Fréttablaðið - 20.01.2003, Qupperneq 27
MÁNUDAGUR 20. janúar 2003
HEILBRIGÐISMÁL Bónus færði á
föstudag Barnaspítala Hringsins að
gjöf umtalsverðan tækjabúnað. Um
er að ræða þrjár stjórnstöðvar fyr-
ir lífsmarkavaka fyrir nýjan barna-
spítala. Stjórnstöðvar þessar eru
tengdar tækjum til að vaka yfir
hjartslætti, öndun, súrefnismettun
og blóðþrýstingi barna sem liggja á
Barnaspítalanum. Samtímis gefur
Bónus einnig hjartalínuritstæki
ásamt endurlífgunartæki. Verð-
mæti gjafanna er áætlað 10-12
milljónir króna.
Jóhannes Jónsson, forstjóri Bón-
us, afhenti gjafirnar og veitti Ás-
geir Haraldsson prófessor veitti
þeim viðtöku. Bónus hefur á undan-
förnum árum styrkt Barnaspítala
Hringsins til tækjakaupa. Bónus
hefur áður gefið Barnaspítalanum
stjórnstöð fyrir lífsmarkavaka,
fjóra hjartsláttar-, öndunar- og súr-
efnisvaka, heilasírita, hitakassa
fyrir Vökudeild og margt fleira.
Áætlað er að verðmæti gjafa frá
Bónus sé yfir 40 milljónir króna á
undanförum árum. ■
Barnaspítali Hringsins:
Bónus gefur tæki
fyrir 10-12 milljónir
GUNNLAUGUR SIGFÚSSON KANNAR HJARTALAG JÓHANNESAR
Hann staðfesti með nýja tækinu að hjartalag Jóhannesar Jónssonar væri gott.
HETJA
Leikarinn Ewan McGregor sést hér bera hundinn Rivu út úr logandi húsi. Atriðið var tekið
upp fyrir nýjustu mynd Tim Burton, sem heitir „Big Fish“.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM
Renee Zellweger:
Söng fyrir
hundana
KVIKMYNDIR Leikkonan Renee
Zellweger segist hafa liðið undar-
lega þegar hún var valin til að
fara með hlutverk Roxie Hart í
kvikmyndinni Chicago. Hún segir
að hlutverkið hafi krafist þess að
hún myndi syngja og dansa, sem
er nokkuð sem hún hafi aldrei
verið þekkt fyrir. „Ég ætlaði
aldrei að syngja neitt nema fyrir
hundana mína þegar ég væri í
sturtu. Síðan hringdi leikstjórinn
Rob Marchall í mig og þá sá ég að
tími minn væri kominn,“ sagði
Zellweger. ■
ZELLWEGER
Renee Zellweger leikur og syngur í
söngvamyndinni Chicago.