Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 6
6 7. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR ■ Leiðrétting GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 73.86 -0,58% Sterlingspund 118.93 -0,27% Dönsk króna 11.28 0,45% Evra 83.78 0,44% Gengisvístala krónu 118,84 -0,17% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 286 Velta 6.190 milljónir ICEX-15 1.416 0,27% Mestu viðskipti Baugur Group hf. 415.144.662 Kaupþing banki hf. 329.907.168 Fjárfestingarf. Straumur hf. 320.221.618 Mesta hækkun Sláturfélag Suðurlands svf. 7,84% Síldarvinnslan hf. 5,81% Baugur Group hf. 2,83% Mesta lækkun Jarðboranir hf. -2,63% Búnaðarbanki Íslands hf. -1,89% Austurbakki hf. -1,43% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8604,6 0,9% Nasdaq*: 1523,7 1,3% FTSE: 4006,4 1,4% DAX: 3054,8 1,4% NIKKEI: 8083,6 2,2% S&P*: 933,9 0,8% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Til greina kemur að reisa pólýolverk-smiðju í kaupstað á Norðurlandi. Hvar á verksmiðjan að rísa? 2Hvað heitir knattspyrnustjóri ný-krýndra Englandsmeistara Manchest- er United? 3Hin sígilda kvikmynd King Kong varsýnd í bíósal MÍR í gær í tilefni af því að 70 ár eru liðin frá frumsýningu mynd- arinnar. Hverjir stóðu fyrir sýningunni? Svörin eru á bls. 34 BRUSSEL, AP „Faraldur bráða- lungnabólgu hefur enn ekki náð hámarki í Kína,“ segir Gro Harlem Brundtland, fram- kvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar. Að sögn Brundtland bendir allt til þess að HABL sé enn að sækja í sig veðr- ið þrátt fyrir róttækar aðgerðir kínverskra yfirvalda til þess að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Á neyðarfundi í Brussel hvatti Brundtland heilbrigðisráðherra 25 Evrópuríkja til að vera á varð- bergi gagnvart bráðalungnabólg- unni. Í því sambandi sagði hún að mikilvægt væri að löndin veittu Evrópusambandinu skýrt umboð til þess að bregðast við faraldrin- um. Markmiðið með fundinum í Brussel er að efla samstarf og samhæfingu Evrópuríkja til þess að reyna að koma í veg fyrir að HABL nái bólfestu í álfunni. Á fundinum komu fram hugmyndir um að öll Evrópuríki létu flugfar- þega frá Kína gangast undir lækn- isskoðun en Brundtland sagði að slíkar aðgerðir væru óþarfar. Fram að þessu hafa Evrópuríki sloppið að mestu við bráðalungna- bólguna. Rúmlega 30 tilfelli hafa komið upp í átta ríkjum þar sem grunur hefur leikið á smiti en sjúkdómurinn hefur hvergi náð að festa rætur. ■ Svíar heilsuhraustastir: Portúgalar latastir EUB, MADRID Þú finnur portú- galska meðaljóninn líklegast fyrir framan sjónvarpið, sam- kvæmt könnun um heilsusam- legustu þjóðirnar í Evrópusam- bandinu sem Háskólinn í Nav- arra á Spáni stóð fyrir nýlega. Könnunin staðfesti m.a. að íbúar norrænna þjóða hreyfa sig mun meira en fólk sem býr við Miðjarðarhafið, s.s. Spánverjar og Ítalir. Kemur fram að á með- an Portúgalar slaka á í sófanum fyrir framan sjónvarpið eru sex af hverjum tíu Svíum á fullu í ræktinni, sem gerir þá að heilsu- hraustustu þjóð innan sam- bandsins. Írar og Austurríkis- menn fá einnig góða einkunn fyrir gott líferni en meðal þeirra þjóða sem fá falleinkunn fyrir hreyfingarleysi og almenna kyrrsetu eru Belgar, Spánverjar og Þjóðverjar. ■ Þau mistök urðu í frétt um nagla- dekk að Óli H. Þórðarson, for- maður Umferðarráðs, var titlað- ur framkvæmdastjóri Umferðar- stofu. DAMASKUS, AP, BBC Colin Powell, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur varað Sýrlendinga við af- leiðingum“ þess að taka ekki þátt í að koma á varanlegum friði á svæðinu. „Sýrlendingar geta haft jákvæð áhrif á gang mála með því að loka landa- mærunum fyrir flóttamönnum frá Írak og loka skrif- stofum þekktra hryðjuverkasam- taka í Damaskus,“ sagði Powell og átti þar við skrifstofur her- skárra samtaka á borð við Hez- bollah og Hamas. „Þessar hótanir hafa engin áhrif á okkur,“ sagði í útvarps- ávarpi talsmanna Hezbollah eftir fundinn. Þrátt fyrir að þessi sam- tök séu á lista Bandaríkjastjórn- ar yfir hryðjuverkasamtök líta Sýrlendingar, og fleiri arabar, alls ekki svo á. Bæði samtökin eru þekkt fyrir andstöðu við Ísr- ael og eru í raun eina hindrun stjórnlausrar landtökustefnu ísraelska stjórnvalda. Ísraels- menn halda ennþá talsverðum landsvæðum Sýrlendinga eftir stríðið um Gólan-hæðir 1967 og segja Sýrlendingar að eina vonin um frið á svæðinu verði þegar Ísraelsmenn skila aftur þeim landsvæðum. Sýrlendingar eiga stuðnings- menn á ólíklegustu stöðum. For- sætisráðherra Spánar, Jose Maria Aznar, einn helsti stuðningsaðili innrásar Bandamanna inn í Írak, gangrýndi afstöðu Bush gagnvart Sýrlandi harðlega og kallaði Sýr- lendinga „vini Spánar.“ Margar arabaþjóðir, Rússar og Evrópu- sambandsþjóðir tóku líka upp varnir fyrir Sýrland. Þetta varð til þess að stjórn George Bush linaðist í afstöðu sinni gagnvart Sýrlendingum en helsta vandamálið áfram verður stuðningur Bandaríkjanna við Ísrael. Gyðingar eru fjölmennir í Bandaríkjunum, þeir hafa mikil áhrif á þinginu og þeir studdu vel við kosningabaráttu forsetans. Powell hefur nýlokið heim- sókn til Damaskus þar sem þessi mál voru reifuð án niðurstöðu. Powell lét þó hafa eftir sér að um áframhaldandi samvinnu yrði að ræða milli þjóðanna. albert@frettabladid.is Fleiri ósáttir við kvótann: Óspektir eftir kvótaúthlutun KANADA, AP Kanadískir fiskimenn mótmæltu nýjum kvóta á krabba- veiðar með afar sérstökum hætti. Þeir báru eld að fjórum bátum fiskieftirlitsmanna, fiskvinnslu- húsi og ríkisvöruhúsi. Engum varð meint af en matsmenn meta tjónið í kringum 50 milljónir króna. Lætin hófust þegar hin kanadíska hafrannsóknastofnun tilkynnti að kvóti fyrir krabba- veiðar yrði minnkaður úr 22 þús- und tonnum í 17 þúsund tonn fyrir þetta ár. Lögregla hefur engan handtek- ið en er enn að fiska eftir vísbend- ingum. ■ KOSNINGAR Vinstri grænir hafa sent dómsmálaráðuneytinu, landskjörstjórn og yfirkjörstjórn- um kjördæmanna erindi þar sem farið er fram á að öll utankjör- fundaratkvæði sem merkt hafa verið V verði úrskurðuð sem at- kvæði til handa Vinstri grænum. Atli Gíslason lögmaður, sem er í öðru sæti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir flokkinn fara fram á þetta þar sem misskilningur hafi komið upp um að listabókstafur hans væri V en ekki U. Atli segir þennan misskilning m.a. hafa komið upp í dómsmála- ráðuneytinu fyrir síðustu kosn- ingar. Hann segir að Samband ís- lenskra námsmanna erlendis hafi í aðdraganda kosninganna nú sent félögum sínum póst þar sem flokkurinn var sagður hafa lista- bókstafinn V. Þá hafi þessi mis- skilningur einnig komið upp víðar, m.a. hjá einni yfirkjörstjórn úti á landi. Atli segir að síðasta dæmið um þennan misskilning hafi verið í frétt í Morgunblaðinu mánudag- inn 2. maí, þar sem Vinstri grænir voru titlaðir sem V í millifyrir- sögn. Atli segir flokkinn ekki hafa fengið viðbrögð við erindi sínu. ■ Í BRUSSEL David Byrne, for- maður heilbrigð- isnefndar Evrópu- sambandsins, og Gro Harlem Brundtland, fram- kvæmdastjóri Al- þjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar, ræddust við á neyðarfundi í Brussel. Evrópuríki stilla saman strengi sína: Neyðarfundur vegna bráðalungnabólgu ATLI GÍSLASON Atli segir Vinstri græna uggandi vegna mis- skilnings um að listabókstafur flokksins sé V en ekki U. Listabókstafur Vinstri grænna er U: Vinstri grænir vilja V atkvæðin COLIN POWELL Skömmu áður en hann fundaði með ráðamönnum Sýrlands. Sýrlendingar vilja pressu á Ísraelsmenn Lítill árangur Powells í Damaskus. Arabaþjóðir, Rússar og Evrópusambandsþjóðir tóku upp varnir fyrir Sýrlendinga. ■ „Þessar hótanir hafa engin áhrif á okkur.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.