Fréttablaðið - 20.01.2003, Side 31

Fréttablaðið - 20.01.2003, Side 31
31MÁNUDAGUR 20. janúar 2003 FRÉTTIR AF FÓLKI Laugavegi 13. Sími: 511 1185 | Brautarholti 2. Sími: 520 7605 VIÐ ELSKUM TÓNLIST... ÞÚ ELSKAR VERÐIÐ! RISAÚTSALA ALLT AÐ 90% AFSLÁTTUR FULLT AF NÝJUM TITLUM Á FRÁBÆRU VERÐI. FJÖLBREYTT ÚRVAL AF KLASSÍSKRI TÓNLIST Í VERSLUNINNI Á LAUGAVEGI. ÞÝSKUNÁMSKEIÐ Á VORÖNN 2003 Námskeiðin hefjast 3. febrúar. Skráning og beiðni um upplýsingar í síma 551 6061 (kl. 15-18 frá þriðjudegi til föstudags) og á netfanginu goethe@simnet.is. Skráningu lýkur 31. janúar. Stöðupróf á netinu: www.goethe.de/i/deitest.htm Byrjendur 1 mánudaga 18-19.30; Katharina Gross Byrjendur 2 föstudaga 17.30-19; Katharina Gross Grunnstig 1 mánudaga 18-91.30; Katharina Gross Grunnstig 2 fimmtudaga 20-21.30; Katharina Gross Grunnstig 3 Þriðjudaga 18-19.30; Magnús Sigurðsson Talþjálfun og málfræði miðvikudaga 18-19.30; Angela Schamberger Talþjálfun og málfræði fimmtudaga 18-19.30; Angela Schamberger Talþjálfun þriðjudaga 20-21.30; Angela Schamberger Barnanámskeið: fyrir yngri og eldri börn yngri: laugad. 13.30-14.15, eldri: laugad. 14.30-15.15; Katharina Gros Bókaútgáfan Bjartur á það sam-eiginlegt með nafna sínum kenndum við Sumarhús að vera jafnan stórhuga. Uppgangurinn er slíkur í upp- hafi árs að sett hefur verið á laggirnar stór- virkjadeild hjá forlaginu. Jón Karl Helgason, einn höfunda Njálu, er aðal- ritstjóri deild- arinnar, sem vinnur út frá þeirri skilgreiningu að verk sé ekki stórvirki nema það kosti meira en þrjár milljónir í fram- leiðslu og vegi meira en þrjú kíló. Þannig að nú er bara að bíða og sjá hvort annað bindi Landnemans mikla eða næsti þúsund blaðsíðna doðrantur um gullkálf Bjarts, Harry Potter, vegi þyngra og verði fyrsta stórvirkið. Dansglaðir Selfyssingar og nær-sveitarmenn eru harmi slegnir en á föstudaginn var haldinn síð- asti dansleikurinn í Inghóli. Ein uppáhaldshljómsveit Sunnlend- inga, Sálin hans Jóns míns, kvaddi húsið, sem verður nú breytt í skyndibitastað. Tuttugu ára sögu Inghóls sem skemmtihúss er sem sagt lokið og óttast margir að fátt verði um fína drætti í skemmtana- lífi sveitarinnar þar sem nýlegar breytingar á Hótel Selfossi hafa einnig orðið til þess að pláss fyrir hljómsveitir sem vilja breiða út fagnaðarerindi sitt á Ölfusárbökk- um er orðið lítið sem ekkert. Valgerður Sverris-dóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sér ástæðu til þess að árét- ta á heimasíðu sinni hvar hún á lögheimili. Segir hún að mikið hafi farið fyrir fréttum af búsetu frambjóðenda og því ítrekað haldið fram að hún búi í Reykjavík. Auðvitað býr Valgerður að Lómatjörn í Grýtubakkahreppi í Eyjafirði og hefur að sögn gert allt sitt líf fyrir utan tveggja ára bú- setu á Akureyri. Eins og aðrir landsbyggðarþingmenn þarf Val- gerður hins vegar að halda heimili í Reykjavík. Ekkert verður af formannsslag álandsfundi Ungra jafnaðar- manna síðar í mánuðinum. Í það minnsta ekki á milli Ágústs Ólafs Ágústssonar, núverandi formanns, og Eiríks Jónssonar, fyrrum Stúd- entaráðsformanns, sem hafði íhug- að framboð gegn Ágústi. Eiríkur ku hafa ákveðið að sækjast eftir kjöri í embætti varafor- manns og talið nóg að taka það stökk í fyrsta sinn sem hann gefur kost á sér í emb- ætti á vegum Ungra jafnað- armanna. Svo er aftur spurn- ing hvort einhver annar hjóli í formanninn eða hvort menn bíði fram á næsta haust en þá verður væntanlega haldinn annar landsfundur Ungra jafnaðarmanna á árinu. Mick Jagger og John Lennon: Týnd upptaka boðin upp TÓNLIST Upptaka af samstarfi Mick Jagger og John Lennon sem talin var vera týnd verður brátt boðin upp. Upptakan hefur ekki heyrst í um 25 ár. Á henni má heyra blúslagið „Too Many Cooks,“ sem tekið var upp árið 1974, þar sem Jagger syngur en Lennon leikur á gítarinn. Lagið var aldrei gefið út. Upptakan var löngu talin týnd. Þegar Tom Fisher, 34 ára gamall plötuútgefandi, keypti upptökur í suðurhluta Lundúna varð honum hverft við þegar hann áttaði sig á hvað hún innihélt. Hann hafði keypt upptökuna á um 220 pund og er talið að hann eigi eftir að margfalda þá upphæð á uppboð- inu. Jagger sjálfur segir að upptak- an hafi verið gerð á hinu svokall- aða „Týnda tímabili“ Lennons en það var þegar hann og Yoko Ono voru aðskilin um langt skeið. „Too Many Cooks“ var samið af Willie Dixon og að sögn uppboðs- haldara er útsetning Jagger og Lennon afar sérstök. ■ MICK JAGGER Fékk tækifæri til að vinna með John Lennon þegar Yoko Ono var fjarri.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.