sem
fær styrk til að vinna að stóru tón-
verki fyrir sópran og sinfóníu-
hljómsveit. Þá fékk Kammersveit
Reykjavíkur styrk en hún gaf út
geisladisk með verkum Leifs Þór-
arinssonar í sumar.
Sveinbjörn Már Davíðsson,
sem hefur búið á Kópavogshæli
frá níu ára aldri og er bundinn í
hjólastól, fékk styrk til langþráðr-
ar Danmerkurferðar og Lands-
samband Gídeonfélaga á Íslandi
fær styrk til fjármögnunar og
dreifingar á Nýja Testamentinu.
Félag eldri borgara fær styrk til
eflingar starfs eldri borgara en
félagið hefur staðið fyrir öflugu
félagsstarfi.
Jazzklúbbur Egilsstaða fær
styrk vegna 16. jazzhátíðar sinnar
sem haldin verður í sumar og
Kiwanisklúburinn Setberg fær
styrk til að vinna að verkefninu
„Dýrin í sveitum landsins“ sem er
ætlað 7-10 ára börnum.
Samtök þeirra sem hafa misst
börn sín í móðurkviði, við fæðingu
eða stuttu eftir fæðingu, Litlir
englar, eru einnig á meðal styrk-
þega en ljóst þykir af viðbrögðum
almennings að mikil þörf var á
samtökum sem þessum. ■
Menningar- og styrkjasjóður Búnaðarbankans:
Rúmlega níu millj-
ónum úthlutað
HRAFN GUNNLAUGSSON
Fær styrk vegna nýrrar kvikmyndar sinnar, Ísland í öðru ljósi.
HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA?
Arna Kristín Einarsdóttir, flautuleikari í
Sinfóníuhljómsveit Íslands.
„Ég er að lesa rosalega skemmtilega bók
sem heitir Notes from a Small Island. Hún
er eftir mann sem heitir Bill Bryson sem
hefur búið í Bretlandi í 20 ár og segir hér
frá lokareisu sinni um allt landið áður en
hann yfirgefur það. Hann er frábær penni,
með fínan breskan húmor. Ég ef lesið aðra
ferðasögu eftir hann og þetta er frábær
skemmtilestur.“
www.casema.is
Harðviðarhús, einbýlishús, sumarhús, klæðn-
ingarefni, pallaefni og bílskúrar.
Sími: 564-5200 og 865-7990
Stórútsala
30-70% afsláttur
Kápusalan Snorrabraut 38, sími 562 4362